Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 11

Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 11FRÉTTIR Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 Af síðum Töfrateppi? Airbnb hefur svipt hulunni af „áætlun sem mun gera öllum mögulegt að fara í ferðalag sem er töfrum líkast“. Brian Chesky, forstjóri heimagistingar- vefsíðunnar, bætti við: „Til að bera af þurf- um við að bjóða upp á kynngimagnaðar upplifanir, eins leit að trufflum …“ Airbnb hefur greinilega takmarka- lausan metnað fyrir nýjum tilraunum, og leyfði Chesky sínum innri Bósa ljósár að skína í gegn í síðasta mánuði þegar hann lýsti „óendanlegum tímaramma“ fyrirtækisins. Þetta viðhorf ætti að ergja suma fjárfesta og starfsmenn fyrirtækisins (fregnir herma að þeirra á meðal sé fjármálastjórinn Laurence Tosi, sem senn er á för- um), sem vilja minni töfra og meira raunsæi. Það er að segja að einblína á kjarnastarfsemina, sem er að leigja út herbergi, og jafnframt að skrá fyr- irtækið á markað á þessu ári. Sé litið svartsýnum augum á Airbnb sem ólíkt hinum einhyrnings- sprotanum, Uber, hefur ekki meiri trú á deilhagkerfinu en svo að vilja ekki deila eigin rekstrarreikningi með öðrum, þá er fyrirtækið farið að nálgast mettun, í það minnsta í þróuðum hagkerfum. Í nóvember lagði Morgan Stanley könnun fyrir viðskiptavini í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi og kom þá í ljós að hægt hafði á tíðni bókana. Það væri rökrétt að álykta sem svo að sum furðulegri útspil fyrirtækisins gefi til kynna að Airbnb leiti logandi ljósi að leiðum til að auka hjá sér tekj- urnar. Jafnvel þótt sumt af því sem Airbnb er að bralla virðist eins og fengið beint út úr gamanþáttum HBO, Silicon Valley, þá hefur Chesky tekist að byggja upp alvöru fyrirtæki, ef marka má þær tölur sem hafa náð að sleppa út. Hagnaður Airbnb fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 100 milljónum dala á síðasta ári, en til samanburðar var rekstrartap árið 2016. Jafnvel þótt hægt hafi á vextinum á sumum markaðssvæðum þá er Airbnb á fljúgandi siglingu í Rómönsku Ameríku og Asíu, og á heildina litið hefur bókunum fjölgað um 50%. Heyrst hefur að tekjur síðasta árs nemi 3,5 milljörðum dala og séu núna orðnar meira en 1 milljarður dala á ársfjórðungi. Það er sambærilegt við tekjur Uber, en án tapreksturs skutlþjónustunnar. Ein af fáum tölum sem Airbnb er meira en til í að opinbera er að það stefnir í að brúttótekjur af bókunum hjá Experiences- þjónustu fyrirtækisins, þar sem bóka má pláss í truffluleit, brimbretta- ferðir eða vínsmökkun, verða komnar upp í 200 milljónir dala árlega áður en þetta ár er á enda. Chesky gæti þurft að blíðka starfsmenn sína og suma fjárfestana með því að leyfa þeim að eiga meiri viðskipti með hlutabréfin, ef hann vill geta haldið áfram að þreifa sig áfram í næði. En hann virðist ekki skorta fjármagnið. Út í óendanleikann og áfram! LEX AFP Airbnb: Töfrateppi og trufflur Levi Strauss mun nota róbóta með leysigeislum til að framkalla snjáð og úthugsað götótt útlit sem neytendur sækjast eftir á gallafatnaðinum sín- um. Koma róbótarnir í stað heils her- skara af fólki um allan heim sem hef- ur það að starfi að „klára“ flíkurnar með því að berja þær til, pússa með sandpappír og jafnvel baka gallabux- urnar svo þær fái rétta útlitið. Fyrirtækið segir þetta stærstu breytingu sem gerð hefur verið í meira en áratug á aðfangakeðju sem dælir út meira en 1,5 milljón buxum ár hvert, og að árið 2020 verði róbót- arnir búnir að leysa af nær alla þá starfsmenn sem í dag fást við það krefjandi og stundum mengandi verkefni að fullkomna útlit fatnaðar- ins. Ár að koma hönnun á markað Með þessu á bæði að reyna að draga úr sóun og lækka kostnað og einnig stytta hönnunar- og fram- leiðsluferlið. Í dag tekur nærri því heilt ár að koma nýrri hönnun á markað, sem er of langur tími til þess að bregðast