Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018FRÉTTIR SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) N1 -4,72% 121 SJOVA +0,85% 17,85 S&P 500 NASDAQ -1,05% 7.481,578 -1,28% 2.750,8 -1,29% 7.131,2 FTSE 100 NIKKEI 225 15.9.‘17 15.9.‘1714.3.‘18 14.3.‘18 1.700 702.300 2.086,15 2.100,18 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 55,62 64,51+1,44% 21.777,29 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 50 Lífeyrissjóðir og ríkið ættu að ná betra samtali því nýta má fjármuni lífeyrissjóða og rekstrarform fram- takssjóða til að fjárfesta í inn- viðum, að sögn Þorkels Sig- urlaugssonar, stjórnarformanns Framtakssjóðs Íslands. Sjóðurinn lauk formlegri starf- semi í gær eftir átta ár í rekstri. Árleg innri ávöxtun hans var um 23%. „Ríkið hefur ekki burði til þess að fjárfesta nægilega í vega- og raf- orkukerfinu ásamt öðrum innviðum, samhliða því að greiða niður skuldir, nema með stóraukinni skattheimtu, sem er óskynsamlegt,“ segir Þorkell í samtali við ViðskiptaMoggann og bendir á Hvalfjarðargöngin sem vel- heppnaða fjárfestingu lífeyrissjóða í innviðum. „Það mætti hugsa sér að efna til slíks samstarfs við uppbyggingu Sundabrautar, Skerjabrautar og við að koma Miklubraut í stokk, allt eftir því hvaða leiðir verða farnar á næstu árum,“ segir hann. Samtök iðnaðarins hafa áætlað að uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum sé 372 milljarðar króna, í nýlegri skýrslu. Þörfin sé 70 milljarðar króna í orkuflutningum, 110-120 milljarðar í vegum og 50-80 millj- arðar króna í fráveitum. Að sögn Þorkels reyndi stjórn Framtakssjóðsins að koma á fót sjóði, sem átti að bera nafnið Hag- vaxtarsjóður Íslands, fyrir þremur árum. „Hugmyndin var að hann fjár- festi í greinum til að efla hagvöxt en ekki í hefðbundnum rekstrarfyr- irtækjum. Að mörgu leyti fékk hug- myndin ágætar undirtektir en við náðum ekki því 20 milljarða mark- miði sem við settum okkur,“ segir hann. „Aftur á móti þótti forsvars- mönnum lífeyrissjóða það ekki tíma- bært á þeim tíma og sáu ekki verð- mætið sem fólgið var í að halda starfsfólki Framtakssjóðsins saman og endurtaka leikinn með nýjum áherslum. Það eru mikil verðmæti í rekstrarfélagi framtakssjóða á borð við Framtakssjóð Íslands þegar búið er að byggja upp þekkingu og góða vinnustaðamenningu.“ „Ógnarjafnvægi“ er umhugsunarvert „Mér finnst að lífeyrissjóðir eigi að taka upp þráðinn aftur og skoða hvaða tækifæri eru í dag þegar þensla er mikil og við erum á toppi hagsveiflunnar, alveg eins og þeir skoðuðu málin þegar við vorum að kljást við afleiðingar bankahrunsins. Alla jafna er æskilegra að unnið sé að þeim verkefnum í sérhæfðum félögum þar sem starfsmenn geta einbeitt sér að málinu, í stað þess að starfsmenn lífeyrissjóða sinni því samhliða öðrum störfum,“ segir hann. Að sögn Þorkels er það kostur að framtakssjóðir geti látið til sín taka varðandi afdrif fjárfestinga en séu ekki áhrifalaus hluthafi. „Framtaks- sjóðir búa við mun meira frjálsræði til athafna, sem er afar mikilvægt því lífeyrissjóðum hættir til að þola illa gagnrýni á sín störf og kjósa því að taka ekki óvinsælar ákvarðanir. Það er umhugsunarefni hvort þetta „ógnarjafnvægi“ milli atvinnurek- enda og verkalýðsfélaga er heppilegt og það blandist of mikið inn í stjórn- un lífeyrisssjóða. Það eykur svo enn á vandann þegar bankar annast eignastýringu og nánast rekstur líf- eyrissjóða. Bankar eru þar komnir með hagsmuni af því að eiga í fyrir- tækjum, veita þeim lán og vinna síð- an í að afla áhættufjár og lánsfjár frá lífeyrissjóðum. Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur ríkisvaldið verið að seilast í lífeyrissparnaði landsmanna með fikti í skattkerfinu. Höfum í huga að við höfum ekki upplifað síð- ustu fjármálakreppuna. Næsta fjár- málakreppa verður ekki endilega eins og sú síðasta og tækifærin núna eru ekki endilega þau sömu og voru eftir bankahrunið.“ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Stjórnarformaður Fram- takssjóðsins vill að lífeyr- issjóðir komi að fjár- mögnun innviða á borð við Sundabraut og stokk fyrir Miklubraut. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvalfjarðagöngin eru dæmi um velheppnaða innviðafjárfestingu einkaaðila. Þorkell Sigurlaugsson Vill lífeyrissjóð- ina í innviðina SJÁVARÚTVEGUR Iceland Seafood International, sem skráð er á First North-hliðarmark- aðinn, hefur keypt 67% hlut í Ocean- path Limited, stærsta framleiðanda ferskra sjávarafurða á Írlandi. Kaup- verðið verður á bilinu 12,4 til 13,4 milljónir evra, jafnvirði 1,3-1,5 millj- arða króna, á grundvelli þess að félagið verði afhent skuldlaust og án lausafjár. Endanlegt verð verður háð raunhagnaði Oceanpath fyrir yfir- standandi fjárhagsár fyrirtækisins. Tekjur síðasta fjárhagsárs sem lauk í apríl 2017 námu 30,9 milljónum evra, jafnvirði 3,8 milljarða króna, og hagnaður fyrir skatta var 1,4 millj- ónir evra, jafnvirði 173 milljóna króna. Oceanpath er stærsti framleiðandi og söluaðili ferskra sjávarafurða til smásöluaðila á Írlandi og býður smá- sölum og heildsölum upp á ferskar og reyktar sjávarafurðir á heimamark- aði. Samstæðan rekur tvær verk- smiðjur; Oceanpath sem vinnur og selur ferskar og frosnar sjávarafurðir og Dunn’s of Dublin, sem var stofnað árið 1822 og er þekkt vörumerki á Ír- landi fyrir reyktar laxaafurðir. Oceanpath er í eigu Ecock- fjölskyldunnar. Alan Ecock er stærsti hluthafinn og mun halda áfram sem framkvæmdastjóri fyr- irtækisins ásamt sonum sínum, Ken Ecock viðskiptastjóra og Trevor Ecock framleiðslustjóra. helgivif- ill@mbl.is Kaupir írskt fyrirtæki fyrir um 1,5 milljarða Morgunblaðið/Golli Helgi Anton Eiríksson er forstjóri Iceland Seafood International. EFNAHAGSMÁL Agnar Tómas Möller, framkvæmda- stjóri sjóða hjá Gamma, er ósammála Má Guðmundssyni seðlabankastjóra um hver áhrif svokallaðrar „sér- stakrar bindiskyldu á innflæði er- lendis fjármagns“ séu á vaxtastig í landinu. Agnar Tómas gagnrýnir bindi- skylduna þar sem hún hamli verulega fjármögnun íslenskra fyrirtækja í gegnum skuldabréfamarkaðinn. Már sagði hins vegar í yfirlýsingu þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt í gær að gagnrýnin hefði annars vegar ver- ið sú að bindiskyldan stuðlaði að hærri vöxtum og hins vegar í ljósi slaknandi spennu væri fremur ástæða til að örva erlenda fjárfest- ingu en hitt. Agnar segir að það sé rétt að bindi- skyldan stuðli að hærri vöxtum því hún leiði til minna framboðs af lánsfé. „Það er í auknum mæli verið að ýta íslenskum fyrirtækjum í erlenda fjár- mögnun sem býr til meiri áhættu fyr- ir hagkerfið þegar fram í sækir. Nú er rétti tíminn fyrir íslensk fyrirtæki að nýta sér góða stöðu hagkerfisins og fjármagna sig á föstum vöxtum til lengri tíma í krónum, nú þegar grunnvextir á skuldabréfamarkaði eru lægri en þeir hafa áður verið. Innflæðishöftin hindra það hins veg- ar verulega,“ segir hann í samtali við ViðskiptaMoggann. Már sagði í yfirlýsingunni að það væri beinlínis markmið bindiskyld- unnar að beina aðhaldi peningastefn- unnar í ríkari mæli í vaxtafarveginn fremur en gengisfarveginn því það myndi leiða til styrkingar krónu sem fylgdi aukin áhætta og álag á útflutn- ingsatvinnuvegi. Agnar segir að Seðlabankinn hafi ofspáð verðbólgu undanfarin ár. „Hefði Seðlabankinn haft vaxtastig í samræmi við það væru innflæðishöft ekki til staðar. Án bindiskyldu hefði krónan fyrr náð því jafnvægi sem hún virðist vera í í dag, vextir lækkað og eignaverð aðlagast. Á sama tíma hefði það ýtt á meira útflæði innlendra fjár- festa. Seðlabankinn virðist horfa á áhrif erlendra fjárfestinga inn í landið án samhengis við aðra þætti sem spila þar inn í.“ helgivifill@mbl.is Ósammála Má um hver gagnrýnin er Már Guðmundsson Agnar Tómas Möller

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.