Morgunblaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018 ÍS L E N S K A S IA .I S I T S 8 78 0 5 03 /1 8 Við leitum að öflugum kerfisfræðingi til að sjá um utanumhald og rekstur viðhalds- stýringarkerfisins (núna Maintenix) og annarra kerfa sem eru í notkun á Tæknisviði Icelandair. Viðfangsefnin eru margvísleg: dagleg þjónusta við kerfin, uppfærslur á kerfum, endurbætur, kennsla og gerð kennsluefnis um kerfin. STARFSSVIÐ: Nánari upplýsingar veita: HÆFNISKRÖFUR: Úrvinnsla beiðna sem tengjast tölvukerfunum, s.s. bilanir, endurbætur eða aðstoð Umsjón með uppfærslum á kerfunum Samvinna við forritarateymi Námskeið og þjálfun fyrir starfsfólk Tæknisviðs Icelandair í helstu tölvukerfum sem þar eru notuð Gerð kennsluefnis og uppfærslur á því Erla Dögg Haraldsdóttir, deildarstjóri I erlaha@its.is Sveina Berglind Jónsdóttir, mannauðsstjóri I sveinaj@icelandair.is Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á vef félagsins www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 18. mars 2018. Góð almenn tölvufærni og áhugi á upplýsingatækni Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi Góðir skipulagshæfileikar Þekking á helstu tölvukerfum Tæknisviðs Icelandair er kostur Vönduð og sjálfstæð vinnubrögð Færni í almennum samskiptum og samvinnu            VILTU VERÐA SÉRFRÆÐINGUR Í TÖLVUKERFUM TÆKNISVIÐS ICELANDAIR? Tannlæknastofan Glæsibæ óskar eftir góðum starfskrafti sem verður hluti af örtstækkandi liðsheild. Um fullt starf er að ræða og mikilvægt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsstöð yrði bæði í Glæsibæ og Faxafeni. Starfssvið • Aðstoða tannlækna fjórhent við stól • Sótthreinsun • Röntgenmyndatökur • Önnur tilfallandi störf Menntunar- og hæfniskröfur • Viðurkennt próf sem tanntæknir, hjúkrunar- fræðingur, leikskólakennari eða annað nám tengt heilbrigðissviði eða börnum • Frumkvæði og faglegur metnaður • Góðir samskiptahæfileikar • Rík þjónustulund og frumkvæði Í boði er fjölbreitt starf í jákvæðu og uppbyggjandi umhverfi. Vinnutími er frá kl. 8.00–16.00. Upplýsingar veitir Við tökum á móti umsóknum á netfangið thorunn@tlg.is. Frekari aðstoð veitir Þórunn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri í síma 899-1609 eða thorunn@tlg.is. Umsóknafrestur er til og með 19. mars nk. Um okkur Tannlæknastofan Glæsibær er framsækið og ört stækkandi tannlæknastofa sem býr vel að starfsfólki sínu. Við bjóðum upp á tannlækningar fyrir alla aldurs- hópa en á stofunni starfa níu tannlæknar, þar af fimm almennir tannlæknar, þrír sérfræðingar í barnatannlækningum og einn sérfræðingur í munn- og tanngervalækningum. Tíu starfsmenn til viðbótar eru til aðstoðar tannlæknum og er sérstaklega þjálfað til að sinna sem fjölbreyttustum hópi fólks, þar með talið börnum og einstaklingum með sérþarfir. Okkar markmið er að gera tannlæknaheimsóknina að ánægjulegri upplifun fyrir alla sem að henni koma og leggjum við okkur fram um að viðskipta- vinir okkar fái lausn sinna mála. Tannlæknastofan Glæsibæ – starf í boði Heimasíða er: puti.is Á dögunum fengu fulltrúar þeirra fyrirtækja sem komu að hönnun, uppsetningu og öðru viðvíkjandi lagnabúnaði í hátæknisetri Alvogen í Vatns- mýrinni