Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 8
Í nóvember á síðasta ári var greint frá því í Morgunblaðinu að ört vaxandi sænskt fyrir- tæki, Storytel, hefði keypt íslenska hljóðbóka- fyrirtækið Skynjun af Stefáni Hjörleifssyni, sem eftir kaupin varð starfsmaður Storytel á Íslandi. Stefán og aðrir starfsmenn Storytel hafa ekki setið auðum höndum síðan þá, en nú þegar hefur verið settur aukinn kraftur í fram- leiðslu íslenskra hljóðbóka undir þessu nýja merki og Íslendingar hafa tekið fyrirtækinu opnum örmum. Fjöldi áskrifenda fyrstu vikuna fór margfalt fram úr björtustu vonum, að sögn aðstandenda, og góð stígandi er í fjölgun áskrifenda dag hvern. Fólk sé ánægt með þjón- ustuna og vöruúrvalið. Áður en Storytel keypti Skynjun þekktu sjálfsagt fáir sænska fyrirtækið. Enn færri vissu líklega af íslenskum rótum þess, en annar tveggja stofnenda þess er íslenskur í húð og hár, Jón Baldur Hauksson, ættaður frá Akur- eyri. Hlutur Jóns í félaginu er í dag metinn á tæpa tvo milljarða íslenskra króna. „Ég flutti ásamt móður minni til Lundar í Svíþjóð árið 1979, þegar ég var níu ára gamall, en bjó á Akureyri fram að því,“ segir Jón í sam- tali við ViðskiptaMoggann. Eftir grunn- og framhaldsskóla innritaðist Jón í kerfisfræði í háskóla og vann síðan sem ráðgjafi í upplýs- ingatækni næstu sex ár eftir að námi lauk. „Við Jonas [Tellander, hinn stofnandi Storytel] kynntumst í gegnum eiginkonur okkar. Þær voru saman í líffræðinámi og við hittumst oft í matarboðum. Við ræddum oft um að okkur langaði að stofna fyrirtæki saman. Þetta var í kringum 1999. Við höfðum ýmsar hugmyndir en það varð ekki mikið úr neinu á þeim tíma. Ég flutti svo til Brussel í Belgíu en Jonas fór í MBA-nám til Frakklands. Síðan líður og bíður og árið 2005 hringir Jonas allt í einu í mig og segist vera búinn að skoða vandlega banda- ríska fyrirtækið Audible [hljóðbókafyrirtæki í eigu Amazon]. Í kjölfarið fengum við fund með Audible og fórum í heimsókn á skrifstofur þeirra í Bandaríkjunum. Markmið okkar var að fá umboð fyrir Audible á sænska markaðnum. Eftir þó nokkra vinnu með þetta að markmiði hættu þeir við allt saman og gáfu þá ástæðu að þeir vildu frekar einblína á stærri markaði en Svíþjóð. Nú voru góð ráð dýr, en við ákváðum í staðinn að stofna bara okkar eigið hjóðbóka- fyrirtæki. Það voru í raun hæg heimatökin því símarisinn Sony Ericsson var með starfsemi í Lundi sem þýddi að það var mikil þróun þar í farsímatækni,“ segir Jón. Hann segir að á þessum tímapunkti, árið 2005, hafi þeir Jonas verið búnir að átta sig á því að framtíðin lægi í að streyma hljóðbóka- efni í símann yfir netið. Þeir hafi því tekið til óspilltra málanna. „Þarna var Jonas búsettur í Sviss en ég var í Lundi og starfaði hjá ráðgjaf- arfyrirtækinu Sigma. Ég var í feðraorlofi á þessum tíma og byrjaði nú að smíða grunninn að nýju hljóðbókaforriti. Þarna voru enn ekki komnir snjallsímar eins og við þekkjum þá í dag, en ég byrjaði að kynna mér Nokia, Erics- son og fleiri síma í kjölinn. Á þessum tíma vant- aði samskiptareglur fyrir streymi (e. Stream- ing Protocol) en við gerðum samt sem áður slíkan grunn, þótt það hafi verið nokkuð snúið að streyma efni í símann yfir farsímanetið. Þarna tengdust símarnir heldur ekki neinum þráðlausum netum eins og þeir gera í dag. Annað sem við þurftum að huga að var að út- vega okkur efni til að selja og Jonas fór á fullt í að semja við bókaforlögin um aðgang að bók- um.