Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Lengjubikar karla
A-deild, 3. riðill:
Fjölnir – Víkingur Ó. ....................... frestað
Stjarnan 6, Haukar 4, Fjölnir 1, Keflavík
1, Víkingur Ó. 0, Leiknir R. 0.
Lengjubikar kvenna
A-deild:
Breiðablik – ÍBV ...................................... 8:0
Agla María Albertsdóttir 33., 44., 63., 71.,
Guðrún Gyða Haralz 6., 69., Sólveig Jó-
hannesdóttir Larsen 36., Alexandra Jó-
hannsdóttir 47.,
Breiðablik 6, Valur 6, ÍBV 0, Stjarnan 0
Þór/KA 0, FH 0.
Tyrkland
B-deild:
Elazigspor – Giresunspor....................... 2:1
Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik-
inn með Elazigspor sem er í sjöunda sæti
deildarinnar, tveimur stigum frá umspils-
sæti.
Evrópudeild UEFA
32ja liða úrslit, seinni leikur:
CSKA Moskva – Rauða stjarnan............ 1:0
CSKA áfram, 1:0 samanlagt.
Spánn
Leganés – Real Madrid ........................... 1:3
Staða efstu liða:
Barcelona 24 19 5 0 62:11 62
Atlético Madrid 24 16 7 1 36:9 55
Real Madrid 24 14 6 4 58:27 48
Valencia 24 14 4 6 47:28 46
Sevilla 24 12 3 9 31:35 39
Villarreal 24 11 5 8 35:29 38
Eibar 24 10 5 9 32:36 35
Girona 24 9 7 8 34:30 34
Getafe 24 8 9 7 29:21 33
Real Betis 24 10 3 11 41:50 33
Leikjum í Meistaradeild Evrópu og
ensku B-deildinni var ekki lokið þegar
Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöld.
KNATTSPYRNA
Danmörk
Aalborg – Skjern ................................. 25:27
Arnór Atlason skoraði 1 mark fyrir Aal-
borg en Janus Daði Smárason og Darri Ar-
onsson skoruðu ekki. Aron Kristjánsson
þjálfar liðið.
Tandri Már Konráðsson skoraði 1 mark
fyrir Skjern.
Tvis Holstebro – Mors-Thy ................ 32:22
Vignir Svavarsson skoraði ekki fyrir
Holstebro.
Frakkland
Cesson-Rennes – Aix........................... 16:19
Geir Guðmundsson og Guðmundur
Hólmar Helgason léku ekki með Rennes
vegna meiðsla. Ragnar Óskarsson er að-
stoðarþjálfari liðsins.
Noregur
Kolstad – Elverum .............................. 28:33
Þráinn Orri Jónsson skoraði 4 mörk fyr-
ir Elverum.
Byåsen – Fredrikstad ......................... 31:21
Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 2 mörk
fyrir Byåsen.
Svíþjóð
Kristianstad – Alingsås ...................... 24:23
Ólafur A. Guðmundsson skoraði 3 mörk
fyrir Kristianstad en Gunnar Steinn Jóns-
son og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu
ekki.
Ricoh – Aranäs..................................... 39:18
Daníel Freyr Andrésson varði 14 skot í
marki Ricoh, þar af tvö víti, og skoraði auk
þess eitt mark.
Hammarby – Lugi ............................... 20:29
Örn Ingi Bjarkason lék ekki með Hamm-
arby vegna meiðsla.
Spánn
Barcelona – Ademar León ................. 28:20
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir
Barcelona.
HANDBOLTI
Dominos-deild kvenna
Haukar – Keflavík ................................ 81:63
Njarðvík – Breiðablik .......................... 66:70
Stjarnan – Skallagrímur...................... 64:73
Staðan:
Haukar 20 15 5 1605:1400 30
Valur 20 15 5 1599:1429 30
Keflavík 20 13 7 1632:1498 26
Stjarnan 20 11 9 1489:1391 22
Skallagrímur 20 9 11 1465:1533 18
Breiðablik 20 9 11 1402:1479 18
Snæfell 20 8 12 1433:1499 16
Njarðvík 20 0 20 1217:1613 0
1. deild kvenna
KR – Ármann...................................... 102:55
Staðan:
KR 20 20 0 1739:1022 40
Fjölnir 19 15 4 1372:1128 30
Þór Ak. 19 12 7 1244:1133 24
Grindavík 19 9 10 1271:1294 18
ÍR 21 8 13 1063:1270 16
Hamar 19 4 15 1030:1288 8
Ármann 19 0 19 884:1468 0
KÖRFUBOLTI
um leikmennina aftur eftir 7-8 vikur
og berum þá hópana saman. Kenning
okkar gengur út á að þær sem æfa í
vatninu verði ekki kraftminni né út-
haldsminni. Þolið muni aukast jafn
mikið hjá báðum hópunum. Ýmsir aðr-
ir þættir eins og hraði eru síðan á
könnu knattspyrnuþjálfaranna. Gangi
þetta eftir þá er hægt að auka úthald
þannig að álagið á líkamann verður
mun minna til dæmis varðandi mjaðm-
ir, bak, nára og fleira.“
Mo Farah æfir í vatni
Ben Waller segir æfingar í vatni
hafa verið notaðar í einhverjum mæli
fyrir íþróttafólk í þolgreinum eins og
hlaupara en hann veit ekki til þess að
fótboltalið hafi notað slíka þjálfun.
