Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Mér finnst það vera mikil synd að íslenskir körfubolta- áhugamenn skuli ekki fá að sjá Lauri Markkanen leika með landsliði Finnlands í Laugardals- höllinni á föstudagskvöldið. Eins og margir aðrir hreifst ég af þessum tvítuga Finna í loka- keppni Evrópumótsins í Helsinki í haust. Hann gæti hæglega orð- ið besti körfuboltamaður í sögu Norðurlanda og þótt víðar væri leitað. Piltur er engin smásmíði, 2,13 m á hæð, en er samt með frá- bærar hreyfingar og tækni og hann sá alfarið til þess að Finnar komust í 16-liða úrslitin á EM. Markkanen er orðinn leik- maður Chicago Bulls í NBA- deildinni og fær þar með ekki að spila með finnska landsliðinu í undankeppni heimsmeistara- mótsins á meðan keppni er í gangi þarna vestanhafs. Það þýðir að Finnar geta í mesta lagi notað hann í tveimur leikjum af sex í undankeppninni, tveimur síðustu leikjum riðilsins næsta sumar. Auðvitað þýðir þetta um leið að sigurmöguleikar Íslands í leiknum verða meiri. Íslenska lið- ið veitti því finnska, með Markk- anen innanborðs, harða keppni í Helsinki í haust og úrslitin réð- ust ekki fyrr en undir lokin. En það er bölvað svindl að fá ekki að nota sína bestu menn. Leikmenn margra af bestu liðum Evrópu fá heldur ekki frí þar sem keppni í Evrópudeildinni (Euro- league) er áfram í gangi þó ann- ars sé landsleikjahlé. Kannski er ekki langt í að við Íslendingar eignumst í annað sinn leikmann í NBA-deildinni. En þeirri tilhugsun fylgja blendnar tilfinningar. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég hef verið í stífri endurhæfingu sem hefur gengið vel. Stefnan er sett á að geta leikið aftur hand- bolta um miðjan eða í lok mars,“ sagði Guðmundur Hólmar Helga- son, handknattleiksmaður hjá franska liðinu Cesson-Rennes. Hann hefur meira og minna verið frá keppni síðasta árið, fyrst vegna meiðsla í ökkla og frá í haust vegna brjóskloss í baki. „Það var tekin ákvörðun um að fara ekki í aðgerð heldur vinna á brjósklosinu með æfingum og það virðist hafa gengið vel. Ég fór síð- ast í sneiðmyndatöku í janúar þar sem í ljós kom að brjósklosið hafði dregist eitthvað saman. Síðan þá hefur þjálfarateymið hérna úti hægt og bítandi aukið álag og nú nýlega byrjaði ég að hlaupa og hoppa,“ sagði Guðmundur Hólmar sem hefur ekki átt sjö dagana sæla á handknattleikssviðinu undanfarið ár. Hann hafði rétt náð sér af ökklameiðslunum í haust þegar bakið gaf sig. „Ég byrjaði að spila en fann til í baki. Fyrst kunni ég ekki við að kvarta yfir verkjum í bakinu eftir að hafa verið frá keppni í sjö mán- uði vegna ökklameiðsla. Ég reyndi að harka af mér en svo kom að því að það gekk ekki lengur,“ sagði Guðmundur Hólmar sem náði þremur leikjum með Cesson Renn- es á haustmánuðum áður en við tók meðferð vegna brjóskloss. Hafa sýnt mikinn skilning „Kannski gerði þessi þrjóska illt verra, hver veit,“ sagði Guðmundur Hólmar sem ber lof á þjálfarateymi Cesson-Rennes en það hefur sýnt honum mikinn skilning á undan- förnu ári. „Við höfum tekið viku fyrir viku í endurhæfingunni. Þeir hafa ekkert pressað á mig að byrja að spila aftur heldur sýnt mér þol- inmæði auk þess sem menn hafa allir verið á einu máli um að forð- ast beri aðgerð eins lengi og mögu- legt er.