Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Þ
etta var áskorun sem ég
átti eftir og það er gaman
að segja frá því að mig
hafði einmitt langað að
nálgast mannlega þáttinn
meira í störfum mínum í fjölmiðlum
um nokkurt skeið þegar þetta tæki-
færi bauðst,“ segir Rikka um nýja
útvarpsstarfið. „Það var meðvituð
ákvörðun hjá mér að fjarlægjast
matinn aðeins, þar sem ég og matur
höfum verið býsna samtvinnuð
gegnum tíðina, af því að ég var eig-
inlega bara orðin svolítið södd af því
að fást við hann. Undanfarin misseri
hef ég sökkt mér í hlaðvörp og
hljóðbækur ásamt því að lesa mikið
og hlusta mikið á talmálsþætti í út-
varpi, allt til að svala áhuga mínum
á fólki. Mig langaði í auknum mæli
að fást við eitthvað með mannlegri
tengingu í útvarpi. Þá var hringt í
mig og ég beðin um að leysa af í
þættinum Magasínið á K100, fyrst
Huldu og svo Hvata, og ég fann
bara hvað ég var tilbúin í þetta í
kjölfarið. Mig langaði einfaldlega
mikið í útvarpið, ekki endilega til að
spila músík fyrir hlustendur heldur
frekar til að spjalla við fólk. Verk-
efnið að halda utan um Ísland vakn-
ar kom því til mín á hárréttum tíma,
fullmótað og sniðið að mínum
áhuga. Mér finnst ótrúlega gaman
að tala við fólk því það hafa allir ein-
hverja sögu að segja.“
Viðbrigði að byrja í útvarpi
Meðal hinna mörgu verkefna sem
Rikka hefur haldið utan um og tekið
þátt í í fjölmiðlum hérlendis eru
Gestgjafinn, Ísland í dag, mat-
artímaritið Bistro, Wipeout-
þáttaröðin sem tekin var upp í Arg-
entínu, Masterchef-þáttaröðin fyrir
utan að gefa út einar fimm bækur
um mat og matargerð. Einnig rit-
stýrði hún Lífinu, blaðhluta Frétta-
blaðsins, og var einnig með þættina
Hjálparhönd sem fjölluðu um sjálf-
boðaliða og hjálparstarf á Íslandi.
„Það er eiginlega í þeirri dag-
skrárgerð sem ég áttaði mig á því
að mig langaði meira í mannlega
þáttinn og minna í matinn í bili,“
bendir Rikka á. „Mig var einfald-
lega farið að langa í annars konar
áskorun.“
Þá áskorun hefur Rikka fengið í
hinum daglega morgunþætti því
eins og hún útskýrir eru margs kon-
ar viðbrigði fólgin í því að hefja
störf í útvarpi, burtséð frá allri
þeirri reynslu sem hún hefur sank-
að að sér í gegnum árin í fjöl-
miðlum.
„Mér finnst ég tengdari sam-
félaginu í útvarpinu og um leið
frjálsari. Einhvern veginn finnst
mér það heftandi að vera of pródú-
seraður í fjölmiðlum,“ segir hún.
„Eigin persónuleiki fær að skína
meira í gegn. Þegar maður er til
dæmis í sjónvarpi er maður miklu
meira pródúseraður og þar af leið-
andi tengir fólk kannski ekki eins
mikið við mann. Mér finnst ég vera
meira ég sjálf í útvarpinu, miklu
meira. Þó að ég hafi alltaf lagt upp
með að vera ég sjálf í störfum mín-
um í fjölmiðlum þá ertu einfaldlega
með ákveðið rými sem þú þarft að
starfa innan þegar þú ert í sjón-
varpi, til dæmis í matreiðsluþáttum.
Þá ertu ekkert að fara að tala um
hvað þú gerðir í gær, nema það
tengist því sem þú ert að fást við.
En í útvarpinu talar maður bara af-
slappað um daginn og veginn, án
þess að þurfa að flétta það endilega
við dagskrána að öðru leyti.“
Hálfgert raunveruleikaútvarp
Eins og landsmenn hafa séð er
morgunþátturinn Ísland vaknar –
sem og aðrir dagskrárliðir K100 –
ekki bara sendir úr á FM heldur er
dagskrá útvarpsstöðvarinnar einnig
sýnd á rás 9 í sjónvarpinu. Þetta er
nýlunda hér á landi og spurning
hvernig Rikku fellur að vera ekki
bara í útvarpinu heldur í sjónvarp-
inu um leið?
„Veistu það, frá því ég stóð fyrst
framan við myndavél hefur mér lið-
ið þar vel svo ég pæli ekki í þessu.
Myndavélarnar sem senda út þætt-
ina hafa engin áhrif á okkur og
mestan partinn vitum við ekki af
þeim. Þær eru bara þarna án þess
að pródúsera dagskrána neitt frek-
ar, sem gerir þetta einmitt svo
skemmtilegt og spennandi. Fólk
fylgist með okkur þar sem við erum
einfaldlega við sjálf, næstum eins og
verið sé að fylgjast með okkur inn
um gluggann án þess að við vitum
af því,“ bætir Rikka við og kímir.
„Eiginlega er þetta hálfgert raun-
veruleikaútvarp! Maður er bara
eðlilegur í sínu umhverfi og leiðir
hugann ekkert að myndavélunum.