Ekki nema þá sem æfingar sem hægt
sé að framkvæma þegar meiðsli koma
Breiðabliki eru komnar ofan í sund-
laug.
Samanburðarhópar búnir til
Um er að ræða 2.og 3. flokk kvenna
hjá Breiðabliki sem tekur þátt í til-
rauninni. Samanburðurinn er fenginn
með því að láta helming hópsins gera
úthaldsæfingar, sem tilheyra und-
irbúningstímabilinu í lauginni, en hinn
helmingurinn gerir þær á landi með
þeim hætti sem verið hefur í fótbolt-
anum.
„Við mældum allan hópinn, um 55
stelpur, áður en haldið var af stað.
Mældum úthald, stökkkraft, skotkraft
og fleira áður en hópnum var skipt
upp í tvo hópa. Allar eru þær á fót-
boltaæfingum þrisvar í viku en æfing-
arnar eru aðeins styttri en áður miðað
við undirbúningstímabilið. Við það
bætast þrjá þolæfingar á viku sem eru
um 35-45 mínútur hver. Helmingurinn
gerir þolæfingarnar í vatni en hinn
helmingurinn á landi. Við reynum að
stjórna æfingamagninu og eðli æfing-
anna þannig að samanburðurinn sé
raunhæfur. Hugmyndin er að við mæl-
TILRAUN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Áhugaverð tilraun fer um þessar
mundir fram í Kópavogslauginni. Þar
er um að ræða samstarf hjá Knatt-
spyrnudeild Breiðabliks, Háskólanum
í Reykjavík og Jyväskylä-háskólanum
í Finnlandi. Ingi Þór Einarsson, að-
júnkt á íþróttafræðisviði hjá HR, er
ásamt Bretanum Ben Waller að kanna
hvort hægt sé að byggja upp sambæri-
legt úthald hjá knattspyrnufólki með
æfingum í vatni eins og á landi.
Segja þeir margt benda til þess og
sé það raunin væri ávinningurinn fyrir
knattspyrnufólk minna álag á stoð-
kerfið og liðina. Sem getur þýtt minni
meiðslatíðni og mögulega lengri feril í
íþróttinni. Slíkt hefur ekki verið rann-
sakað nema að takmörkuðu leyti hing-
að til hvort sem um er að ræða hér-
lendis eða erlendis.
„Flestir hafa talið að ekki sé hægt
að ná upp jafn miklu þoli með úthald-
sæfingum í vatni eins og með hlaup-
um. Þess vegna hefur íþróttafólk að-
allega æft í vatni þegar það er í
endurhæfingaferli vegna meiðsla (fyr-
ir utan sundfólkið eins og gefur að
skilja). Til dæmis eftir krossbandsslit
sem dæmi og árangur slíkra æfinga er
vel þekktur. Við teljum að hægt sé að
nýta æfingar í vatni miklu meira,“
sagði Ingi þegar Morgunblaðið spjall-
aði við hann og Waller. Þegar þá lang-
aði til að kanna málið betur fóru þeir á
fund með fræðslunefnd KSÍ þar sem
sitja Arnar Bill Gunnarsson og Dagur
Sveinn Dagbjartsson. Sýndu þeir mál-
inu mikinn áhuga sem og formaðurinn
Guðni Bergsson.
„Guðni nefndi lauslega við okkur
dæmi frá þeim tíma þegar hann lék
með Bolton. Í framhaldinu settum við
okkur í samband við Blikana sem voru
mjög áhugasamir og hafa sýnt okkur
geysilega mikinn stuðning. Hákon
Sverrisson og Ásmundur Arnarsson
sem þjálfa hjá Breiðabliki eru fag-
menn og opnir fyrir nýjum hug-
myndum,“ sagði Ingi þegar hann fór
yfir tildrög þess að fótboltastelpur í
í veg fyrir hefðbundnar æfingar
„Nú horfir málið hins vegar þannig
við að Mo Farah (margfaldur heims-
og ólympíumeistari í 5.000 og 10.000
metra hlaupum) æfir nærri daglega í
vatni til að geta æft meira en ella. Með
þeim hætti minnkar hann líkurnar á
því að verða fyrir álagsmeiðslum
vegna æfingaálags þótt hann bæti við
klukkutíma á dag í æfingar.
Slíkt ætti því einnig að nýtast
íþróttaliðum. Ég vinn til dæmis með
íshokkíliðum í Finnlandi og þar er
gríðarlegt leikjaálag meðan á keppn-
istímabilinu stendur. Þeir þurfa að ná
sér á milli leikja en um leið að halda
sér í æfingu með aðferðum sem ekki
hafa slæmar afleiðingar fyrir líkam-
ann,“ sagði Waller sem búsettur hefur
verið í Finnlandi um árabil og starfar
þar.