“ Guðmundur Hólmar segir endur- hæfingaferlið hafa verið tímafrekt. Álagið hafi verið aukið jafnt og þétt og rækilega farið yfir það viku fyr- ir viku hvernig líkaminn svarar auknu álagi. „Við höfum jafnt og þétt nánast verið að prófa okkur áfram dag frá degi hvernig lík- aminn bregst við. Til þessa hefur gengið vel en vel að merkja þá hef ég ekki verið í neinum átökum til þessa heldur meira og minna æft einn. Hingað til hefur gengið vel, sjö, níu, þrettán, vonandi verður svo áfram,“ sagði Guðmundur Hólmar og viðurkennir að það hafi verið mikill sigur að mega byrja að hlaupa á nýjan leik og finna ekki fyrir verkjum. Kostir íslenska íþróttasamfélagsins Guðmundur Hólmar hefur víða leitað fanga varðandi uppbyggingu vegna brjóskloss. Hann segist hafa rætt við marga íþróttamenn heima á Íslandi sem hafa gengið í gegnum svipuð meiðsli og ekki farið í að- gerð, heldur þjálfað brjósklosið úr sér. „Ég hef ekki aðeins verið í sambandi við handboltamenn held- ur fleiri íþróttamenn og fengið að leita í þeirra reynslubrunn. Allt þetta hefur komið sér vel og sýnt kosti íslenska íþróttasamfélagsins sem er ekki stórt, sem auðveldar mjög samskipti manna á milli.“ Guðmundur Hólmar segir end- urhæfinguna hafa verið erfiða en aðalatriðið sé að fara ekki of geyst. „Það er auðvelt að fara fram úr sér, sérstaklega þegar maður hætt- ir að finna fyrir verkjum í bakinu. Þá er hættan sú að maður telji sig hafa náð fullum bata og geti farið á fullu í slaginn. Nauðsynlegt er að halda toppstykkinu rólegu svo mað- ur fari ekki framúr sér.“ Viðræðurnar fóru í salt Samningur Guðmundar Hólmars við Cessen-Rennes rennur út í lok leiktíðar í vor. Hann segir fram- haldið vera óvíst. „Framhaldið ræðst af því hversu vel mér gengur að jafna mig. Áður en bakið gaf sig í haust vorum við komnir vel á veg við að ræða við forráðamenn fé- lagsins um nýjan samning. Við- ræður fóru vitanlega í salt þegar ég meiddist aftur. Vonandi getum við tekið upp þráðinn í apríl gangi áætlanir okkar um endurkomu á völlinn í síðari hluta næsta mán- aðar. Ég skil vel að menn vilji ekki halda áfram viðræðum við mig um nýjan samning meðan líkamleg heilsa mín er í óvissu,“ sagði Akur- eyringurinn Guðmundur Hólmar. „Ég hef ekki leikið handbolta að ráði í ár. Þess vegna er ekkert óeðlilegt að framhald viðræðna um nýjan samning séu á ís.“ Gera atlögu að landsliðinu Guðmundur Hólmar á að baki 25 A-landsleiki og var í landsliðs- hópnum á EM 2016 undir stjórn Arons Kristjánssonar og á HM árið eftir þegar Geir Sveinsson var landsliðsþjálfari. Guðmundur Hólmar segir það vera eitt af markmiðum sínum þegar hann verður búinn að ná heilsu að gera atlögu að sæti í landsliðinu á nýjan leik og þá undir stjórn þriðja lands- liðsþjálfarans, Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, sem tók nýverið við starfi landsliðsþjálfara af Geir. „Ég hef leikið undir stjórn Arons og Geirs. Ef maður nær að rífa sig upp þá væri gaman að leika undir stjórn Guðmundar [Þórðar Guð- mundssonar]. Það er draumur allra að vinna sér sæti í landsliðinu og taka þátt í stórmótum. Markmiðið er sett á landsliðið á nýjan leik,“ sagði Guðmundur Hólmar Helga- son, handknattleiksmaður hjá Cess- on-Rennes í Frakklandi. Sigur að finna ekki verki  Guðmundur Hólmar Helgason vonast til að spila á ný með Cesson Rennes í mars  Eftir ökklameiðsli tók brjósklos við  Náði þremur leikjum á milli Ljósmynd/Foto Olimpik Landsliðið Guðmundur Hólmar Helgason vonast til að geta minnt Guðmund Þ. Guðmundsson, nýjan landsliðsþjálf- ara, á sig áður en langt um líður. Guðmundur hefur spilað 25 landsleiki og tók þátt í EM 2016 og HM 2017. Örvhenta skyttan frá Akureyri, Geir Guðmundsson, sneri sig á ökkla á æfingu með Cesson- Rennes í fyrradag og lék því ekkert með liðinu í gær þegar það mætti Aix á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknatt- leik. Fyrst var útlitið ekki bjart og jafnvel talið að hann væri brotinn en að lokinni myndatöku var það útilokað. Hinsvegar er ekki loku fyrir það skotið að tognað hafi á liðböndum en Geir