Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Á
kveðið var að taka saman nokkrar
spurningar sem vinir vita oftast hvor
um annan, ekki síst ef vinskapurinn
nær aftur um 20 ár eins og tilfellið er
með þá kumpánana. Vináttu þeirra
má rekja aftur til þess tíma er þeir léku með ut-
andeildarliðinu Rögnunni í fótbolta, í gegnum
sameiginlegan vin þeirra tveggja, Gísla Mar-
tein Baldursson. Seinna tóku þeir í sameiningu
að sér veislustjórn víða um land, unnu saman í
útvarpi sem og sjónvarpi. Aðspurðir hafa þeir
varla misst úr dag hvað samveru varðar hin
seinni ár og er því ekki stætt á öðru en að vita
eftirfarandi atriði hvor um hinn. En hefjum þá
leika og sjáum hvor hefur betur.
Afmælisdagur
Logi Bergmann: (Talsverð þögn). „Þú átt af-
mæli … (Önnur lengri þögn) mig langar að
segja í maí?
Apríl?
Apríl?
Apríl?
Þú ert vor, er það ekki?“
Hér gremst Loga minnisleysið og hann bölv-
ar skilmerkilega hárri röddu.
Rúnar Freyr: (Hvessir augun á vin sinn og
segir lágri en ásakandi röddu)
„Logi, við vorum saman í golfferð í Búlgaríu
þegar ég átti afmæli.“
LB: „Einmitt! Apríl!“
RF: „29. apríl.“
Sjáum hvernig Rúnari tekst til með afmæl-
isdag Loga.
RF: „Byrjun desember.“
LB: „Þetta er ekki nákvæmt, finnst mér.“
RF: „8. desember?
LB: „ Nei. 2. desember. Ég var í rauninni
nær þó að þú hafir verið með mánuðinn réttan.“
Uppáhaldsmatur
RF: „Uppáhaldsmatur Loga er eitthvað mjög
einfalt. Unnar kjötvörur.“
Logi fellst á þetta upp að vissu marki.
LB: „Rúnar er dálítið fyrir súpukjötið. Það
er súpa í honum.“
Blaðamaður gýtur augum á ullarpeysuna
sem Rúnar klæðist. Þetta hljómar skyn-
samlega hjá Loga.
RF: Jájá, við gefum rétt fyrir það. Kjötsúpa
er einn af uppáhaldsréttunum mínum.“
Vandræðalegasta uppákoma
LB: „Hann Rúnar Freyr er alltaf að lenda í
vandræðalegum uppákomum, alltaf að segja
eitthvað á vitlausum stöðum eða gera einhverja
vitleysu. Hann er svo ör! Hann er svo fljótur
upp. Hann getur misskilið eitthvað og orðið
brjálaður út af því og svo fattar hann að það var
ekkert mál og þá biðst hann afsökunar. Hann
er mjög góður í að biðjast fyrirgefningar. Það
er ekkert eitt, bara samansafn af svona uppá-
komum.“
Rúnar fellst á þetta.
RF: „Ég næ ekki að rifja upp neitt akkúrat
núna. Það er pottþétt eitthvað …“
Hann hugsar sig um.
„Hann tekur feil á fólki, af því að hann er
ómannglöggur. Og er ókurteis við fólk. Án þess
að fatta það. Þá kemur hliðarsjálf mitt, Trúnar
Freyr, til skjalanna og settlar málin.“
Logi þekkir þetta.
LB: „Jú, einmitt. Ég heyri mjög oft frasann
Maður segir ekki svona.“
RF: „Logi er bara svo blindur á eigin galla,
svo gersamlega laus við sjálfsgagnrýni að hon-
um finnst ekkert vera vandræðalegt. En okkur
í kringum hann finnst það!“
Uppáhaldsbíómynd
RF: „Shawshank Redemption“
Er það gott gisk? spyr blaðamaður.
LB: „Mjög gott gisk. Ég segi samt When
Harry Met Sally. Það er uppáhaldsbíómyndin
mín.“
En uppáhald Rúnars?
LB: „Shawshank Redemption.“
RF: „Ein af þeim.“
LB: „Svo er náttúrlega listræna taugin í hon-
um. Hann mun segja við okkur að það sé Beiti-
skipið Potemkin, Citizen Kane eða álíka. Þetta
hefur hann úr þessum leiklistarskóla sínum.“
Logi hristir hausinn.