Telja að nýta megi æfinga
Áhugavert samstarf í gangi milli
tveggja háskóla og Breiðabliks
Fótboltastúlkur í þrekæfingum
í vatni Gæti dregið úr meiðslatíðni
Tilraunin
» Ingi Þór Einarsson er Keflvík-
ingur og starfar sem auðjúnkt í
íþróttafræði í Háskólanum í
Reykjavík. Hann þjálfaði áður
sund og starfar náið með Íþrótta-
sambandi fatlaðra að afreks-
málum.
» Ben Waller er Englendingur en
hefur búið í Finnlandi í á annan
áratug. Starfar við Jyväskylä-
háskólann. Er menntaður sjúkra-
þjálfari.
» Nemendur í íþróttafræði í HR
og Jyväskylä vinna einnig að
rannsókninni en þau eru: Ella
Nurmi frá Finnlandi, Fanney Þóra
Þórsdóttir, Guðný Erna Bjarna-
dóttir, Gunnar Egill Benonýsson
og Eyþór Ernir Oddsson.
Á ÁSVÖLLUM
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Haukar unnu ríkjandi Íslands- og bik-
armeistara Keflavíkur í þriðja sinn í vet-
ur, 81:63, á Ásvöllum í gærkvöldi í 20.
umferð Dominos-deildar kvenna og
skelltu sér þar með á toppinn.
Um var að ræða mikilvægan leik í
toppbaráttunni en Haukar hófu kvöldið
í öðru sæti og Keflvíkingar í því þriðja.
Fyrir utan ágætan fyrsta leikhluta náðu
meistararnir sér aldrei á strik og voru
undir á flestum stöðum. Landsliðskonan
Helena Sverrisdóttir var, eins og svo oft
áður, frábær í leiknum; skoraði 27 og
var með 16 fráköst en Keflvíkingar réðu
ekkert við hana sem og Whitney Mic-
helle Frazier. Sú bandaríska var með 25
stig og 17 fráköst. Haukar náðu heilum
60 fráköstum í leiknum enda voru
heimamenn miklu frekari undir körf-
unni. Hafnfirðingar hafa nú unnið níu
deildaleiki í röð og sitja á toppi deild-
arinnar að 20 umferðum loknum, en
liðið virkar hreint óstöðvandi um þess-
ar mundir. Var þetta þriðji sigur
Hauka gegn Keflvíkingum og virðast
þeir hafa gott tak á meisturunum, sem
gæti komið sér vel í úrslitakeppninni.
Keflavík tapaði sínum öðrum leik í
röð í gærkvöldi og hlýtur það að vera
áhyggjuefni, hversu bitlaust liðið var.
Hin bandaríska Brittany Dinkins skil-
aði sínu, skoraði 31 stig en meistararnir
þurfa betra framlag frá öðrum leik-
mönnum sóknarlega. Keflvíkingar tóku
aðeins fjögur sóknarfráköst á móti 17
hjá Haukum og segir það ýmislegt um
gang leiksins.
Færðust nær Stjörnunni
Skallagrímur komst nær Stjörnunni
með sigri 73:64 þegar liðin mættust í
Garðabænum. Stjarnan er í 4. sæti með
22 stig en Skallagrímur er í 5. sæti með
18 stig.
Breiðablik hafði betur gegn Njarðvík
70:66 í jöfnum leik í Njarðvík. Njarð-
víkingar eru enn án stiga á botninum
en Breiðablik hefur 18 stig eins og
Skallagrímur.
Haukar unnu í þriðja sinn
Meisturunum frá Keflavík gengur illa gegn Haukum í vetur Skallagrímur og
Breiðablik færðust nær Stjörnunni Eru fjórum stigum á eftir Garðbæingum
Schenker-höllin, Dominos-deild
kvenna, miðvikudag 21. febrúar 2018.
Gangur leiksins: 7:6, 9:11, 16:17,
20:19, 27:21, 31:23, 33:25, 43:32,
48:36, 56:45, 61:49, 71:49, 72:51,
74:54, 81:56, 81:63.
Haukar: Helena Sverrisdóttir 27/16
fráköst/7 stoðsendingar, Whitney Mic-
helle Frazier 25/17 fráköst/7 stoð-
sendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 13/
11 stoðsendingar, Anna Lóa Ósk-
arsdóttir 4, Dýrfinna Arnardóttir 4/5
fráköst, Magdalena Gísladóttir 3, Sig-
rún Björg Ólafsdóttir 3, Rósa Björk
Pétursdóttir 2.
Fráköst: 37 í vörn, 12 í sókn.
Keflavík: Brittanny Dinkins 31, Thelma
Dís Ágústsdóttir 12/5 fráköst, Embla
Kristínardóttir 6/4 fráköst, Elsa Al-
bertsdóttir 5, Irena Sól Jónsdóttir 3,
Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Erna Há-
konardóttir 2, Salbjörg Ragna Sævars-
dóttir 2.
Fráköst: 21 í vörn, 2 í sókn.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson,
Davíð Kristján Hreiðarsson, Halldór
Geir Jensson.
Áhorfendur: 56.
Haukar – Keflavík 81:63