Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 9

Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 9
þjóð og Grikklandi, fyrir utan Ísland. Hvernig finnst henni íslensk stjórnvöld hafa staðið að málum sé miðað við önnur sem hún hefur haft kynni af? „Stjórnvöld hér hafa gengið mjög ákveðið fram, að mér sýnist, og verið ströng. Eins og aðstæður voru í bankakreppunni og í framhaldi af henni tel ég að það hafi verið skyn- samlegt. Eftir því sem aðstæðurnar hafa batnað hafa stjórnvöld einnig tekið vel á málum, t.d. með afléttingu fjár- magnshafta. Ég tel að það hafi verið skyn- samlegt að gera það í áföngum og ég held að það hafi verið gott dæmi um stjórnvöld sem rísa undir ábyrgð.“ En Cederbalk er ekki jafn sátt við allar aðgerðir stjórnvalda. „Til þess að nefna það sem ég tel að hafi farið miður, þá koma helst upp í hugann skattamál bankanna. Bankaskattur upp á 0,376% hljómar kannski ekki mikið, en þá verður að hafa í huga að hann er á nær alla fjármögnun bankanna. Kjarni fjár- mögnunar viðskiptabanka er innlán. Þetta er því í raun skattlagning á innstæður, það er að segja á sparnað. Það er ekki jákvætt í mínum huga.“ Hún segir þetta hafa áhrif á stöðu bankanna á ýmsa vegu. „Augljóslega er þetta stór kostn- aðarliður fyrir bankana og það sem verra er, hefur neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu. Bæði á samkeppnisstöðu gagnvart alþjóðlegum bönk- um, ekki síst norrænum bönkum sem lána til stórra íslenskra fyrirtækja, en einnig innan- lands, svo sem gagnvart lífeyrissjóðum sem fylgja ekki sambærilegum reglugerðum og skattlagningu, eftir því sem ég best veit. Þessi skattheimta er eitthvað sem ég vona að verði dregið úr og að lokum lagt niður.“ Cederbalk kvartar þó ekki yfir öðrum sér- íslenskum ákvæðum á fjármálamarkaði. „Regl- urnar eru vissulega strangari hér en í öðrum Evrópuríkjum en það eru einnig skýr mörk annars staðar. Í Svíþjóð og öðrum löndum er einnig mikið regluverk í kringum starf- semi fjármálafyrirtækja. Og jú, vissulega getur manni stundum fundist fulllangt gengið en það er í lagi svo lengi sem reglur eru samræmdar, þannig að bankar innan landssvæðis og á milli landa fylgja svipuðu regluverki. Það sem skiptir mestu máli er að innleiða ekki reglugerðir og höft sem hafa neikvæð áhrif á samkeppnina. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af.“ En getur hinn séríslenski bankaskattur haft neikvæð áhrif á áhuga erlendra fjárfesta á Arion banka? „Þetta er augljóslega viðbótarkostnaður og dregur verulega úr arðsemi, svo það er ekki óeðlilegt að ætla svo. En jafnvel þótt ég hafi skilning á því sem á undan er gengið hér á landi, þá hafa hlutirnir þróast á jákvæðan hátt og stöð- ugleiki einkennir nú efnahagslífið, þannig að ég tel að það væri skynsamlegt fyrir stjórnvöld að endurskoða bankaskattinn.“ Stendur vel gagnvart nýrri samkeppni Á meðan flestir helstu bankar í Evrópu þurftu að treysta á björgun opinberra aðila frá falli, komust sænskir bankar nokkuð klakklaust í gegnum efnahagskreppuna. Getum við dregið einhvern lærdóm af því? „Í Svíþjóð sótti krepp- an að bönkunum fyrst og fremst frá fjármögn- unarhliðinni, vegna þess að fjármagnsmarkaðir voru ekki starfhæfir á þessum tíma. Almennt voru hins vegar engin alvarleg undirliggjandi vandamál þegar kom að útlánum eða öðrum eignum. Helsta vandamálið var að sumir bank- anna, en þó ekki allir, höfðu staðið í mikilli upp- byggingu í Eystrasaltslöndunum. Þessi lönd áttu í verulegum erfiðleikum og alvarlegum fjár- magnsvanda. Það voru einkum tveir bankar sem töpuðu verulega með þessum hætti. En almennt lentu sænsku bankarnir ekki í djúpri kreppu, heldur aðallega fjármögnunarkreppu. Stuðn- ingur og aðgerðir stjórnvalda, meðal annars með ríkisábyrgðum, hjálpaði bönkunum að kom- ast klakklaust í gegnum kreppuna. Við Svíar vorum því heppnir að lenda ekki jafn illa í því og sum önnur lönd.