Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 7ATVINNULÍF
Tracy Michaud segir í samtali við
ViðskiptaMoggann að Maine-ríki í
Bandaríkjunum og Ísland eigi
margt sameiginlegt. Þar með geti
mörg sömu lögmál varðandi stjórn-
un og þróun ferðamennsku átt við á
báðum stöðum. Meistaranám í
stjórnun í ferðaþjónustu hefst í
haust í Háskólanum í Reykjavík, en
Michaud mun
verða þar á meðal
kennara. Hún
segir að samsetn-
ing ferðamann-
anna sé einnig
um margt svipuð
á báðum stöðum,
en stærsti hóp-
urinn sem heim-
sækir Maine er
fjölskyldufólk sem vill upplifa nátt-
úruna.
Í Maine búa um 1,3 milljónir
manna, en 37 milljónir ferðamanna
koma þangað árlega.
Michaud var einn af fyrirlesurum
á málstofu í HR í vikunni um þörfina
fyrir sérfræðiþekkingu í stjórnun í
ferðamennsku en Tracy hefur mikla
þekkingu á ferðamannageiranum og
vinnur nú að tillögum að markaðs-
setningu í litlum þorpum og bæjum í
Maine. Hún hrósar Íslandi meðal
annars fyrir mikla frumkvöðla-
mennsku í ferðamennskunni.
„Í Maine erum við lík Íslandi að
því leyti að við erum með eina stóra
borg og mikið strjálbýli. Ég hef mik-
ið velt fyrir mér hvernig beri að
huga að grunngerð smárra svæða
utan stóra þéttbýliskjarnans, og
hvernig best sé að flytja ferðamenn
frá borginni og út á landið. Einnig
hef ég skoðað eignarhald á landi og
mikilvægi þess, og áhrif á aðgengi
ferðamanna,“ segir Michaud.
Hótel skila 100 milljörðum
Sem dæmi um tekjurnar sem
Maine hefur af ferðamennsku nefnir
Michaud að í fyrra hafi tekjur af
hótelrekstri í ríkinu farið yfir einn
milljarð bandaríkjadala í fyrsta
skipti, eða jafnvirði um 100 milljarða
króna. Ferðamennskan vex um
5-7% á ári í ríkinu að hennar sögn.
„Ferðamennskan skapar störf og
kyndir hagkerfið.“
Hún segir að Maine hafi 200 ára
sögu af ferðaþjónustu. „Við höfum
mikið af villtri náttúru, fallega
strandlínu og falleg fjöll. Við erum
með sambærilegt svæði og íslenska
hálendið, sem kallast Maine North
Woods, um 14.000 ferkílómetrar að
stærð. Þar eru engir lagðir vegir eða
bæir. Þetta eru stærstu óbyggðir
austan Mississippi-árinnar. Þangað
kemur fólk til að veiða, bæði á landi
og í ám og vötnum, sigla á kanóum,
ganga á fjöll og svo framvegis.“
Annað sem Michaud nefnir er
matarmenningin, en síðustu misseri
hefur sókn fólks í matarmenningu
ríkisins aukist stórum. Maine er
þekktast fyrir humar. „Hér hefur
sprottið upp bæði mikil veitinga-
húsamenning með frábærum mat-
reiðslumönnum auk þess sem kraft-
bjórmenningin er mjög rík. Hingað
ferðast fólk ekki hvað síst vegna
matarins nú orðið.“
Eins og fyrr sagði hefur Michaud
látið sig markaðssetningu í litlum
þorpum og bæjum í Maine mikið
varða, og skoðað hvernig hægt sé að
dreifa ferðamönnum úr stærsta
þéttbýliskjarnanum og út í sveitir
landsins. „Við höfum verið að
byggja upp ferðamálaskrifstofuna
okkar, og fyrir um 10 árum fórum
við að skoða sérstaklega hvert við
ættum að beina okkar markaðsfé til
að ná sem bestum árangri. Við höf-
um skilgreint þrjá markaði sem okk-
ar helstu. Þetta eru þá þeir hópar
sem eru líklegir til að meta Maine
best, og til að eyða hér mestum pen-
ingum. Við höfum einnig mjög hátt
endurkomuhlutfall hjá þessum
markhópum.“
Spurð nánar um þessa þrjá skil-
greindu markhópa, segir Michaud
að þetta séu í fyrsta lagi fjölskyldur
sem kunna að meta náttúruna,
strendurnar og matinn. Í öðru lagi
eru það þeir sem leggja línurnar í
tískustraumum. Fólk sem vilji upp-
lifa eitthvað nýtt og spennandi og
vilja „montað sig af því við vinina“. Í
þriðja lagi eru það þeir sem séu að
leita að einstöku umhverfi, og leitast
eftir því að fara í útilegur í North
Woods-óbyggðunum.
