Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018SJÁVARÚTVEGUR
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Miðhrauni 13 - Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is
YANMAR
Aðalvélar
9 - 6200 hö.
Mynd: Landhelgisgæslan
Íslenskir fiskútflytjendur eru fljótir
að bregðast við þegar nýir áfanga-
staðir bætast við leiðakerfi íslensku
flugfélaganna eða þegar erlend flug-
félög byrja að fljúga til Íslands. „Það
á þó aðallega við um heilsárs áfanga-
staði enda töluverð vinna að koma á
nýjum viðskiptasamböndum á hverj-
um stað og ekki endilega forsenda
fyrir útflutningi á fiski með flugi þeg-
ar aðeins sumarflug er í boði,“ segir
Róbert Tómasson, framkvæmda-
stjóri Cargo Express.
Fyrirtækið stofnaði Róbert árið
2008 en Cargo Express sér um alla
fraktsölu fyrir WOW air og er fragt-
umboð fyrir nokkur erlend flugfélög
sem fljúga til Íslands. WOW air er
stærsti viðskiptavinur Cargo Ex-
press og á í dag 60% hlut í rekstr-
inum í gegnum fjárfestingafélagið
Titan.
Bandaríkin stærsti
markaðurinn
Cargo Express tók þátt í Sjávar-
útvegssýningunni í Boston um
helgina og var þar í fyrsta skipti með
eigin bás. Róbert segir það hafa verið
gert til að auka sýnileika fyrirtæk-
isins vestanhafs enda hefur flugteng-
ingum milli Íslands og Bandaríkj-
anna fjölgað mjög og Bandaríkin
orðin einn stærsti markaður Cargo
Express. Er það stækkun leiðakerfis
WOW air sem hefur drifið áfram
vöxtinn í umsvifum Cargo Express á
svæðinu:
„Við vinnum mjög náið með WOW
air og ég þykist vita, þó að það sé
kannski ekki ráðandi þáttur, að þau
taka það með í reikninginn við val á
nýjum áfangastöðum hvort búast má
við meiri eða minni eftirspurn eftir
flugfragt,“ segir Róbert og bendir
t.d. á nýjan fluglegg til Dallas sem
tekinn verður í notkun seint í maí.
„Þangað verður flogið með breiðþotu
þrisvar í viku, og mögulegt að flytja
mikið magn af fiski og annarri vöru.
Að jafnaði rúmast um 16-17 tonn af
fragt í breiðþotunum og munar líka
mikið um að hafa má vörurnar á
pallettum frekar en að þurf að stafla
þeim með handafli um borð. Það
breytir allri meðferð vörunnar og
þýðir að hægt er að hlaða og afhlaða
meira vörumagn á skemmri tíma.“
Róbert segir íslenska fiskútflytj-
endur þegar hafa samið við kaup-
endur í Texas sem taka munu við
fiski sem berst þangað með flugi
beint frá Íslandi. „Það sama gerðist
þegar byrjað var að fljúga beint til
Los Angeles og San Francisco, og við
höfum líka flutt töluvert af fiski til
Flórída eftir að WOW byrjaði að
fljúga beint á Miami.“
Fundu lausn í Flórída
Því miður hefur WOW air ákveðið,
að svo stöddu, að hætta að fljúga
beint til Miami eftir páska, og kemur
það sér illa fyrir íslenska seljendur
sem hafa byggt þar upp góðan kaup-
endahóp. Segir Róbert að það hvíli
þá á Cargo Express að finna hentuga
lausn: „Við höfum fundið aðra þægi-
lega flutningaleið þar sem fiskurinn
fer til Flórída í gegnum London og
París, og þar sem tengingarnar eru
góðar þá tapast enginn tími þótt
þessi leið sé farin.“
Róbert segir bætta kælingu og
greiðari flutninga á sjó hafa valdið
því að núna fer mun meira af fersk-
um fiski sjóleiðina til Evrópu. „Þegar
ég byrjaði í þessum geira árið 1998
skiptist hlutfallið gróflega þannig að
80% af ferskum fiski fóru með flugi
og 20% með skipi. Í dag hafa hlut-
föllin snúist við, en magnið líka aukist
og sennilegt að þessi 20% sem fara
með flugi í dag séu mun meira magn
af fiski en 80% sem fóru flugleiðis áð-
ur.“
Þó svo að sjóflutningarnir sæki á
segir Róbert að alltaf verði þörf fyrir
flutninga á fiski með flugi. Á mörgum
markaðssvæðum sé flugið eini raun-
hæfi kosturinn fyrir ferskan fisk og
þar sem koma má fiskinum á markað
sjóleiðina nýta seljendur flutninga
með flugi til að fylla upp í göt sem
myndast á milli siglinga.