“ Hröð þróun á sér stað í fjármálaþjónustu víða um heim og er sótt að bönkum úr ýmsum áttum. Cederbalk telur Arion banka standa vel gagn- vart nýjum keppinautum. „Ég tel stöðu bankans góða. Sókn nýrra aðila inn á markaðinn veldur ákveðnum óróa, þar sem þeir sækja á allskonar sérþjónustur með hugmyndaríkum leiðum. Við sjáum þessa þróun einkum í því sem við köllum fjártækni. Arion banki er nokkuð framarlega þegar að þessu kemur. Við höfum lagt okkur fram við að skapa og þróa nýjar vörur fyrir við- skiptavini, og jafnframt nýtt tæknina til þess að auka hagkvæmni innan bankans. Ég held því að bankinn sé nokkuð vel búinn undir nýja sam- keppni.“ Hún bendir á að kapp sé best með forsjá. „Ég tel ekki ástæðu til að reyna alltaf að vera fyrstur í að gera sniðuga hluti. Besta samsetningin er að vera hugmyndaríkur en um leið meðvitaður um áhættutökuna. Við leggjum áherslu á að auka ekki áhættuna hjá okkur. Það eru fjölmargir áhugaverðir hlutir að gerast innan bankans, sem ég get augljóslega ekki tjáð mig um á þessu stigi. En ég get sagt að þeir gefa góð fyrirheit.“ Samkeppni frá fjártæknifyrirtækjum er lengra komin í Svíþjóð og sú reynsla kemur að notum. „Ég get nýtt mér reynslu mína þaðan og ég hef séð hvað hefur gengið vel og hvað ekki. Því það hefur ekki allt gengið að óskum,“ segir Cederbalk. „Að mínu mati hefur til að mynda jafningjalánaþjónusta ekki gengið sérlega vel í Svíþjóð. Hins vegar hefur áhugaverð þróun átt sér stað varðandi húsnæðislán sem ég hef áhuga á taka til umræðu innan bankans. Það eru hug- myndir um að byggja upp nýjan húsnæðislána- markað. Þó ekki eins og það sem lífeyrissjóðir á Íslandi eru að gera, heldur snýst þetta meira um að búa til fjárfestingarvörur sem eru byggðar á húsnæðislánum.“ Þýðir ekki að velta sér upp úr regluverki Samkeppni við íslensku viðskiptabankana hefur fram að þessu einkum verið í formi íbúða- lána frá lífeyrissjóðum, fremur en fjártækni- fyrirtækjum. Hvernig horfir sú samkeppni við Cederbalk? „Ég óttast aldrei samkeppni. Sam- keppni er af hinu góða því hún opnar á mögu- leika fyrir viðskiptavininn til að velja sjálfur. Hið eina sem skekkir myndina hér á Íslandi er það sem ég nefndi áður varðandi bankaskattinn. Hann skapar ákveðið ójafnvægi. En almennt óttast ég aldrei samkeppni.“ Hún segir að stundum virðist regluverkið ósanngjarnt gagnvart bönkum en það þýði ekki að velta sér upp úr því. „Svona er þetta. Í stað þess að láta það fara í taugarnar á sér og kvarta, þá á frekar að einblína á hvað er hægt að gera betur, hvernig auka má vöruúrvalið og bæta dreifileiðir, hvernig getum við haldið áfram að bæta þjónustu okkar og þannig má áfram telja.“ En hvernig sér stjórnarformaðurinn Arion banka þróast og vaxa á komandi árum, og hvernig sér hún bankann fyrir sér eftir fimm til tíu ár? „Innan þessa tímaramma geri ég ráð fyrir að Arion banki verði fyrst og fremst íslenskur banki á innanlandsmarkaði. Banki sem veitir viðskiptavinum sínum áfram alhliða fjármálaþjónustu. En það gætu verið áhugaverð tækifæri í að þjónusta viðskiptavini okkar í viss- um atvinnugreinum erlendis, t.d. í sjávarútvegi í Evrópu og Norður-Ameríku. Slíkt er áhugavert og við munum alltaf skoða slík tækifæri. En almennt geri ég ráð fyrir að Arion muni áfram verða innlendur íslenskur banki og vöxtur hans verði í takti við vöxt hagkerfisins. Auðvitað munum við reyna að auka markaðshlutdeild okkar, vera framsækin og gera hlutina betur en keppinautarnir. Þetta er sú sýn sem ég hef fyrir bankann til komandi ára.“ Að margra mati er bankakerfið á Íslandi enn fullstórt og þungt í vöfum. Telur Eva Cederbalk æskilegt að frekari hagræðing eigi sér stað með samruna á íslenskum fjármálamarkaði? „Þótt ég átti mig á hvað hér er verið að fara, þá held ég að svo verði ekki. Og satt að segja vona ég ekki, samkeppninnar vegna. Það má fastlega gera ráð fyrir því að kæmi til samruna milli innlendra banka myndi það hafa neikvæð áhrif á sam- keppni og það er ekki gott fyrir neytendur. Og þegar upp er staðið væri það heldur ekki gott fyrir bankana. Hins vegar mætti hugsa sér sam- runa á milli minni aðila, þótt ég þekki það síður. En ég er ekki hlynnt samruna stóru bankanna.“ Morgunblaðið/Hari k en meðvituð um áhættu ” Þegar ég tala um fjöl- breytilegan hóp fjárfesta felur það í sér að vog- unarsjóðir geti vel verið mikilvægur hluti af hlut- hafahópnum til framtíðar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 9VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.