megi við örum tísku- breytingum. Levi Strauss, sem ekki er skráð í kauphöll, vill ekki upplýsa hve dýr fjárfestingin í róbótunum mun verða, en líklegt er að kostnaðinum verði velt yfir á seljendur fatnaðarins um allan heim. Róbótavæðingin er nýj- asta tilraun Chip Bergh til að nútíma- væða þetta 135 ára gamla fyrirtæki í San Francisco. Bergh, sem áður var einn af æðstu stjórnendum Procter & Gamble, var ráðinn framkvæmda- stjóri Levi Strauss árið 2011. „Þetta er framtíð gallabuxnafram- leiðslu,“ segir hann. Leysigeislavæðingin kemur í kjöl- far uppgjörs sem Levi Strauss birti í febrúar sem sýndi að hagnaður dróst saman um 3% árið 2017 og nam 281 milljón dala, á meðan tekjur á heims- vísu jukust um 8% og námu 4,9 millj- örðum dala. Bregðast við aukinni samkeppni Undanfarin ár hefur fyrirtækið þurft að glíma við æ harðari sam- keppni og vaxandi verðþrýsting frá hraðtísku-fyrirtækjum á borð við H&M, auk þess sem vinsældir hvers- dagslegs íþróttaklæðnaðar (e. ath- leisure) hafa haft áhrif. Stjórnendur Levi Strauss segja að það skipti sköpum fyrir samkeppn- ishæfni fyrirtækisins að gera fram- leiðsluna hraðari og „liprari“ svo bet- ur megi bregðast við síbreytilegum þörfum neytenda. Leysigeislar munu rista mystur í gallabuxurnar eftir stafrænni for- skrift með því að brenna burtu þunnt lag af yfirborði flíkurinnar. Á þessi tækni að geta gert gallabuxurnar klárar á 90 sekúndum, en til sam- anburðar tekur ferlið 6-8 mínútur þegar mannshöndin er notuð. Sumir fataframleiðendur hafa notað leysi- geislaróbóta í meira en áratug. Bara þrjár gerðir á lager Að sögn Bart Sights, forstöðu- manns vöruþróunar hjá Levi Strauss, hefur fyrirtækið það að markmiði að eiga aðeins þrjár grunngerðir af gallabuxum á lager, í ljósum, með- aldökkum og dökkum litatónum sem dreift verður um allan heim. Þessum grunngerðum má síðan breyta á augabragði í þúsund mismunandi út- færslur með hjálp leysigeislaróbóta sem staðsettir verða í nágrenni við lykilmarkaði til að geta fyllt upp í pantanir frá heildsölukaupendum. Eitt fyrsta færibandið þar sem leysigeislar verða notaðir við frá- gangsvinnu verður í dreifingar- miðstöð fyrirtækisins í Nevada. Hönnuðir í San Francisco senda þangað tölvuskrár og geta leysigeisl- aróbótarnir byrjað að fjöldaframleiða eftir hönnun þeirra innan nokkurra mínútna og gallabuxurnar verið komnar í hendur kaupenda í næsta nágrenni á nokkrum klukkustundum. „Þetta færir okkur nær því að framleiða það sem við seljum,“ bætir Sights við. Buxur hannaðar í símanum Þegar fram í sækir ættu við- skiptavinir líka að geta notað sömu stafrænu tólin til að panta buxur alveg eftir sínu höfði, ýmist inni í verslunum eða jafnvel með því að senda næsta leysigeislaróbóta fyrir- mæli í gegnum snjallsíma. „Það er auðvelt að sjá það fyrir sér. Þegar við útskýrum ferlið fyrir fólki þá er þetta eitthvað sem flestum dettur í hug,“ segir Sights. Leysigeislarnir eru bara nýjasta dæmið um hvernig sjálfvirkni er farin að leika stærra hlutverk í vörufram- leiðslu á 21. öld. Hún undirstrikar líka nýja tegund af samkeppni sem millj- ónir launafólks í þróunarlöndum eins og Bangladess og Mexíkó, sem starfa í vinnuaflsfrekum atvinnugeirum eins og fataframleiðslu, munu líklega standa frammi fyrir á komandi árum. Samkvæmt tölum Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar vinna meira en 40 milljónir manna við framleiðslu á fatnaði bara í þróunarlöndum Asíu. Levi Strauss skiptir út starfsfólki fyrir leysigeisla Eftir Shawn Donnan Hið 135 ára Levi Strauss hyggst nota róbóta til þess að framkalla snjáð útlit gallabuxna og kannski þess sé ekki langt að bíða að maður geti hannað sín- ar eigin buxur í símanum. Levi Strauss hyggst bjóða þrjár grunngerðir af gallabuxum sem má breyta á augabragði í þúsund mismunandi útfærslur með hjálp leysigeislaróbóta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.