Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 13

Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 13SJÓNARHÓLL HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R og og BÓKIN Auðvelt væri að afskrifa tónlistar- mennina Diddy, Dr. Dre og Jay-Z sem hverja aðra flinka listamenn sem kunna að semja gríp- andi lög og koma sér á framfæri. En ef að er gáð eiga þeir sér allir merkilega sögu og létu ekki erfið uppvaxtarár aftra sér frá því að klifra upp á toppinn í bandaríska afþreyingargeiranum þar sem þeir byggðu upp viðskiptaveldi í kringum sjálfa sig. Rappararnir þrír eru naskir við- skiptamenn, útsjónarsamir mark- aðsmenn og djarfir frumkvöðlar – fjölhæfir menningarjöfrar – sem hafa sett mark sitt á alla heims- byggðina. Um þetta fjallar ný bók eftir Zack O‘Malley Greenburg, rit- stjóra menningar- og afþreying- ardeildar Forbes. Bókin heitir 3 Kings: Diddy, Dr. Dre, Jay-Z, and Hip Hop‘s Multibillion-Dollar Rise. Höfundinum reiknast til að auð- æfi tónlistarstjarn- anna þriggja nemi samtals rösklega tveimur milljörðum dala, og það merki- lega er að tekjur þeirra af plötusölu og tónleikahaldi voru ekki það sem gerði þá svona ríka. Dr. Dre hafði t.d. 3 milljarða dala upp úr krafsinu þegar hann seldi Apple hlut sinn í heyrnartólaframleið- andanum Beats, Diddy framleiðir vodka undir merkinu Ciroc og Jay-Z hefur reynt að láta að sér kveða í tónlistarstreymisgeiranum með fyrirtækinu Tidal. Allir hafa þeir nýtt sér það að rappheimur- inn snýst um fleira en bara tónlist og er einn risastór markaður fyrir tískufatnað, kvikmyndir, raftæki og drykkjarvöru. ai@mbl.is Merkilegt ferðalag þriggja rappara á toppinn Um miðjan síðasta mánuð tilkynnti Bandaríkjastjórnað hún hygðist leggja á tolla á þvottavélar fram-leiddar í Suður-Kóreu og sólarsellur framleiddar í Kína. Auk þessa var tilkynnt um að fyrirhuguð væri hækk- un tolla á aðrar vörur framleiddar í Kína. Þessar aðgerðir eru liður í að uppfylla kosningaloforð Trumps forseta um að verja bandarískan iðnað fyrir erlendri samkeppni. Um- ræddar ákvarðanir munu eflaust auka spennu milli þessara ríkja, en þau eru stórir þátttakendur í alþjóðlegum við- skiptum á heimsvísu. Í þessari grein verður aukin verndar- hyggja í alþjóðaviðskiptum gerð að umtalsefni og hvaða úr- ræði standa ríkjum til boða sem fyrir verndarhyggjunni verða. Allar þjóðir byggja efnahag sinn að einhverju leyti á al- þjóðaviðskiptum. Um það er almenn sátt meðal hagfræð- inga (og annarra sérfræðinga) að með alþjóðlegum við- skiptum verða sköpuð efnahagsleg gæði sem auka almennt lífsgæði al- mennings. Þannig hafa alþjóðleg við- skipti milli landa gert einstökum löndum kleift að vinna gegn fátækt og auka efnahagslega velsæld þegna sinna. Svo dæmi sé nefnt, þá er talið að sú ákvörðun Kína, að opna hag- kerfi sitt fyrir alþjóðaviðskiptum árið 1979, hafi leitt til þess að 800 millj- ónir einstaklinga hafi brotist úr sárri fátækt. Þá var það ein röksemd fyrir aðild Íslands að EES-samningnum á sínum tíma að með samþykkt hans myndu einstaklingar og fyrirtæki hér á landi njóta umtalsverðs ávinn- ings vegna verulegrar lækkunar tolla og aukins aðgangs að innri markaði Evrópusambandsins. Jákvæð áhrif alþjóðaviðskipta á almenna hagsæld hefur lengi verið viðurkennd og þá sérstaklega sá hluti sem gerir þjóðum kleift að rísa úr sárri fátækt. Þannig sé þátttaka í al- þjóðaviðskiptum mun líklegri til að auka hagsæld þjóða heldur en t.d. þróunaraðstoð. Ban Ki-Moon, fyrrverandi að- alritari Sameinuðu þjóðanna, komst svo að orði í ræðu árið 2014: „International trade is an essential component of an integrated effort to end poverty, ensure food security and promote economic growth. An ounce of trade can be worth a pound of [development] aid. Trade can – and should – bene- fit everyone. That is why the international community sho- uld avoid protectionism.“ Þessi skoðun aðalritarans er í full- komnu samræmi við stefnu Bandaríkjanna frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Það er því ekki ofsögum sagt að stefnubreyting Banda- ríkjastjórnar veldur áhyggjum. Samkvæmt þeim hluta þjóðaréttarins sem fjallar um alþjóðleg viðskipti (e. int- ernational trade law) er ljóst að tiltekin úrræði standa bæði Suður-Kóreu og Kína til boða samkvæmt reglum Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar í Genf (e. World Trade Org- anization, WTO). Rétt er að geta þess að umræddar regl- ur, sem veita Suður-Kóreu og Kína þessi úrræði, voru samdar undir forystu Bandaríkjanna á árunum 1986-1994 í svokallaðri Uruguay samningalotu. Samkvæmt þessum reglum WTO geta þessi lönd höfðað mál á hendur Banda- ríkjunum og krafist þess að nefnd, sem starfar samkvæmt reglum WTO, skeri úr um það hvort umræddir verndar- tollar brjóti gegn Alþjóðasamn- ingi um tolla og vöruviðskipti frá 1994 (e. General Agreement on Tariffs and Trade, GATT). Kom- ist nefndin að slíkri niðurstöðu geta Suður-Kórea og Kína gripið til sinna eigin verndarráðstafana til að vega upp á móti neikvæðum afleiðingum verndartolla Banda- ríkjanna. Þrátt fyrir fyrrnefnda stefnu- breytingu Bandaríkjastjórnar þá er sú staða sem nú er uppi ekki fordæmalaus. Árið 2002 lagði George W. Bush sérstakan toll á stál framleitt í Kína og komst áfrýjunarnefnd innan WTO að þeirri niðurstöðu ári síðar að tollurinn bryti gegn reglum GATT samningsins. Bandaríkin voru hins vegar ósammála þeirri niðurstöðu og neituðu að afnema tollinn. Að fenginni þeirri afstöðu ákvað WTO að ákveðin viðskiptalönd Bandaríkjanna gætu lagt á viðbótartolla á bandarískar vörur, jafnvirði tveggja milljarða dollara. Sú niðurstaða leiddi til þess bandarísk yfirvöld afnámu verndartollinn. Það verður því áhugavert að fylgjast með þróun mála næstu misserin og þá hvort Kína og Suður-Kórea ákveða að höfða mál gegn Bandaríkjunum fyrir WTO stofnuninni og hvaða afleiðingar það kann að hafa á samskipti ríkjanna og alþjóðleg vöruviðskipti. Verndartollar LÖGFRÆÐI Finnur Magnússon hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands ” Svo dæmi sé nefnt, þá er talið að sú ákvörðun Kína, að opna hagkerfi sitt fyrir alþjóðavið- skiptum árið 1979, hafi leitt til þess að 800 milljónir einstaklinga hafi brotist úr sárri fátækt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.