Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018FRÉTTIR ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Fyrir hér um bil ári bauð Fimm stjörnu hreyfingin mér á ráð- stefnu í þinghúsinu í Rómaborg. Þar var rætt um hvort Ítalía ætti að segja skilið við evruna, og hvernig væri þá best að gera það. Flestir sem tóku til máls, ég þeirra á meðal, mæltu með alls kyns óhefðbundnum lausnum, en gengu ekki svo langt að mæla fyrir því að Ítalía færi með öllu úr evrusvæðinu. Fremst í áheyrendahópnum sat Luigi Di Maio, þingflokks- formaður Fimm stjörnu hreyfing- arinnar. Hann fylgdist með þess- um frekar tæknilegu umræðum í heilan dag. Skömmu eftir ráð- stefnuna lét hann niður falla hið kjánalega stefnumál flokksins að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að evrusvæðinu. Ég tel það ekki kjánalegt, út af fyrir sig, að hafa efasemdir um aðild Ítalíu að evrusvæðinu. En þjóðaratkvæða- greiðsla er ekki rétta leiðin til að fara. Forsætisráðherra sem myndi boða til atkvæðagreiðslu af því tagi myndi um leið hrinda af stað fjármálakreppu. Ríkisstjórnin yrði hrakin frá völdum löngu áður en landið myndi segja skilið við evruna. Í ljósi þess hve flokki hans gekk vel í þingkosningunum 4. mars síðastliðinn eru góðar líkur á að Di Maio verði næsti forsætisráð- herra Ítalíu. Hann reynir núna að staðsetja sig á miðjunni og leitar að samstarfsflokkum. Hvað hug- myndir ætli hann hafi um evruna núna? Gæti skemmt fyrir umbótum Sem betur fer er þjóðarat- kvæðagreiðsla um evruna ekki lengur inni í myndinni. En það er hugsanlegt, og jafnvel líklegt, að næsta ríkisstjórn Ítalíu geti skemmt fyrir hugmyndum Frakka og Þjóðverja um að gera umbætur á samstarfi evruríkjanna. Fyrr í vikunni komumst við að því að hópur átta smærri ríkja í Norður-Evrópu, með Holland í fararbroddi, er andsnúinn umbót- unum því ríkisstjórnum þeirra hugnast ekki framsal fjárlaga- valds. Ítalía hefur líka ærið tilefni til að vera á móti umbótunum þó að ástæðurnar fyrir því séu ekki þær sömu. Umbæturnar myndu efla hlutverk efnahagsstöðugleika- stofnunar ESB, sem í dag heldur utan um 500 milljarða evra björg- unarsjóðinn sem settur var á lagg- irnar árið 2012 þegar evrukreppan stóð hvað hæst. En á móti krefjast Þýskaland og fleiri evrulönd þess að hálf-sjálfvirk uppstokkun skulda eigi sér stað. Engin ítölsk ríkisstjórn gæti fallist á þetta. Sem stendur er greinileg hætta á því að umbótatillögur Emmanuels Macron Frakklandsforseta nái ekki í gegn, eða í besta falli að umbæturnar verði útþynntar. Sú var tíðin að samstarf Frakklands og Þýskaland var bæði nauðsyn- legt og nægjanlegt til að knýja í gegn hvers kyns breytingar innan ESB. Í dag er það ekki lengur raunin. Það er líka hætta á að útgjöld ítalska ríkisins fari fram úr áætl- un. Mjög líklegt er að svo fari, sama hvort Di Maio verður for- sætisráðherra eða embættið hafni hjá Matteo Salvini leiðtoga hins innflytjenda- og evrufælna Norð- urbandalags, Lega Nord. Flokkarnir tveir stóðu uppi sem stærstu sigurvegarar kosninganna. Fimmstjörnuhreyfingin vill inn- leiða borgaralaun, sem er ein af ástæðunum fyrir því að flokkurinn er sérstaklega vinsæll á meðal ungra kjósenda. Norðurbandlagið vill koma