Morgunblaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
Tillaga að breyttu deili-
skipulagi á Seltjarnarnesi
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér
með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi.
Lambastaðahverfi – Hamarsgata 6 og 8.
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti þann 1. mars 2018,
í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að
auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Lambastaðahverfis á
Seltjarnarnesi vegna Hamarsgötu 6 og 8. Gildandi deiliskipu-
lag var samþykkt í bæjarstjórn 12. júní 2013 og birt í B-deild
Stjórnartíðinda 1. ágúst 2013.
Breytingin felur m.a. í sér að lóðirnar að Hamarsgötu 6 og 8
verða sameinaðar í eina lóð sem verði númer 6. Núverandi
hús á lóð nr. 8 verði fjarlægt. Heimilt verði að byggja einnar
hæðar einbýlishús með kjallara og innbyggðri bílageymslu.
Nýtingarhlutfall nýrrar lóðar Hamarsgötu nr. 6 verði að hámarki
0,20 en var áður 0,30 á Hamarsgötu nr. 6 og 0,27 á Hamars-
götu nr. 8. Hámarks byggingarmagn verði 517 m2 en var áður
á báðum lóðum samtals 776 m2. Ákvæði um hverfisvernd falli
niður. Nánar um tillöguna og skilmála vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi á 1. hæð skrifstofu Seltjarnarnesbæjar að
Austurströnd 2, virka daga frá kl. 8:00 til 14:00, frá 7. mars til
og með 30. apríl 2018. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðunni
www.seltjarnarnes.is undir liðnum skipulagsmál.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að
kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við
tillöguna skal skila skriflega til Þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar,
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes, merkt b.t. byggingarfulltrúa,
eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 30. apríl
2018. Vinsamlegast gefið upp netfang fyrir innsendar athugas-
emdir með tölvupósti.
Seltjarnarnesi, 6. mars 2018.
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.
Framlagning kjörskráa
Kjörskrár vegna kosningar um sameiningu
sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðar-
byggðar sem haldnar verða laugardaginn
24. mars 2018 skulu lagðar fram eigi síðar en
14. mars 2018. Kjörskrár skal leggja fram á
skrifstofu sveitarstjórna eða á öðrum hentugum
stað sem sveitarstjórn ákveður. Þeim sem vilja
koma að athugasemdum er bent á að senda þær
hlutaðeigandi sveitarstjórn.
Dómsmálaráðuneytinu 9. mars 2018
Kynning á verkefnislýsingu og íbúafundur
- Breytingar á aðal- og deiliskipulagi vegna
búsetukjarna við Kirkjubraut.
Bæjarstjórn stefnir að því að reistur verði búsetukjarni fyrir
fatlað fólk á nýrri lóð við Kirkjubraut, sunnan Seltjarnarnes-
kirkju. Vegna þessa þarf að breyta bæði aðalskipulagi og
deiliskipulagi Valhúsahæðar. Gerð hefur verið verkefnis-
lýsing, þar sem fyrirætlunum og staðháttum er lýst.
Verkefnislýsingin er fyrsta skrefið í framangreindum skipu-
lagsbreytingum og er hún sett fram og kynnt í samræmi
við 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010 og skipu-
lagsreglugerð nr. 90/2013.
Verkefnislýsinguna er að finna á vef sveitarfélagsins undir
skipulagsmál. Mikilvægt er að íbúar kynni sér efni hennar
vel og skili inn ábendingum ef þeir telja að eitthvað megi
betur fara.
Bæjarstjórn samþykkti þann 28. febrúar sl. að kynna verk-
efnislýsinguna á íbúafundi sem haldinn verður á bókasafni
Valhúsaskóla, þriðjudaginn 13. mars 2018, kl. 17:30.
Þar verða skipulagsbreytingarnar kynntar og síðan boðið
upp á umræður og svör við fyrirspurnum.
Þeir sem ekki komast á fundinn eða vilja koma á framfæri
ábendingum að honum loknum geta sent þær skriflega á
Bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2,
170 Seltjarnarnes eða með tölvupósti á netfangið
postur@seltjarnarnes.is.
Frestur til að skila inn ábendingum
er til og með 8. apríl 2018.
Raðauglýsingar 569 1100
Málverk til sölu
Úr einkasafni 40-50 ára eftir Þorvald
Skúlason, Jón Engilberts, Finn Jónsson,
Snorra Arinbjarnar, Braga Ásgeirsson og
fleiri.
