Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 KONUKVÖLD 20% AFSLÁTTUR AFÖLLUM VÖRUM! FACEBOOK.COM/COMMAICELAND INSTAGRAM.COM/COMMAICELAND E va byrjaði að snappa fyrir um þremur árum og við- urkennir að hafa ekki haft hugmynd um hverjir möguleikar miðilsins voru í upphafi. „Það vissi í raun enginn hvernig snappið virkaði þegar maður var að byrja, maður gerði bara eitthvað. Maður elti hjörðina, hlóð niður appinu og fór að fikta með þetta,“ segir hún. Það var því lítið um markvisst snapp hjá Evu til að byrja með en fyrr en varði fann hún taktinn. „Fyrir mér hefur snappið alltaf verið vettvangur fyrir minn húm- or,“ útskýrir hún. „og ég hef gert mér far um að halda í það alla tíð. Húmorinn virðist svo aftur á móti vera að falla í kramið hjá fólki. Ég gerði mér hins vegar enga grein fyrir því að maður gæti safnað meira en tíu þúsund fylgjendum. Það áttaði sig enginn í upphafi á þeim mætti sem býr í þessu litla appi.“ Stemningin þarf að vera til staðar fyrir snappið Tíu þúsund fylgjendur er óneit- anlega talsverður fjöldi en Eva segist hugsa sem allra minnst um það. „Maður einbeitir sér bara að því að halda sínu striki og vera maður sjálfur, það er það eina sem blífur í snappinu sem og í lífinu sjálfu.“ Aðspurð segist hún ekki hafa neina vinnureglu í því hve oft hún snappar á degi hverjum, en reyni þó að senda eitthvað frá sér dag- lega. „Stundum er maður í meira stuði þennan daginn heldur en hinn, eins og gengur, en það kem- ur nú yfirleitt alltaf frá mér eitt- hvert efni á hverjum degi. Ég var náttúrlega óþolandi þegar ég var að byrja, alltaf með símann á lofti, en í dag er þetta aðeins rólegra. Ég held líka einkalífinu meira utan við snappið mitt og það vita það til dæmis alls ekki allir að ég er mamma,“ bætir hún við. „Ég set börnin mín tvö einfaldlega ekki í story [snapp sem allir geta séð] síðan fylgjendahópurinn varð svona stór. Hér áður var ég stans- laust að snappa en núna þarf að vera tilefni eða ástæða til. Ef stemningin er til staðar, þá snapp- ar maður.“ Snappið er persónulegra Íslendingar hafa, rétt eins og flest- ar aðrar þjóðir, tekið samfélags- miðlum höndum tveim og mjög margir eru jöfnum höndum á Fa- cebook, Twitter, Instagram og Snapchat. Hver miðill hefur sína eiginleika og sína stemningu, ef svo má segja, en hvað er það sem gerir Snapchat frábrugðið hinum, í huga Evu? „Mér finnst snappið persónu- legri miðill en til dæmis story- hlutinn af Instagram. Mér finnst fólk einhvern veginn ópersónu- legra á Insta-stories, mér þykja innslögin þar vera meira lífs- stílstengd, meira uppstillt og ekki eins blátt áfram. Mér finnst snappið aftur á móti vera í fyrsta lagi þægilegri miðill – ég er miklu fljótari að koma frá mér efni þar en á Instagram, og finnst snappið einhvern veginn persónulegri og meira lifandi miðill.“ Eva bætir því við að hún sé reyndar ekkert alltof hress með nýjustu uppfærsluna á Snapchat en lætur það þó ekki stoppa sig og hyggst halda sínu striki. Tíu þús- und fylgjendur varpa þar með öndinni vafalaust léttar! Eva bætir því við að oftast séu snöppin hennar leikin af fingrum fram og mestan partinn séu þau tekin upp „spontant“. Hins vegar taki hún stundum upp stutta sketsa, oftar en ekki sem karakter að nafni Sigfús Þór gröfustjóri. Þá sé snappið tekið upp samkvæmt fyrirfram ákveðnu skipulagi og handriti. „Hann er eiginlega orðinn sjálf- stæður persónuleiki á snappinu og hefur meira að segja lent í viðtali á bleikt.is,“ segir Eva og hlær. „Þegar hann kemur á snappið er ég búin að pródúsera innslagið í hausnum, og það finnst mér skemmtileg tilbreyting frá því sem ég snappa venjulega. Þessi karakt- er er einmitt liður í því að hafa nóg af húmor á snappinu mínu, og þá kemur Tinna systir mín sterk inn sem tökumaður,“ bætir Eva við. Deili augnablikum með fylgjendunum Snappið hefur í gegnum síðustu þrjú ár fært Evu ýmis tækifæri sem hún býst ekki við að hafa fengið annars, eins og hún bendir á. „Ég hef fengið að upplifa fullt af hlutum, meðal annars í samstarfi mínu við Gamanferðir síðasta árið, en þau hafa sent mig í ferðir hing- að og þangað um heiminn. Þetta er þannig að gefa mér fullt af skemmtilegum tækifærum sem ég hefði líklegast ekki fengið annars.“ Í þessu sambandi kemur henni í hug tónleikaferð á Bruno Mars í London á síðasta ári. „Það var eig- inlega bara tryllingur lífs míns því ég er svo rosalegur aðdáandi hans og hef verið frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið. Þegar ég fór á þá tónleika var ég bara við hliðina á sjálfri mér af gleði, varð eiginlega fimmtán ára aftur, öskrandi og gargandi, og næstum því grátandi,“ bætir hún við og hlær við minninguna. „Það eru augnablik og upplifanir eins og þetta sem ég deili með fylgjendum mínum á Snapchat.“ Hver kemur á Konukvöldið? Að endingu verður ekki hjá því komist að spyrja Evu hvort það er hún eða Sigfús Þór gröfustjóri sem mætir í snapp-ham á Konu- kvöld K100 í Smáralind í kvöld? Eva er fljót til svars. „Ætli það verði ekki húmorist- inn Eva Ruza. Ég reikna með að það verði ég sem mæti galvösk með símann á lofti.“ Snapchat: evaruza Með húmorinn að leiðarljósi Af öllum samfélagsmiðlunum sem landinn skoðar á degi hverjum er gróskan líklega einna mest á hinu svokallaða snappi – eða Snapchat. Meðal þeirra „snappara“ sem eiga hvað stærstan fylgjendahóp hérlendis er Eva Ruza sem á sér meira að segja hliðarsjálf sem stundum tekur völdin. Hliðarsjálfið Eva á það til að bregða á leik sem hinn óborg- anlegi Sigfús Þór gröfustjóri. Snappstjarna Eva Ruza er í hópi vinsælustu snappara Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.