Alþýðublaðið - 20.12.1919, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.12.1919, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Gefið ilt af Alþýðuílokknum. 1919 Laugardaginn 20. desember 46. tölubl. Rússland. Eftir Georg Brandes. (Niðurl.) Einveldi það sem her Yestur- Evrópuþjóðanna mundi koma á yrði afar „chauvinistiskt" og mundi verða til þess að Kússar hötuðu og fyrirlitu Yestur-Evrópuþjóðirn- ar, en það hefði mjög skaðlog áhrif fyrir menninguna. Ameríkumenn hafa fyrstir manna Béð þetta. Menn telja sér alment trú um áð Koltchak aðmíráll og Denikin hershöfðingi séu að berjast fyrir frjálslyndi og lýðveldi. En hver sem skoðun þessara herkónga kann að vera þá er það víst að mikill meiri hluti liðs þeirra eru alt annað en frjálslyndir menn og að þessir menn mundu eigi gera annað fyrir Rússland en að koma aftur á einveldi með nýju blóðbaði. Séu Bandamenn glöggsýnir í pólitík þá hefðu þeir áreiðanlega eigi hafið hina vopnuðu innrás í Rússland, hafi það verið tilgangur þeirra að hjálpa Rússum. Það vantar brauð í öllu Mið- og Noröur-Rússlandi. í Moskva og nágrenni borgar- innar voru borgaðar 25—30 rúbl- ur fyrir 450 grömm af rúgbrauði í vor, ef menn vildu kaupa meira en þeim var skamtað af stjórn- inni. Skamturinn var pundsfjórð- ungur af brauði, en hann kostaði heldur ekki meira en 1 rúblu og 60 kopeka. í sumum héruðum íæst ekki brauð hvað sem í boði er. Af Þessu leiðir hungursneyð með öll- Um afleiðingum hennar. ( Heill cettliður veslast upp. Og þar ofan í kaupið er Rúss- Um bannað að kaupa b"auð í ^esturevrópu. Hvers vegra? Er Það til að koma koisarastjárninni & aftur? Alstaðar i Rússlandi vantar ÍÖuaðarvörur, Bónd.nn veiður að kaupa verkfæri sín dýrum dómum. Hann verður að borga 1000 rúbl- ur fyrir 4 járnvarin hjól á vagn- inn sinn. Enn þá verra er áatand- ið í Ukraine. Þar fást ekki neinar vörur, hvað sem í boði er. Yesturríkin hafa kosið að taka sömu afstöðu til Rússlands sem Austurríki, Prússland og Rússland tóku gagnvart Frökkum árið 1793, í staðinn fyrir að þau hefðu átt að gera alt sem í þeirra valdi stóð til að hjálpa þeim. En það eitt er víst, að sama er hve miklu blóði veröur úthelt, Rússar láta aldrei færa sig aftur í þær viðjar harðstjórnar og kúg- unar sem þeir hafa hrist af sér. Það sem mest á ríöur fyrir framtíðina, er að koma vinnunni í gott skipulag. Til þess ættu Bandamenn að hjálpa Rússum og hefðu fyrir löngu átt að vera búnir að því. Þess vegna hrópa eg, fyrir nfunn beztu manna Rússlands, til Bandamanna: Komið til hjálpar börnum vor- um. Hjáipið oss til að koma hinni nauðsynlegu vinnu í lag. Sendið oss hvorki hermenn né hershöfð- ingja — hvað eigum vér með þá að gera? — en sendið oss brauð, sendið oss verkfæri, svo vér get- um aflað oss fæðu, sendið oss menn til að stjórna Verksmiðjam vorum og fyrirtækjum, sendið oss menn til að stjórna hinni nauð- synlegu vinnu vorri, slík endur- reisn er það sem færir frelsi. 16. okt. 1919. (Þýtt úr „Tilskueren"). Hásetal'élagiö heldur fund í Bárubúð kl. 2 e. h. á morgun (sunnudag). Rætt um lar;abreyt- ingar og samninga togarumanna. Félagar ættu að fjölmenna á fund- inn, svo ekkert verði þar gert, sem þeim síðar kemur á óvart, gjargaí jrá ðrnknun. í fyrrakvöld (18. des.) fór Magn- ús Guðmundsson skipasmiður á báti fram í skonnortu Elsu, sem legið hefir hér á höfninni til við- gerðar. Þegar Magnús kom fram að skipinu, var kallað í hann of- an af því og honum sagt að bát- ur hefði fyllst þar skamt frá skip- inu og væru í honum tveir menn, sem myndu hætt komnir. Magnús brá við og reri í skyndi þangað, sem honum var til visað og var þá annar að sökkva og marraði í kafi, en hinn hélt sér uppi á sundi. Gat hann dregið báða mennina upp í bátinn og var annar þeirra meðvitundarlaus en raknaði þó við. Menn þessir unnu hjá Fred- riksen kaupm. Veður var hið versta og ilt í sjóinn og má telja víst, að mennimir hefðu farist þarna hefði Magnús ekki borið þarna að í tæka tíð. ^ímækeyti. Kböfn 17. des. Hið háa gengi dollarans, Frá London er símað að fréttir frá New York hermi það, að hið háa gengi dollarans hafi óheppileg áhrif á viðskiftalífið í Ameríku, af því kaupmenn allra landa reyni að draga úr innflutningi frá Ame- ríku, og að aðalástæðan til háa gengisins sé mótstaða sú er Re- publikana-flokkurinn veiti friðar- samningunum. Samningar Bandamanna og Bjóðverja. Frá París er símað að yfirráð Bandamanna viðurkenni friðsemis- anda þann, sem lýsi sér í síðustu orðsendingu Fjóðverja, AusfcnrríM. Baadamenn erw að yfirvega ná-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.