Upplýsingar í síma 895-8790
Fundir/Mannfagnaðir Listmunir
Aðalfundir
Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar
og Krabbameinsfélags Reykjavíkur
Aðalfundur Krabbameinsfélags
Hafnarfjarðar verður haldinn í húsi
Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8,
4. hæð, mánudaginn 19. mars 2018 og hefst
kl. 19:00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Tillaga um sameiningu við Krabbameins-
félag Reykjavíkur.
Önnur mál.
Stjórnin.
Aðalfundur Krabbameinsfélags
Reykjavíkur verður haldinn í húsi Krabba-
meinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð,
mánudaginn 19. mars 2018 og hefst kl.
19:30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Tillaga um sameiningu við Krabbameins-
félag Hafnarfjarðar og tillaga að breyttum
félagslögum.
Önnur mál.
Að loknum aðalfundarstörfum mun
Sólmundur Hólm fjölmiðlamaður og uppi-
standari segja frá reynslu sinni af því að
greinast með krabbamein.
Kaffiveitingar.
Stjórnin.
Matvæla- og
veitingafélag Íslands
Aðalfundur félagsins verður haldinn
miðvikudaginn 14. mars á Stórhöfða 31,
kl. 16:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Formannskjör verður rafrænt frá kl. 12
mánudegi 12. mars til kl. 12 miðvikudags
14. mars.
Kynning á frambjóðendum á vefsíðu
MATVÍS.
Fyrirtæki
Viðskiptatækifæri í
ferðaþjónustu
Til sölu er fyrirtæki með þekkt nafn, sem
sérhæfir sig í dags- og hópferðum fyrir
Íslendinga sem og erlenda ferðamenn.
Fyrirtækið hefur starfað í 20 ár og er með
góðan bílakost. Starfsemin hentar vel þremur
starfsmönnum sem keyra og annast
reksturinn, lítil yfirbygging.
Frábært tækifæri fyrir aðila sem vinna við
ferðaþjónustu og langar að hefja sjálfstæða
starfsemi, einnig sem góð viðbót fyrir
fyrirtæki í sömu grein.
Sanngjarnt verð og auðvelt að eignast
Vinsamlegast sendið nafn símanúmer á
fremst@simnet.is fyrir 19 mars 2018
Styrkir
Reykjavíkurborg er aðili að Vestnorræna höfuðborga-
sjóði Færeyja, Grænlands og Íslands. Sjóðurinn hefur að
markmiði að efla skilning og samstarf, m.a. á sviði menn-
ingarmála, milli þessara borga, íbúa þeirra, samtaka
og stjórnmálamanna og veita fjárstyrki til verkefna sem
þjóna þessum markmiðum.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til
verkefna sem tengjast samskiptum milli höfuðborganna
og efla tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði
menningar, fræðslu eða íþrótta.
Í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega,
fyrirkomulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði.
Umsókn skal beint til:
Vestnorræni höfuðborgasjóður Nuuk,
Reykjavíkur og Þórshafnar
b.t. skrifstofu borgarstjóra og borgarritara
Ráðhúsi Reykjavíkur
Tjarnargötu 11
101 Reykjavík
Umsóknir berist eigi síðar en föstudaginn 25. maí 2018
og koma umsóknir sem síðar kunna að berast ekki til
afgreiðslu. Umsóknum skal skila á umsóknareyðublöðum
sem nálgast má á vefsíðu Reykjavíkurborgar,
www.reykjavik.is/vestnorraeni
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjóra og
borgarritara, Ráðhúsi Reykjavíkur, s. 411 4500.
Stjórn sjóðsins tekur ákvörðun um úthlutun á fundi sínum
í Tórshavn í júní 2018.
Reykjavík, 10. mars 2018
Borgarritari
Vestnorræni höfuðborgasjóður
Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar
auglýsir eftir styrkumsóknum
fyrir árið 2018
Tórshavnar kommunaReykjavíkurborgKommuneqarfik Sermersooq
Tilkynningar
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Kötlufell 3, Reykjavík, fnr. 205-2639 , þingl. eig. Doreen Veronica
Prince, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 14. mars
nk. kl. 11:00.
Rjúpufell 44, Reykjavík, fnr. 205-2692 , þingl. eig. Alicja Adamczyk
og Mariusz Przemyslaw Adamczyk, gerðarbeiðandi
Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 14. mars nk. kl. 10:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
9. mars 2018
Nauðungarsala