Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 6

Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018SJÁVARÚTVEGUR Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Pedrollo VXC Öflugar og traustar brunndælur Pedrollo NGA1 PRO Ryðfríar hringrásar- dælur Pedrollo Dælur F Vatnsdælur, miðflóttaafls frá 1,5-1,8 kW Neysluvatns dælusett með kút Pedrollo CK Olíu- dælur Pedrollo TOP 2 Nettar og meðfærilegar brunndælur Nýtt kvótatímabil er að hefjast í Rússlandi og að þessu sinni verður kvóta úthlutað til fimmtán ára í stað tíu áður. Með nýja tímabilinu verður líka 20% kvótans endurúthlutað til út- gerða og fiskvinnsla sem hafa ákveðið að endurnýja skip og vinnslubúnað, og er það gert til að hvetja til fjárfest- inga sem síðan eiga að leiða til hag- kvæmari veiða og aukinna gæða. Endurúthlutunin virðist ætla að ganga vel fyrir sig en íslensk skipa- hönnunar- og tæknifyrirtæki hafa notið góðs af og landað nokkrum stórum samningum við rússnesk sjávarútvegsfyrirtæki. Finnbogi Jónsson er stjórnar- formaður Knarr Maritime og búsett- ur í Moskvu með konu sinni Berglindi Ásgeirsdóttur sendiherra. Hann kveðst eiga erfitt með að skilja þær áhyggjur sem sumir hafa viðrað af því að endurúthlutun hluta fisk- veiðikvótans muni ekki duga til að gera fjárfestingar í rússneskum sjáv- arútvegi arðbærar. „Heildarveiðin á síðasta ári nam um 4,9 milljónum tonna og reiknað er með að á þessu ári veiði rússneski flotinn um 5 millj- ónir tonna sem yrði þá mesti afli sem Rússland hefur veitt í aldarfjórðung. Af heildarkvótanum eru 20% tekin til hliðar og endurúthlutað og þar af fara þrír fjórðu til þeirra sem fjárfesta í nýjum skipum og einn fjórði til fyr- irtækja sem fjárfesta í nýjum fisk- vinnslum.“ útskýrir Finnbogi. Fresti til að sækja um viðbótarkvóta lauk í desember í Vestur-Rússlandi en áfram er hægt að sækja um viðbót- arkvóta af tilteknum tegundum í austurhluta landsins. „Þegar er búið að samþykkja út- hlutun vegna fjárfestinga í 33 nýjum skipum og 23 landvinnslum, og þar af eru 27 skip á vestursvæðinu. Heildar- þorskveiðikvótinn á síðasta ári var tæp 500.000 tonn, svo ef gert er ráð fyrir að 100.000 tonnum af þorski verði endurúthlutað vegna fjárfest- inga mætti ætla að 75.000 tonn komi í hlut nýrra skipa og þá fyrst og fremst á vestursvæðinu. Breytilegt er eftir stærð skipanna hve mikið þau fá úr pottinum en að meðaltali gæti hvert þeirra verið að fá um 2.500 tonnum meira en ella í sinn hlut sem er ekki slæmt,“ segir Finnbogi en reikna má með að verðmæti þessa viðbótarafla jafngildi mörgum hundruðum millj- óna króna ár hvert. „Þá vekur athygli að kvótatímabilið er fimm árum lengra en venjulega, sem væntanlega er gert til að koma enn betur til móts við þá sem hafa fjárfest í endurnýjun skipa og vinnslutækja, og til að gefa greininni betri forsendur til að standa undir frekari fjárfestingum á kom- andi árum.“ Aðspurður hvort það geti komið sér illa fyrir íslenskan sjávarútveg að rússneskar útgerðir og vinnslur nú- tímavæðist segir Finnbogi að íslensk fyrirtæki þurfi lítið að óttast og þvert á móti geti þróunin verið jákvæð fyrir neyslu sjávarafurða á heildina litið. „Um þrír fjórðu af heildarfisk- veiðikvótanum veiðast Asíumegin, og munu fara að stærstum hluta á mark- að í þeim heimshluta. Þá er ekki að sjá að heildarframboð af villtum fiski í heiminum muni aukast og vaxandi áhersla á hollustu og betri lífsgæði ætti að leiða til meiri eftirspurnar eft- ir fiski í heiminum almennt. Það er ekkert sem segir að Ísland geti ekki áfram verið í fremstu röð og haldið sínu forskoti.