Sex mánaða göngutúr
Spurð um skipulagið í North
West óbyggðunum segir Michaud að
í ríkinu séu bæði mjög vel skipu-
lagðir þjóðgarðar og gönguslóðar.
„Til dæmis erum við með Appalachi-
an-gönguslóðann, en það tekur heila
sex mánuði að ganga hann allan.
Slóðinn byrjar í Georgíu-ríki, og
heldur svo áfram í gegnum Maine.
Þrjú þúsund manns ganga stíginn í
heild sinni árlega, en hundruð þús-
unda ganga styttri hluta.“
Michaud segir, spurð um hvað Ís-
lendingar geti lært af Maine, að hún
sjái vaxtarmöguleika í matar-
ferðamennskunni. Slíkt treysti og
styðji líka við menningarstarf á
hverjum stað. Matur tengist jafnan
menningu, leiklist, myndlist, tón-
leikum o.s.frv.
Hún segir að Íslandi hafi tekist
mjög vel upp hvað ferðamennskuna
varðar á síðustu árum. „Hér hefur
vöxturinn verið ævintýralegur, 25-
37% á ári, og það er ótrúlega gott að
ná að ráða við það. Íslendingar hafa
einnig staðið sig mjög vel í almanna-
samgöngum út úr borginni, og hafa
staðið sig þar mun betur en við í
Maine, en þar fer fólk mest á eigin
bíl út úr þéttbýlinu.“
Hún segir að hefja þurfi samræð-
ur við staði úti á landsbyggðinni um
hvernig ferðir menn vilja fá á svæð-
ið. Margir séu nýliðar á vettvangi
ferðamennsku, en auðvitað megi
ekki „troða túrismanum“ alls staðar.
„Hluti af þessu er að eiga þetta sam-
tal við samfélögin, landeigendur og
yfirvöld. Þótt við eigum 200 ára sögu
í ferðamennsku í Maine er ekki
langt síðan við stofnuðum sérstaka
skrifstofu til að bera ábyrgð á þessu
samtali við landsbyggðina. Ég sé
sömu þörfina á Íslandi, og það er
mikilvægt að hefja það samtal sem
fyrst.“
Tollar og gjöld
Varðandi fjármögnun ferða-
mannastaða segir Michaud að nauð-
synlegt sé að tryggja fjármagn til
öryggismála, hreinlætisaðstöðu og
slíkt á helstu ferðamannastöðum.
En er hún hlynnt einhvers konar
komugjaldi, eins og stundum er rætt
um að taka upp á Íslandi? „Fólk
þarf að greiða toll þegar það kemur
inn í Maine, 1-3 dali á hvern bíl.
Þetta gjald styður við ferðamennsku
og ýmislegt annað. En svo eru önn-
ur gjöld tekin einnig. Þjóðgarðarnir
taka hóflegt gjald sem nýtist þá í
uppbyggingu og viðhald þeirra. Svo
rukka landeigendur einnig gjöld í
sama tilgangi.“
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Tracy Michaud, prófessor
við University of Southern
Maine, segir að sömu lög-
mál varðandi stjórnun og
þróun ferðamennsku geti
átt við í Maine og á Íslandi.
Ferðamennska hefur aukist jafnt og þétt í íslenskum bæjum eins og Stykkishólmi síðustu ár.
Tracy
Michaud
Sér vaxtarmöguleika í matar-
ferðamennsku hér á landi
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
BÍLALYFTUR
Niðurgrafnar lyftur. Margir möguleika
á lyftiörmum og útfærslum á lyftum.
Tveggja pósta lyftur með 3 til 5 tonna lyftigetu.
3 til 7 tonna skæralyftur einfaldar eða
tvöfaldar, einnig fáanlegar galvaníseraðar.
Fjölbreytt úrval af lyfti örmum,
fyrir sportbíla og upphækkaðir
fyrir grindarbíla.Úrval af lyftum og fylgihlutum
fyrir allar gerðir bíla
f ¶ ù@QYTP
4, 6 og 8 pósta lyftur með 4 til 40 tonna
lyftigetu. Fjöldi auka og hjálpartækja svo sem
millitjakkar, hristarar og hjólaskoðunarplattar.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Þarftu skjóta afgreiðslu á ein-
blöðungum, bæklingum, vegg-
spjöldum, skýrslum, eða nafn-
spjöldum? Þá gæti stafræna
leiðin hentað þér. Sendu okkur
línu og fáðu verðtilboð.
STAFRÆNT