Morgunblaðið - 12.02.2018, Side 5
ir, við bjuggumst auðvitað við þeim
sterkum. Það kemur okkur smá á
óvart að vinna þá með sjö mörkum
miðað við hvernig leikurinn byrj-
aði. Við vorum agalausir í fyrri
hálfleik og brutum ekki almenni-
lega á þeim. Við vorum alltaf að
elta þá og við ræddum það í hálf-
leik að klára brotin og keyra þetta
í gang,“ sagði Agnar Smári Jóns-
son við Morgunblaðið eftir leikinn.
„Ég hef verið sáttur við byrj-
unina á þessu tímabili, ég tók mig
auðvitað svakalega í gegn í sumar,
ég hef verið að uppskera núna og
er sáttur við þetta. Ég tek þó ekk-
ert frá liðsfélögunum að það gerist
ekkert nema þeir spili vel,“ sagði
Agnar Smári.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
ÍÞRÓTTIR 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018
Ísland hefur nú látið í minni pokann
í fyrstu þremur leikjum undankeppn-
innar, en svipuð leikmynd hefur verið í
þessum þremur leikjum liðsins. Leik-
irnir eru jafnir fram í þriðja leikhluta,
slakur kafli einhvers staðar í seinni
hálfleik færir andstæðingnum frum-
kvæðið í leiknum og niðurstaðan verð-
ur svo helst til stórt tap.
Ísland mætir Svartfjallalandi í
Podgorica á miðvikudaginn kemur, en
Svartfellingar höfðu betur, 84:62, þeg-
ar liðin mættust í fyrri leik liðanna í
Laugardalshöll í nóvember síðast-
liðnum. Þar var það einmitt erfiður
kafli í þriðja leikhluta sem gerði út um
vonir íslenska liðsins um sigur í þeim
leik.
Fyrri leikurinn veitir okkur trú
Það var hin hávaxna Jelena Dubl-
jevic sem reyndist íslenska liðinu
óþægur ljár í þúfu í þeim leik. Ljóst er
að einn leikmaður íslenska liðsins mun
ekki ráða við að stöðva hana fái hún
boltann inni í vítateig íslenska liðsins.
Það þarf samstillt átak í varnarleik Ís-
lendinganna til þess að koma í veg fyr-
ir að Jelena Dubljevic komist í fluggír-
inn. Þá þurfa fleiri leikmenn en Helena
Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjart-
ansdóttir að leggja í púkkið í sóknar-
leiknum. Vonandi tekst það og íslenska
liðinu tekst að tengja saman fjóra góða
leikhluta og tryggja sér fyrsta sigurinn
í undankeppninni að þessu sinni.
„Við mætum ennþá sterkari and-
stæðingi en Bosníu-Hersegóvínu þeg-
ar við mætum Svartfjallalandi á mið-
vikudaginn, en við gerðum vel gegn
þeim í Höllinni í nóvember. Við vitum
hvað við þurfum að gera til að standa í
þeim. Til að við getum náð góðum úr-
slitum þurfa allir leikmenn að gera sitt
besta, spila geggjaða vörn og setja
skotin ofan í þegar þar að kemur. Góð
spilamennska okkar á löngum kafla í
fyrri leiknum veitir okkur trú á að við
getum staðið okkur vel í leiknum á
miðvikudaginn,“ sagði Helena um leik-
inn gegn Svartfjallalandi.
rammistaða
sóknarleiknum Svipað mynstur í fyrstu
d mætir Svartfjallalandi í næstu rimmu
Fráköst: 46.
Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir
32, Hildur Kjartansdóttir 16, Guð-
björg Sverrisdóttir 4, Sandra Lind
Þrastardóttir 4, Dýrfinna Arnar-
dóttir 3, Berglind Gunnarsdóttir
2.
Villur: 19.
Fráköst: 28.
Dómarar: Tomislav Vovk (Króat-
íu), Bodan Pogdar (Rúmeníu) og
Jelena Smiljanic (Serbíu).
Ísland 97:67
Þýskaland
Werder Bremen – Wolfsburg................. 3:1
Aron Jóhannsson lék fyrstu 65 mínút-
urnar fyrir Werder Bremen.
Staða efstu liða:
Bayern M. 22 18 2 2 53:17 56
RB Leipzig 22 11 5 6 35:29 38
Dortmund 22 10 7 5 47:29 37
E.Frankfurt 22 10 6 6 30:25 36
Leverkusen 22 9 8 5 41:29 35
Schalke 22 9 7 6 34:29 34
Augsburg 22 8 7 7 32:28 31
B-deild:
Sandhausen – Braunschweig................. 0:0
Rúrik Gíslason lék allan tímann með
Sandhausen.