Við látum eins og okkur sýnist og
það er ekki bannað að fá hláturs-
kast, sem gengur ekki endilega í
hefðbundinni sjónvarpsútsendingu í
beinni. Þetta þýðir að það getur allt
gerst og fyrir bragðið er spennandi
að mæta í vinnuna. Maður þarf að
vera viðbúinn og um leið opinn fyrir
því sem kann að gerast. Það er
nauðsynlegt að vera sveigjanlegur
til að geta brugðist við því sem ger-
ist. Í sjónvarpi hefurðu tækifæri til
að taka upp aftur og aftur ef eitt-
hvað kemur upp á en í útvarpinu
vinnurðu af fingrum fram. Þetta eru
því gerólíkir miðlar.“
Stemningin er auðheyrilega góð
og stuðið eftir því þegar þau þrjú
eru í loftinu. Þekkti Rikka þá fé-
lagana, Rúnar Frey og Loga, áður
en þau hófu störf saman á K100?
„Já, ég þekkti þá báða,“ segir
Rikka. „Við Logi vorum saman á
skrifstofu hjá 365 miðlum, Rúnar
Frey þekkti ég bæði frá fornu fari
og í gegnum fólkið í kringum mig.“
Aðspurð hvort Logi – sem er ann-
álaður, ef ekki alræmdur hrekkja-
lómur – sé búinn að gera henni eða
Rúnari Frey grikk síðan þau hófu
störf í upphafi mánaðar segir hún
svo ekki vera „Hann er nú búinn að
vera nokkuð hrekklaus hingað til en
það veit sjálfsagt ekki á gott. Ætli
hann sé ekki tifandi tímasprengja
sem gerir út af við mann þegar
minnst varir?“
Rikka segist aftur á móti hafa
lúmskt gaman af því að ná skapinu í
Loga upp, eldsnemma á morgnana,
þegar hann er ekki alveg vaknaður
til lífsins. „Ef ég hef til dæmis á orði
hversu mikill ökuníðingur hann er,
eða fer að tala um einstefnur og
annað úr umferðinni, þá kveikir það
oftast upp í elementinu í honum.
Bara að segja orðið „einstefna“ dug-
ar oftast,“ segir Rikka og hlær við.
Aðspurð hvort þau þrjú virki vel
saman af því að þau séu á sinn hátt
lík, eða af því að þau séu ólík, segir
hún hið síðarnefnda vera tilfellið.
„Klárlega af því við erum ólík.
Mjög ólík. Það held ég að sé styrk-
leiki og það gerir þetta allt saman
líka áhugavert. Værum við öll eins
þá þyrftum við væntanlega ekki að
vera öll þrjú,“ bætir hún kankvís
við. „Þeir tveir hafa unnið talsvert
saman áður svo ég er svolítið eins
og einstaklingur sem er að fara með
eldri hjónum í sólarlandaferð!“
Hér er ekki lítið hlegið.
En þarf hún að standa uppi í
hárinu á þeim gaurunum sem
„stelpan í hópnum“ – þeir eru jú
helmingi fleiri en hún?
Rikka hugsar sig um.
„Jú, ég þarf þess alveg stundum,“
segir hún og brosir út í annað.
„Áskorun sem ég átti eftir“
Friðrika Hjördís Geirsdóttir – Rikka – er komin til starfa á K100 og sér um morgunþáttinn Ísland vaknar ásamt þeim Loga Bergmann
og Rúnari Frey. Þó að hún hafi víða komið við í fjölmiðlum hérlendis er K100 fyrsta útvarpsstöðin sem hún vinnur hjá og því fylgja
kostir jafnt sem áskoranir, eins og hún segir frá.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útvarpið „Mér finnst ég tengdari samfélaginu í útvarpinu og um leið frjálsari,“ segir Rikka. „Eigin persónuleiki fær að skína meira í gegn. Þegar maður er til dæmis í
sjónvarpi er maður miklu meira pródúseraður og þar af leiðandi tengir fólk kannski ekki eins mikið við mann. Mér finnst ég vera meira ég sjálf í útvarpinu, miklu meira.“
„Hérna koma nokkrar tillögur að skemmtilegum pod-
köstum og bókum sem ég er að hlusta á þessa dagana:
Hlaðvörp:
Í ljósi sögunnar – Vera Illugadóttir
Frjálsar hendur – Illugi Jökulsson
Mum says my memoir is a lie – Rosie Waterland
Ted Talks daily
Ted-Ed: Lessons worth sharing
Ted Talks health
Missing Richard Simmons – Dan Taberski
Gastropod
The Doctor’s kitchen
Happier – Gretchen Rubin
The British History Podcast
Hljóðbækur:
How to win friends and influence people/Digital age
– Dale Carnegie
What I know for sure – Oprah Winfrey
Bossypants – Tina Fey
Syndafallið – Mikael Torfason
Dalalífsserían – Guðrún frá Lundi
Rikka mælir með hlaðvörpum og hljóðbókum
Rikka var beðin að nefna eitthvað af því sem hún hefur haft í eyrunum
síðustu daga og vikur og haft gaman af. Það reyndist auðsótt mál.
Morgunblaðið/Hari
Sælkeri Rikka hefur í seinni tíð talsvert meiri áhuga á mannlega þættinum í fjöl-
miðlum að sinni en er sama áhugamanneskjan um góðan mat.