RF: „Deer Hunter, Taxi Driver, Midnight
Cowboy.“
LB: „Sko!!“
Uppáhalds erlendur fótboltamaður
LB: „Hmmm … ég myndi alltaf halda að það
væri Ryan Giggs.“
RF: „David Beckham.“
Aftur er bölvað hástöfum.
RF: „Ég hélt þú vissir þetta.
En hjá Loga?
RF: „Cantona.“
LB: „Já, heyrðu, það er líklega alveg rétt. Ég
ætlaði að segja Giggs en þetta er ennþá betra.“
„RF: „Cantona er nefnilega karakter sem
Logi fílar í botn. Ólíkindatól sem lætur allt
flakka.“
Lag sem hinn þolir ekki
RF: „Látum okkur sjá. (Löng þögn)
Nei, ég næ þessu ekki.“
Logi? Hvert er lagið?
LB: „Það er hérna óperulagið með Ed
Sheeran.“
RF: „Já! Þetta átti ég að vita!“
LB: „Þetta áttirðu að vita. Af íslenskum lög-
um er það alltaf þjóðhátíðarlagið hans Jóns
Jónssonar, eins og tekið var fyrir þegar hann
kíkti í þáttinn til okkar. Rúnar þolir heldur ekki
nein vælulög. Eflaust er það áðurnefnt óp-
erulag með Ed Sheeran.“
Rúnar Freyr samsinnir því hiklaust.
Hvernig drekkur hinn kaffið sitt?
LB: „Rúnar Freyr drekkur kaffið sitt hratt,
eins og allt sem hann gerir. Ég held að engin
börn hafi verið getin jafn hratt og börnin hans.“
Mikill hlátur meðal viðstaddra.
En kaffið, er það lítið og svart eða stórt og
mjólkurblandað …?
LB: „Erum við ennþá að tala um kaffi?“
Ekki minna hlegið.
LB: „Þegar ég gef honum kaffi þá er það
cappuccino, en hann vill samt aðeins minni
mjólk. Macchiato.“
RF: „Rétt. Macchiato.“
En Logi? Og kaffið hans?
RF: „Kaffi með mjólk. Það er bara þannig.“
LB: „Jaaá, sko ég vil rúmlega macchiato.
Það verður alltaf að vera mjólk. En kaffið verð-
ur að vera sterkt. Ég fæ í magann af þunnu
kaffi.“
Hvað kemur hinum helst úr jafnvægi?
RF: „Það er þegar græjur virka ekki sem
skyldi. Þá verður hann brjálaður. Mér er minn-
isstæður rússneskur radarvari sem Logi keypti
á Ali Express. Við vorum hálfnaðir til Tálkna-
fjarðar og rússneski radarvarinn virkaði ekk-
ert en malaði stanslaust á rússnesku. Logi varð
svo brjálaður að hann reif græjuna lausa,
skrúfaði niður rúðuna og ætlaði að fleygja
draslinu út. Hann hitti hinsvegar ekki út heldur
dúndraði græjunni í hurðakarminn svo rad-
arvarinn datt aftur inn í bíl og í kjöltuna á
Loga.“
LB: „Þetta er alveg satt.“
RF: „Svo þolir hann ekki þegar aðrir eru í
græjuvandræðum. Hann er týpan sem hrifsar
af þér símann og segir þér að þú eigir að gera
svona og svona.“
LB: „Ég er ekki að koma vel út úr þessu …“
En Rúnar Freyr?
LB: „Það er óheiðarleiki. Ef fólk kemur ekki
hreint fram við Rúnar þá er það ekki í góðum
málum. Þá kemur hann og klagar fólk í mig.“
Stigagjöfin er sannast sagna fokin hér út í
veður og vind og við látum lesendum eftir að
meta hvort þeirra félaga þekkir hinn betur.
Logi Bergmann og Rúnar Freyr;
hvor þekkir hinn betur?
Félagarnir Logi Bergmann og Rúnar Freyr Gíslason hafa þekkst um langt árabil og margt brallað saman. Ætla mætti að þeir þekktu
hvor annan býsna vel. En hversu vel þekkjast þeir í raun og hvor veit meira um hinn?
Morgunblaðið/Hari
Félagar Rúnar Freyr og Logi Bergmann hafa þekkst í um 20 ár en þó er eitt og annað sem þeir eru ekki með fullkomlega á hreinu í fari hins. Það breytir þó engu um að jafnan er glatt á hjalla hjá þeim þegar þeir
halda saman ásamt Rikku um taumana í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Hér sjást þeir í léttu skapi, einu sinni sem oftar, og það er að vanda stutt í glensið hjá þríeykinu.