Lax til Asíu, frekar en þorskur
Mikil umferð er um Keflavíkur-
flugvöll og mun meira pláss um borð í
vélunum en þarf undir allan þann ís-
lenska fisk sem seldur er ferskur til
erlendra kaupenda. Róbert segir
suma flugleggi fullnýtta undir fisk á
meðan aðrar flugleiðir gætu tekið
meira magn. „Það er t.d. ekki meira
pláss í vélunum sem fljúga til Boston
og fragtplássið uppselt langt fram í
tímann. Við finnum samt lausnir fyrir
alla viðskiptavini og grípum t.d. til
þess ráðs að fljúga með fiskinn til
New York í staðinn og flytja með
vöruflutningabílum áfram til Bost-
on.“
Á suma áfangstaði fer hins vegar
lítill sem enginn íslenskur fiskur, t.d.
til Osló, og svo mikil flugumferð er
um Keflavíkurflugvöll að framboðið á
fragtplássi er miklu meira en sjávar-
útvegurinn hefur þörf fyrir. Cargo
Express fyllir því laust pláss með
vörum á leið yfir hafið, og til Íslands.
„Við flytjum t.d. töluvert af berjum
frá Kaliforníu til Evrópu, og höfum
gert samninga við erlendar póst-
stofnanir um að ferja póst á milli
heimshluta,“ upplýsir Róbert.
Áhugavert verður að sjá hvað ger-
ist þegar íslensku flugfélögin hefja
beint flug til Asíu, eins og þau hafa
boðað. Þar með myndi opnast greið
leið fyrir ferskan íslenskan fisk inn á
mjög spennandi markaðssvæði.
„Þetta hefur borist í tal í samræðum
við fiskútflytjendur og benda þeir á
að fisktegundir eins og þorskur og
ýsa, sem er uppistaðan í útflutningi
til annarra svæða, eigi kannski ekki
erindi við staði eins og Kína, nema
ráðist verði í markaðsátak til að
koma þessum tegundum á kortið hjá
neytendum þar í landi. Í staðinn ligg-
ur beinast við að flytja íslenskan lax
inn á þessa markaði, eins og Noregur
og Síle gera nú þegar.“
Rúma ekki meiri fisk á sumum leiðum
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Með beinu flugi til Dallas
má eiga von á ferskum
íslenskum fiski á Texas-
markað. Óljóst er hvaða
þýðingu fyrirhugað beint
flug frá Íslandi til Asíu mun
hafa fyrir íslenska fiskútflytj-
endur því takmörkuð eftir-
spurn kann að vera þar eft-
ir þorski og ýsu.
Morgunblaðið/Hari
Róbert segir neytendur á stöðum eins og Kína ekki vana þorski og ýsu. Beint flug frá Íslandi þangað eða á aðra
áfangastaði í Asíu gæti því skipt meira máli fyrir útflutning á ferskum laxi sem selst nú þegar í þessum heimshluta.
Flugvallarstarfsmenn afferma vél í Keflavík. Í breiðþotunum rúmast 16-17
tonn af fragt og hægt að hafa vörurnar á brettum sem flýtir afgreiðslu.
Ljósmynd / Ágúst G. Atlason