Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 5
Allt um
sjávarútveg
Allt um
sjávarútveg
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 5FRÉTTIR
GÓÐARUMBÚÐIR
UTANUMGÓÐAR
HUGMYNDIR
Í 75 ÁR
www.oddi.is5155000
Á
RN
A
SY
N
IR
Í 75 ár hefur starfsfólk Odda þróað
og hannað margvíslegar umbúðir
fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja, þar
sem áratuga reynsla og þekking
okkar tryggir að varan skili sér í réttu
ástandi alla leið á áfangastað. Við
veitum þér fyrsta flokks ráðgjöf og
aðstoðum þig við að velja réttu
umbúðirnar fyrir þínar vörur. Hafðu
sambandogkynntuþérmálið.
Ráðgjöf
Vandaðar umbúðir tryggja örugga
meðferð og afhendingu þinnar vöru.
Því er mikilvægt að þær séu valdar af
kostgæfni. Við framleiðum úrval
umbúða auk þess sem við bjóðum
fjölbreyttar lausnir frá traustum
og viðurkenndum samstarfsaðilum
okkar. Þannig tryggjum við einstakt
vöruframboð semuppfyllir allar þínar
þarfir þegar kemur aðumbúðum.
Umbúðir
Við erum þínir ráðgjafar í umbúðum
Heftari sem
á heima á
áberandi
stað
Á SKRIFBORÐIÐ
Það verður varla hjá því komist
fyrir skrifstofufólk að hafa heft-
ara við höndina. Flestir láta sér
nægja ósköp venjulegan heftara
úr ritfangakompunni, og fela
djúpt ofan í skúffu þar sem eng-
inn sér til.
En væri ekki gaman að eiga
heftara sem lífgar upp á til-
veruna, og gæti jafnvel verið til
skrauts á besta stað á básnum?
Franska skartgripafyrirtækið
Nach framleiðir þessa óhefð-
bundnu postulínsheftara sem sjá
má á myndunum hér til hliðar.
Flinkir handverksmenn hafa
nostrað við hvern heftara, steypt
hann og málað í höndunum.
Má m.a. fá heftara sem lítur út
eins og hausinn á pelíkana og
andarhöfuð, en það er samt
krókódílsheftarinn sem ber af.
Ekki fylgir sögunni hvort að
krókódílskjafturinn skilur eftir
tannför á skjölunum um leið og
hann stingur heftinu í gegn.
Heftarana frá Nach má m.a.
kaupa hjá hönnunarversluninni
Conran, www.conranshop.co.uk, á
75 pund. ai@mbl.is
GRÆJAN
Bandaríski hátalara- og heyrnar-
tólaframleiðandinn Bose hefur svipt
hulunni af frumgerð „gagnaukinna“
sólgleraugna. Orðið „gagnaukinn
veruleiki“ er notaður um n.k. sýnd-
arveruleikagleraugu sem varpa
myndum á umhverfi notandans.
Gleraugun frá Bose nota hins vegar
hljóð, en ekki mynd, og bæta nýrri
hljóðupplifun við umhverfið.
Skynjarar og GPS búnaður fylgj-
ast með höfuðhreyfingum notandans
og staðsetningu hans og gæti tækið
t.d. veitt leiðsögn um listasafn eða
hjálpað notandanum að rata um
stóran flugvöll með því að láta breyt-
ingar í hljóðstyrk beina honum á
áfangastað. Hátalararnir varpa
hljóði inn í eyrun án þess að trufla
nærstadda, og án þess að trufla upp-
lifun notandans á hljóðunum allt í
kringum hann. ai@mbl.is
Bose með gagn-
aukin heyrnartól