þarf að gangast undir aðra skoð- un til þess að fá nánari upplýs- ingar um ástand ökklans. Hins- vegar þykir ljóst að hann verður frá keppni um skeið af þessum sökum. „Ég vona að liðböndin séu bara tognuð en ekki rifin eða slitin. Mér líður mun betur í dag en í gær þannig að ég er bjartsýnn á að þetta sé ekki mjög alvarlegt,“ sagði Geir við Morgunblaðið í gær. Geir hefur skorað 20 mörk fyrir Cesson- Rennes á keppn- istímabilinu. Cesson- Rennes er í harðri baráttu við Tremblay, Saran, Massy og Ivry við að forð- ast fall úr frönsku 1. deildinni og má illa við áföllum í leikmannahópi sínum um þessar mundir. Ragnar Ósk- arsson er aðstoðarþjálfari Ces- son-Rennes. Geir er að ljúka síðara ári sínu af samningi við Cesson-Rennes en hann kom til félagsins frá Val sumarið 2016. Þar áður hafði Geir leikið um árabil með Ak- ureyri en hann lék upp yngri flokkana með Þór á Akureyri. Hann á tvo A-landsleiki að baki. iben@mbl.is Geir Guðmundsson Bjartsýnn á að meiðslin séu ekki alvarleg Auk þeirra frænda Guðmundar Hólmars Helgasonar og Geirs Guð- mundsson í herbúðum Cesson- Rennes leika tveir Íslendingar til viðbótar í efstu deildum franska handboltans um þessar mundir. Hinn þrautreyndi landsliðsmaður Ásgeir Örn Hallgrímsson er leik- maður Nimes í efstu deild eins og þeir frændur. Ásgeir Örn hefur ver- ið í franska handboltanum frá árinu 2012. Fyrstu tvö árin var hann leik- maður stórliðsins Paris SG en flutti sig um set suður á Ríveruna sumarið 2014 og samdi við Nimes. Ásgeir Örn er samningsbundinn Nimes fram á mitt næsta ár, 2019. Mariam Eradze, 19 ára, er samn- ingsbundin 1. deildarliðinu Toulon. Mariam er dóttir Rolands Eradze handknattleiksþjálfara sem árum saman lék hér á landi auk þess sem hann lék 52 A-landsleiki fyrir Ísland á fyrsta áratug aldarinnar. Móðir Mariam er Natalia Ravva sem var með öflugri blakkonum hér á landi um árabil. Natalia og Roland eru frá Georgíu en fluttu hingað til lands upp úr aldamótum. Mariam vakti athygli fyrir leikni í handknattleik og blaki hér landi og lék m.a. handbolta með Fram áður en hún flutti til Frakklands til náms auk þess að leika með ungmennaliði Toulon. Mariam hefur einnig leikið með unglingalandsliðum Íslands í handknattleik og í blaki. Hún hefur jafnt og þétt styrkt stöðu sína innan félagsins, hefur leikið nokkra leiki með aðalliði Toulon í efstu deild franska handknattleiksins á þessu keppnistímabili. iben@mbl.is Fleiri en frændurnir tveir sem leika með frönskum félögum Ásgeir Örn Hallgrímsson Mariam Eradze Birna Berg Har- aldsdóttir, leik- maður Aarhus United, var valin í lið 18. umferðar dönsku úrvals- deildarinnar sem fram fór um síð- ustu helgi. Hún lék afbragðsvel þrátt fyrir erfið meiðsl í hné og skoraði 6 mörk þegar Árósaliðið vann Ringkøbing, 24:20, á heima- velli. „Ég næ ekki að æfa á fullu og það tekur mig tvo til þrjá daga að jafna mig og ná bólgum úr hnénu niður eftir leiki,“ sagði Birna Berg í samtali við Morgunblaðið í gær en hún hefur leikið mikið með Árósalið- inu í síðustu þremur leikjum þrátt fyrir erfið meiðsli en í byrjun árs byrjun rifnaði bæði innri og ytri lið- þófi í öðru hné hennar. Hún segir þetta spurningu um að þreyja þorr- ann og góuna. „Ég er því miður ekki betri i hnénu en næ að leika en sleppi að mestu að æfingum. Núna eru fjórir leikir eftir í deildinni og fyrir mig er þetta bara spurning um að klára þessa leiki, gleypa voltaren þangað til ég fer í aðgerð öðrum hvorum megin við páska,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir handknattleikskona. iben@mbl.is Ætlar sér að þreyja þorra og góu Birna Berg Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.