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Cloppenburg – Wolfsburg...................... 0:5
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan tím-
ann með Wolfsburg og skoraði annað mark
liðsins.
Spánn
Málaga – Atlético Madrid........................ 0:1
Barcelona – Getafe ................................... 0:0
Real Madrid – Real Sociedad.................. 5:2
Valencia – Levante................................... 3:1
Staða efstu liða:
Barcelona 23 18 5 0 60:11 59
Atlético Madrid 23 15 7 1 34:9 52
Valencia 23 13 4 6 45:27 43
Real Madrid 21 11 6 4 45:21 39
Villarreal 23 11 4 8 34:28 37
Sevilla 23 11 3 9 29:34 36
Eibar 23 10 5 8 32:34 35
B-deild:
Cadiz – Real Oviedo ............................... 2:1
Diego Jóhannesson lék allan tímann með
Real Oviedo.
Frakkland
Nantes – Lille ........................................... 2:2
Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leik-
mannahópi Nantes.
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Marseille – Montpellier........................... 1:1
Montpellier hafði betur í vítakeppni, 5:4
Fanndís Friðriksdóttir lék ekki með
Marseille vegna meiðsla.
Holland
Sparta Rotterdam – PSV ....................... 1:2
Albert Guðmundsson lék allan seinni
hálfleikinn fyrir PSV.
Excelsior – Breda .................................... 0:0
Ögmundur Kristinsson var varamark-
vörður Excelsior.
Heracles – Willem II ............................... 1:0
Kristófer Ingi Kristinsson var ónotaður
varamaður hjá Willem.
Sviss
St. Gallen – Zürich................................... 1:2
Rúnar Már Sigurjónsson kom inná á 82.
mínútu í liði St. Gallen.
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan tím-
ann með Zürich.
Tyrkland
Besiktas – Karabükspor ......................... 5:0
Ólafur Ingi Skúlason lék allan tímann
með Karabükspor.
B-deild:
Elazigspor – Denizlispor ........................ 1:0
Theódór Elmar Bjarnason lék allan tím-
ann með Elazigspor.
Skotland
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Aberdeen – Dundee United.................... 4:2
Kári Árnason var á bekknum hjá Aber-
deen allan tímann.
Ísrael
Hapoel Akko – Maccabi Tel-Aviv ......... 0:2
Viðar Örn Kjartansson fór af velli á 61.
mínútu liði Maccabi Tel-Aviv.
Danmörk
Lyngby – Bröndby .................................. 1:3
Hjörtur Hermannsson lék allan tímann
fyrir Bröndby.
SönderjyskE – Nordsjælland ................. 2:1
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan tím-
ann fyrir SönderjyskE.
Rúnar Alex Rúnarsson lék í marki Nord-
sjælland.
FC Köbenhavn – Randers ...................... 5:1
Hannes Þór Halldórsson lék allan tím-
ann í marki Randers.
Staða efstu liða:
Midtjylland 20 15 2 3 50:23 47
Brøndby 20 14 4 2 45:19 46
Nordsjælland 20 12 3 5 52:36 39
København 20 8 5 7 38:26 29
OB 20 7 7 6 26:20 28
Hobro 19 7 6 6 27:25 27
Bikarkeppni kvenna, riðlakeppni:
Rosengård – Vittsjö................................. 3:0
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan tím-
ann fyrir Rosengård en Andrea Thorisson
var ekki í leikmannahópnum.
Qviding – Kristianstad ........................... 0:7
Sif Atladóttir lék allan tímann með liði
Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir þjálf-
ar liðið.
Djurgården – Hammarby....................... 2:0
Guðbjörg Gunnarsdóttir lék allan tím-
ann fyrir Djurgården sem og Ingibjörg
Sigurðardóttir sem skoraði fyrra markið.
Linköping – Limhamn Bunkeflo .......... 3:0
Anna Björk Kristjánsdóttir og Rakel
Hönnudóttir voru í byrjunarliði Bunkeflo.
KNATTSPYRNA
Í ársreikningnum kemur fram að
afkoma sambandsins var mjög nærri
því sem áætlað hafði verið. „Já, þetta
gekk nokkuð vel eftir myndi ég segja.
Þetta ár verður stórt tekjuár vegna
HM karla en gjöldin verða líka mikil.
Það verður hagnaður samkvæmt
áætlunum og við erum ánægð með að
geta greitt út til aðildarfélaganna. Ég
veit að svona lagað tíðkast til dæmis
ekki annars staðar á Norðurlönd-
unum. Það er ánægjulegt að aðildar-
félögin njóti góðs árangurs karla-
landsliðsins,“ segir Guðni.
Á þinginu var samþykkt tillaga
Reynis úr Sandgerði um að fjölga lið-
um í 3. deild karla úr 10 í 12 frá og
með tímabilinu 2019. Þar af leiðandi
fellur aðeins eitt lið úr 3. deildinni í
sumar en þrjú fara upp úr 4. deild.
Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir
Ársþing Knattspyrnusambands Ís-
lands, það 72. í röðinni, var haldið um
helgina. Fyrirhugað var að afgreiða
viðamikla breytingu á lögum sam-
bandins en eftir að breytingartillaga
kom fram á þinginu frá 19 félögum
var lögð fram tillaga um að fresta
málinu til næsta ársþings og að vinnu
nefndar KSÍ verði fram haldið fram
að því. Sú tillaga var samþykkt.
Tíu buðu sig fram í stjórn sam-
bandsins en fjögur laus sæti voru í
boði: Ingi Sigurðsson úr Vest-
mannaeyjum, Gísli Gíslason frá
Akranesi, Ragnhildur Skúladóttir úr
Reykjavík og Valgeir Sigurðsson úr
Garðabæ. Ingi og Valgeir eru nýir í
stjórn sambandsins og koma þeir í
stað Jóhannesar Ólafssonar úr Vest-
mannaeyjum, sem gaf ekki kost á sér
til endurkjörs, og Rúnars V. Arnar-
sonar úr Keflavík, sem náði ekki
kjöri.
„Fyrir utan venjubundin aðalfund-
arstörf voru nokkrar tillögur sem
lágu fyrir þinginu,“ segir Guðni
Bergsson, formaður sambandsins, og
nefnir sérstaklega eina. „Tillaga um
viðamiklar breytingar á lögum KSÍ
var lögð fram og í kjölfarið á því kom
fram breytingartillaga. Niðurstaðan
varð síðan að fresta þessu fram að
næsta ársþingi og halda áfram vinnu
við þessar breytingar,“ segir Guðni.
Stjórnin lagði fram tillögu að
ályktun um hina svokölluðu skosku
leið. „Já, sú tillaga var samþykkt.
Þetta snýst um að lækka ferðakostn-
að aðildarfélaganna sem þurfa oft og
tíðum að fljúga á milli landshluta. Það
er gríðarlega mikill kostnaður fyrir
félögin og þetta er svona ein leið til að
koma til móts við þau,“ segir Guðni.
Skoska leiðin gengur út á að
stjórnvöld greiða niður flug þannig
að aðildarfélögin greiða 50% far-
gjaldsins. Þetta hófst í Skotlandi árið
2005 og hefur gengið vel.
Breytingum á lögum
KSÍ frestað um sinn
Tveir nýir í stjórn sambandsins Liðum fjölgað í 3. deild
Ljósmynd/KSÍ
Háttvísi Valur fékk Dragostyttuna í úrvalsdeild og hér tekur Lárus Sig-
urðsson við henni úr hendi Guðna Bergssonar, formanns KSÍ.
árið 2017 hlaut íþróttadeild RÚV fyr-
ir þættina „Leiðin á EM“, heim-
ildaþáttaröð í umsjá Eddu Sifjar
Pálsdóttur og Maríu Bjarkar Guð-
mundsdóttur.
Fylkir hlaut dómaraverðlaun KSÍ
fyrir sérlega góða frammistöðu í
dómaramálum og Íþróttafélagið Ösp
fékk grasrótarverðlaun KSÍ en félag-
ið hefur verið leiðandi í knattspyrnu
fyrir fatlaða undanfarin ár.
Þá fengu Valur úr úrvalsdeild
karla og Fylkir og Fram úr 1. deild
karla Dragostytturnar fyrir háttvísi.
Háttvísiverðlaun í öðrum deildum
fengu Fylkir í úrvalsdeild kvenna,
Hamrarnir og ÍA í 1. deild kvenna,
Völsungur í 2. deild kvenna, Magni í
2. deild karla, Berserkir í 3. deild
karla og Geisli úr Aðaldal í 4. deild
karla. skuli@mbl.is
Valur hafði betur gegn FH, 4:0,
þegar liðin áttust við í A-deild
Lengjubikarskeppni kvenna í
knattspyrnu í Egilshöllinni.
Þetta var eini leikurinn sem
spilaður var í A-deildinni en leikj-
um Breiðabliks og ÍBV og Stjörn-
unnar og Þórs/KA var frestað
vegna veðurs.
Valskonur gerðu út um leikinn
gegn FH-ingum í fyrri hálfleik en
staðan eftir hann var 3:0. Hlín Ei-
ríksdóttir og Ásdís Karen Hall-
dórsdóttir sáu um að skora mörk-
in fyrir Valsmenn en þær skoruðu
tvö mörk hvor fyrir Hlíðarenda-
liðið.
gummih@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Barátta Hart barist um boltann í viðureign Vals og FH í Egilshöllinni.
Öruggur sigur hjá Valskonum