í Reykjavíkur við- urkenningu Lagnafélags Ís- lands sem ber yfirskriftina Lofsvert lagnaverk. Við- urkenningin var afhent á Bessastöðum af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Ís- lands, en tilgangurinn með henni er að hvetja starfandi lagnamenn til góðra verka. Hátæknisetur Alvogegn er 13.000 fermetra bygging þar sem þróuð eru flókin líf- tæknilyf. „Heildarnið- urstaðan er í rauninni árang- ur af allt að tuttugu ára samstarfi eigenda, ráðgjafa og iðnaðarmanna og er öllum, sem að verkinu hafa komið, til sóma. Þeir einstaklingar, sem hér fá viðurkenningar eru frábærir, fagmenn, hver á sínu sviði. Hátæknisetrið og allt sem í því er, hið vand- aðasta og hefur þegar vakið athygli á háskólasvæðinu. Það gefur tilefni til heillaóska og ástæðu til að samgleðjast þeim, sem þar hafa unnið saman,“ segir í frétt frá Lagnafélagi Íslands. Þeir sem fengu viðurkenn- inguna Lofsvert lagnaverk voru fulltrúar Lagnatækni, Verkíss, Eflu, Rafmiðlunar hf., Blikksmiðju Einars hf., Blikksmiðsins hf., Íslofts, GH lagna ehf. og Karl Magnússon blikksmíðameistari. Hátæknisetrið til fyrirmyndar  Lofsvert lagnaverk hjá Alvo- gen  Hvatning til góðra verka Lagnafólk Forseti Íslands afhenti verðlaun Lagnafélags Ís- lands sem hugsuð eru sem hvatning til góðra verka. Breytingar standa nú fyrir dyrum þjónustuneti Arion- banka. Starfrænir möguleikar sem viðskiptavinir hafa til að sinna sínum málum verða efldir og starfsemi ýmissa úti- búa sem áfram starfa verður efld. Gildir það til dæmis um útibúin í Borgartúni og á Bíldshöfða í Reykjavík og á Smáratorgi í Kópavogi. Öll eru þau, segir í tilkynningu, þjónustukjarnar líkt og útibú- in í Borgarnesi, á Selfossi og á Akureyri. Í kjörnum býðst al- menn fjármálaþjónusta og ráðgjöf sérfræðinga. Þjónustukjarnar styrktir Jafnframt verður þjónusta í þjónustuveri efld. Bankinn horfir til sveigjanlegri af- greiðslutíma og fjölbreyttra samskiptaleiða en í dag er veitt þjónusta og ráðgjöf í gegnum síma, samfélags- miðla, netspjall og tölvupóst. Starfsemi útibúa Arion banka í Garðabæ og Hafnar- firði verður í sumar að hluta sameinuð þjónustukjarna á Smáratorgi í Kópavogi. Á sama tíma verður opnað útibú í alfaraleið sem þjóna á Garðabæ og Hafnarfirði. Í maí verður útibúi Arion banka í Mosfellsbæ lokað og tekur þjónustukjarninn á Bílds- höfða í Reykjavík við hlut- verki þess. Þá verður útibúinu á Ólafsfirði lokað og öll starf- semi Arion í Fjallabyggð verður á Siglufirði. Áfram verða hraðbankar í Mos- fellsbæ, Firði í Hafnarfirði og á Ólafsfirði. Í ný húsakynni Útibú Arion banka á Akur- eyri, Blönduósi, Hellu og í Vík í Mýrdal verða öll flutt í ný húsakynni. Unnið er að því að velja nýtt húsnæði en við val á nýjum staðsetningum verður einkum horft til góðs aðgeng- is, möguleika á sveigjanlegri afgreiðslutíma og aðgengi að sjálfsafgreiðslu. Þá tekur útibú Arion banka við Haga- torg í Vesturbæ Reykjavíkur breytingum og verður því lok- að um tíma. sbs@mbl.is Breytingar hjá Arion banka  Útibú víða verða sameinuð Banki Starfsemi Arion og fyrirrennara hans á Akureyri hefur lengi verið í Geislagötu, en nú standa flutningar fyrir dyrum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.