Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018SJÓNARHÓLL
MIKIÐ ÚRVAL
ELDHÚSVASKA
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050
www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
ÁRNI SÆBERG
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherravar í viðtali á Sprengisandi fyrir nokkru. Þarsagði hann meðal annars að ýmsar ákvarðanir
í uppbyggingu og samþættingu samgöngukerfisins
hér á landi hefðu mátt vera betur ígrundaðar. Hann
sagði að ýmislegt hefði verið reynt, fjárfest og fram-
kvæmt á undanförnum árum, en með ákaflega mis-
jöfnum árangri. Nú blasi við tugmilljarða króna upp-
söfnuð viðhaldsþörf ofan á allar þær nýframkvæmdir
sem ráðast þarf í.
Þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson gekk á
ráðherra og spurði hvort skipulag samgöngumála
byggðist á einhvers konar heildarsýn. Því miður virð-
ist svo ekki vera. Sigurður Ingi taldi að slíkt samtal
hefði þurft að eiga sér stað fyrir mörgum árum. Þá
hefði átt að taka samgöngu-
mál þjóðarinnar föstum tök-
um, huga að því hvernig þau
mætti bæta út frá heild-
stæðri sýn, að teknu tilliti til
aukinnar notkunar – ekki
síst vegna sívaxandi ferða-
mannastraums. Fyrir vikið
er samgöngukerfið á Íslandi
að mörgu leyti hálfgerður
bútasaumur þar sem gríð-
arlegir fjármunir fara í að
viðhalda mannvirkjum sem
sennilega áttu ekki rétt á
sér.
Ljósið í allri þessari erfiðu
umræðu kom loks þegar ráð-
herra impraði á mikilvægi spurningarinnar: Hvernig
myndum við gera þetta ef við kæmum að hreinu
borði?
Þegar taka þarf á nýjum vandamálum og áskor-
unum í þjóðfélaginu er okkur eðlislægast að grípa til
aðferða og aðgerða sem virðast kunnugleg. Fyrstu
viðbrögð eru oftar en ekki að gera áætlanir um
hvernig aðlaga megi gömlu lausnirnar að nýju við-
fangsefnunum. Í þessu felst gjarnan að mikilla út-
gjalda er krafist sem renna gjarnan til hagsmuna-
aðila sem eiga mikið undir því að áfram sé stuðst við
fyrri lausnir. Þess utan hefur nýleg rannsókn gefið til
kynna að 90% opinberra framkvæmda hafi farið fram
úr áætlunum á árunum 1990-2010 og að framúr-
keyrsla í tengslum við kostnað hafi numið að meðal-
tali 63%. Meira mætti fara fyrir umræðu um hvernig
nýta megi fé betur, auka arðsemi og framleiðni og
jafnvel um leið auka gæði bæta og þjónustu án auk-
ins kostnaðar. Alltof oft er verið að plástra yfir göm-
ul sár sem seint munu gróa nema með meiriháttar
inngripi.
Með inngripi í þessum skilningi er átt við að setj-
ast niður með autt blað og hugsa hlutina algjörlega
upp á nýtt; hvernig myndum við leysa nýja viðfangs-
efnið ef við þyrftum ekki að byggja á gömlum lausn-
um. Með slíkri nálgun er oft auðveldara að huga að
tækninýjungum og líta með opnum huga til þess
hvernig sambærileg viðfangsefni hafa verið leyst ann-
ars staðar. Í samgöngumálum má
nefna veggjöld og aðgangsstýr-
ingu bíla á álagstímum í Stokk-
hólmi og umfangsmikla nýtingu
rafrænna lausna í stjórnsýslu
Danmerkur. Mörg þessara verk-
efna eru einnig kjörin til samvinnu
ríkisins við háskóla og einkageir-
ann. Ríkið ætti í miklu meiri mæli
að leita út á við með áskoranir
sínar, veita aðgang að upplýs-
ingum og gögnum sem aðrir geta
nýtt í hugmyndavinnu og rann-
sóknir. Opin kerfi, nýting gervi-
greindar og hraðar tengingar gera
slíka samvinnumöguleika auðveld-
ari og öflugri en áður. Slík nálgun
gæti aukið samvinnu þvert á samfélagið og eflt ný-
sköpun sé rétt haldið á málum.
Þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar um lausn
á nýjum eða breyttum viðfangsefnum þá er reynsla
fyrri kynslóða hið dýrmætasta veganesti. En það
dugir ekki til eitt og sér. Hraðar breytingar kalla á
bæði gagnrýna hugsun og óbeislaðan sköpunarkraft.
Þegar forsendur breytast þurfa stjórnendur og leið-
togar að hafa dómgreind til þess að leggja vana-
bundna hugsun til hliðar og þora að setjast niður
með autt blað til þess að taka skynsamlegustu og
bestu ákvarðanir sem hægt er út frá viðfangsefnum
dagsins í dag, en ekki út frá lausnum gærdagsins.
VIÐSKIPTALÍF
Ásta Sigríður Fjeldsted
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Hreinsum borðið
”
Með inngripi í þessum
skilningi er átt við að
setjast niður með autt
blað og hugsa hlutina
algjörlega upp á nýtt;
hvernig myndum við
leysa nýja viðfangsefnið
ef við þyrftum ekki að
byggja á gömlum
lausnum.
VEFSÍÐAN
Þegar ferðast er út í heim getur
skipt miklu að sitja í góðu sæti. Að
sama skapi getur lélegt sæti gert
flugferðina erfiðari og leiðinlegri.
Allir vilja sæti þar sem gott pláss er
fyrir fæturna og helst vill enginn
sitja næst klósettunum eða á stað
þar sem ekki má halla sætinu aftur.
Útsjónarsamir ferðalangar nota
vefsíðuna Seatguru.com til að velja
það sæti sem þeim hugnast best.
Seatguru er búið að kortleggja
vandlega farþegarýmið í þotum nær
allra flugfélaga, svo að auðvelt er að
sjá hvaða sæti bjóða upp á mestu
þægindin. Ef notandinn flettir t.d.
upp flugi FI 455 með Icelandair frá
London til Keflavíkur kemur í ljós
að sætin í röð nr. 15 hallast ekki aft-
ur, enda eru þau við neyðarútgang,
og að í sætunum í fremstu og öftustu
röð Saga Class farrýmis gæti það
truflað farþegann hve stutt er í sal-
erni og vinnuaðstöðu flugþjóna.
Í flugi WOW air á sömu leið eru
það hins vegar sætin í 10. röð sem
ekki má halla aftur, og verst þykir
að sitja í öftustu sætaröðinni sem er
næst salerni og eldhúsi flugvélar-
innar.
Seatguru veitir líka greinargóðar
upplýsingar um þjónustu um borð,
s.s. hvort rafmagnsinnstunga er á
milli sætanna, hvort hægt er að
tengjast netinu og hvort boðið er
upp á góðar veitingar. ai@mbl.is
Til að finna langbesta
sætið í flugvélinni