“ Opna útibú viða Knarr Maritime er sameiginlegt markaðsfyrirtæki sex öflugra ís- lenskra fyrirtækja sem fást t.d. við skipahönnun, smíði kælibúnaðar og fiskvinnslubúnaðar. Haraldur Árna- son er framkvæmdastjóri Knarr en félögum innan Knarr hefur m.a. tek- ist að gera samninga um hönnun sex nýrra togara og eina stóra fisk- vinnslu í Austur-Rússlandi. Hvata- kerfi stjórnvalda, sem endurúthlutar kvóta, gerir það skilyrði að skipin séu smíðuð í rússneskum skipa- smíðastöðvum og hafa Knarr og Nautic, eitt af aðildarfélögum Knarr, þegar opnað útibú bæði í St. Péturs- borg og Moskvu. Ekki er ólíklegt að þjónustu- stöðvar verði opnaðar í Murmansk í norðri og Vladivostok í austri. Segir Haraldur að fleiri samningar gætu verið í burðarliðnum og hluti af því að selja tæknibúnað til rússnesks sjávarútvegs sé að viðskiptavinir þar í landi hafi greiðan aðgang að tækni- mönnum og varahlutum sem lagað geta bilanir og skemmdir. „Á næstu árum verður töluvert mikið af starfsfólki á vegum Frosts, Rafeyri og Skagans-3X bæði í Vest- ur- og Austur-Rússlandi og munum við einnig þurfa að finna tækni- menntað fólk sem getur lagt okkur lið og í framhaldinu annast þjónustu við viðskiptavini eftir að smíði og uppsetningu er lokið, hvort heldur um þjónustu við landvinnslu eða þjónustu við okkar skip og búnað er að ræða,“ segir Haraldur. „Í St. Pét- ursborg hefur Nautic fest kaup á Skipaverkfræðistofu sem hefur hlot- ið nafnið Nautic Russia og þar munu starfa 15 til 20 manns, sá rekstur mun halda utan um smíði togaranna sex í Severnaya skipasmíðastöðinni, ásamt öðrum verkefnum sem eru í burðarliðnum. Í Moskvu verður rek- in sölu- og þjónustuskrifstofa sem hefur hlotið nafnið Knarr Russia, sú skrifstofa mun sjá um rússneska markaðinn og er sú uppbygging- arvinna á fullum krafti hjá Knarr Maritime og aðildarfélögum.“ Stefna á 100 ný skip Þó svo að úthlutun úr 20% kvóta- pottinum sé nær lokið segir Finnbogi að þar með sé ekki sagt að rúss- neskur sjávarútvegur muni sitja með hendur í skauti og ekki ráðast í frek- ari fjárfestingar. „Endurnýjun skipa og tækja er ekki bara til þess gerð að fá skerf úr kvótapottinum, heldur á líka að bæta hagkvæmni grein- arinnar og lækka rekstrarkostnað. Í sumum tilvikum má reikna með að útgerðir muni geta veitt með tveimur nýjum skipum það sem þau veiddu áður með þremur, og bæði lækkað olíukostnað og annan rekstrar- kostnað.“ Þá telur Finnbogi ekki ósennilegt að einhver samþjöppun verði í rúss- neskum sjávarútvegi enda standi útgerðir og fiskvinnslur misvel að vígi, og þurfi að sameinast öðrum til að geta ráðist í nauðsynlegar fjár- festingar. Samþjöppunin mun þá verða innan tiltekinna héraða, því kvótann má ekki færa á milli svæða. „Áætlað hefur verið að á næstu fimm árum muni rússneskar út- gerðir panta allt að 100 ný skip.. Þegar hafa verið gerðir samningar um 33 skip og er áætluð fjárfesting í þeim um 50 milljarðar króna á ári næstu fimm árin.“ Rússneski flotinn nútíma- væddur af Íslendingum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Von er á mikilli endurnýjun skipa og vinnslutækja í rússneskum sjávarútvegi næstu fimm árin. Íslensk fyrirtæki hafa sætt lagi og opnað útibú í St. Péturs- borg og Rússlandi. Á næstu árum verður fjöldi Íslendinga á þeirra vegum starfandi í Vestur- og Aust- ur-Rússlandi. AFP Veiðimaður í borginni Kostroma norðaustur af Moskvu borar holu í ísilagt stórfjótið Volgu til að geta rennt fyrir fisk. Íslensk fyrirtæki verða með töluverð umsvif í Rússlandi á komandi árum vegna endurnýjunar skipa og fiskvinnsla. Enn er í gildi innflutningsbann á íslenskum fiski til Rússlands, en bannið var andsvar Rússa við við- skiptaþvingunum Vesturlanda vegna hernaðaraðgerða Rússa á Krímskaga. Finnbogi segir að það hljóti allir að vona að þau skilyrði skapist að unnt verði að aflétta þessum viðskiptahindrunum. „Sennilega hefur engin þjóð lið- ið jafn mikið fyrir viðskiptaþvinga- nirnar og Íslendingar, enda lok- aðist dýrmætur og stór markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir. Þegar tiltekinn markaður lokast í mörg ár og viðskiptavinurinn fær ekki vöruna, eins og meðal annars gildir um frysta loðnu, getur verið mjög erfitt að byggja slíkan mark- að upp á nýjan leik. Þetta er því í raun afar slæmt fyrir báða aðila.“ Ísland líður fyrir viðskiptaþvinganirnar Morgunblaðið/Kristinn Sala uppsjávartegunda hefur goldið fyrir deilur Vesturlanda við Rússa. Finnbogi Jónsson Haraldur Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.