á flötum skatti. Þar sem hvorugur flokkanna hefur boðað lækkun ríkisútgjalda til að vega uppi á móti þessum stefnumálum sínum þá munu útgjaldatillögur þeirra ekki falla að reglum ESB um leyfilegan halla á fjárlögum. Hugmynd um hliðstæða mynt Ef ríkisútgjöldin fara úr bönd- unum gæti það kynt undir um- ræðunni um að koma á hlið- stæðum gjaldmiðli, sem yrði nokkurs konar mjúk útgáfa af því að segja skilið við evruna. Sumir ítalskir hagfræðingar eru mjög spenntir fyrir hugmyndinni um „ríkisfjármálamynt“ (e. fiscal money) eins og hún er kölluð. Hún gengur út á að nota brellur nútíma fjármálavísinda til að búa til eitthvað sem virkar á svipaðan hátt og peningar en heyrir ekki undir valdsvið seðlabanka. Kannski muna lesendur eftir skuldatryggingum (e. credit default swaps, CDS), alræmdri tegund fjármálagerninga sem áttu sinn þátt í fjármálakreppunni, seljanlegum verðbréfum sem virk- uðu svipað og trygging. Fjár- festar gátu keypt þessa samninga til að tryggja sig gegn mögulegu greiðslufalli skuldabréfa sem gef- in voru út af fyrirtækjum og ríkj- um. Ríkisfjármálamynt er tæknilega séð öðruvísi. En sú hugmynd að nota eina tegund fjármálagern- ings til að örva aðra er af svip- uðum meiði: ríkisstjórn Ítalíu myndi gefa út formlega inneign- arkvittun og senda hverjum og einum ríkisborgara, t.d. 1.000 evrur á mann. Þessa kvittun gæti fólk notað til að borga skattana sína eða selt hana með afslætti. Markaður yrði til fyrir þessar kvittanir því að þær mætti nota til að greiða skattaskuld við ríkið. Ég geri ráð fyrir að hin evru- löndin, og Seðlabanki Evrópu, myndu vera lítt hrifin af hug- myndinni því hún grefur undan þeirri sýn að evran sé eini gjald- miðill evrusvæðisins. Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjár- málaráðherra Grikklands, stakk upp á svipaðri lausn áður en skuldakreppa Grikklands skall á árið 2015. Grikkland var ekki tilbúið að fara þessa leið, og gríski forsætisráðherrann Alexis Tsipras kaus frekar hefðbundna björg- unaráætlun. En hugmyndin gæti snúið aftur á Ítalíu. Jafnvel Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætis- ráðherra landsins, studdi hug- myndina um hliðstæðan gjaldmiðil í aðdraganda kosninganna. Fyrirsjáanlegar útkomur Við stöndum því frammi fyrir þremur fyrirsjáanlegum útkomum fyrir evrusvæðið: að neitunarvald verði notað gegn hvers kyns um- bótahugmyndum; að ítalska ríkið verði rekið með miklum halla; og að hliðstæður gjaldmiðill verði gefinn út og verði undanfari þess að brestir komi í myntbandalagið. Bætist þetta við möguleikann á að valinn verði herskár arftaki Mario Draghi í stöðu seðlabankastjóra SBE. Ályktun mín er því að Ítalía muni áfram verða helsti áhættu- valdur evrusvæðisins um fyrirsjáanlega framtíð. Ítalía eykur enn á vanda evrusvæðisins Eftir Wolfgang Münchau Kosningaúrslitin á Ítalíu auka líkur þess að útgjöld ítalska ríkisins muni fara vaxandi og draga um leið enn frekar úr möguleikum þess að hugmyndir um umbætur á evrusvæðinu nái fram að ganga. AFP Luigi Di Maio er í lykilstöðu eftir kosningarnar á Ítalíu fyrr í mánuðinum en það gæti orðið örlagaríkt fyrir evrusvæðið. Meira til skiptanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.