“ Jón segir að einnig hafi þurft að semja við símafyrirtækin því gagnaflutningar í síma hafi á þessum árum verið mjög kostnaðarsamir. Samningarnir gengu, að sögn Jóns, út á að símafyrirtækin fengju 25% hlut af sölu hverrar áskriftar gegn því að það yrði ókeypis að streyma efninu. „Þetta var þó allt mjög tak- markað í byrjun; ekki var hægt að streyma nema einni bók í mánuði og bókunum var skipt upp í nokkra hluta. En þetta þróaðist samt fljótlega yfir í ótakmarkaða áskrift. Í dag er fyrirkomulagið þannig að viðskiptavinur fær 14 daga fría og svo er um ótakmarkaða notkun að ræða, rétt eins og fólk þekkir hjá Spotify- tónlistarveitunni og Netflix með kvikmyndir og sjónvarpsefni.“ Fór í Dragon’s Den Jón viðurkennir að þeir hafi verið aðeins á undan sínum tíma í tækninni. Viðskiptavinirnir hafi ekki alveg áttað sig á út á hvað þetta áskriftarfyrirkomulag gekk sem þeir voru að kynna til sögunnar. „Menn voru lengi að átta sig enda var svolítið erfitt að fara á netið í sím- anum. Fólk þurfti að fara inn í stillingarnar á símanum sínum til að koma hlutunum í gang og þetta var alls ekki nógu notendavænt og að- gengilegt. Það var því ákveðinn þröskuldur.“ Þegar hér er komið sögu er fjármálahrunið árið 2008 að færast nær og hlutaféð sem félagið hafði safnað nánast uppurið. Frá stofnun höfðu þeir náð að safna hlutafé hjá fjölskyldu og vin- um sem trú höfðu á fyrirtækinu, auk þess sem englafjárfestar svokallaðir lögðu peninga í það. „Svo lokaðist alveg á okkur í kreppunni og þá var úr vöndu að ráða. Þá gerðist það að Jonasi var eiginlega alveg óvart boðið að taka þátt í sænskri útgáfu sjónvarpsþáttanna Dragon’s Den, þar sem frumkvöðlar keppa um að ná að heilla valinn hóp fjárfesta, ekki ólíkt þáttunum Toppstöðin sem sýndir voru á RÚV árið 2015. Þetta varð til þess að það komu nýir fjárfestar inn í félagið, en þar var um að ræða einn af dómurunum í þáttunum, Richard Båge, og við- skiptafélaga hans úr Mediaplanet, Rustan Panday. Båge er núna stjórnarformaður Story- tel og hefur verið í fullu starfi hjá félaginu síð- astliðin ár. Það sama gildir um Panday.“ Þáttaskil urðu í tækniumhverfi fyrirtækisins í kringum árið 2009 þegar fyrstu Android- Bókamarkaðurinn hefur tekið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Með byltingu í tækni og útbreiðslu snjallsíma hafa opnast nýjar víddir í miðlun margs konar afþreyingar- efnis. Eitt af því er bókaútgáfa í hljóð- bókaformi, en hljóðbókafyrirtæki eins og sænska fyrirtækið Storytel blómstra nú sem aldrei fyrr og eru að koma bók-„lestri“ til bjargar. 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018VIÐTAL Storytel var í lok árs 2017 með 534 þúsund áskrifendur í níu löndum, en fjöldinn óx um 48% frá fyrra ári. Áætlanir gera ráð fyrir nokkurri fjölgun á þessu ári, en stefnt er að 800 þúsund áskrifendum í lok 2018, þar af 60 þúsund í Svíþjóð. Það þýðir að á fyrri helmingi 2018 munu erlendir áskrifendur í fyrsta skipti fara fram úr innlendum. Fyrirtækið er skráð í kauphöll í Svíþjóð og markaðsvirðið er 3,8 milljarðar sænskra króna, eða um 46 milljarðar íslenskra króna, litlu verðminna en Hagar er í ís- lensku kauphöllinni. Velta félagsins var 1.265 milljónir sænsk- ar krónur árið 2017, jafnvirði 15,5 milljarða íslenskra. Jón segir að þar inni séu tekjur bókaforlagsins einnig, en tekjur af streymisþjónustunni vaxi hraðast og séu nú að nálgast einn milljarð sænskra króna. Erlendir áskrifendur fleiri en sænskir í fyrsta sinn Höfundarréttarmál rithöfunda komust í hámæli eftir að Storytel byrjaði að bjóða þjónustu sína hér á landi. Spurður út í þau mál segir Jón að þarna geti spilað inn í að ákveðin nýjung er á ferðinni og ekki skrýtið að einhverjir verði óöruggir með hvernig eigi að taka á því. „Ég mæli með að fólk gefi þessu smátíma til að sjá betur hvernig þetta virkar. Þetta gæti líka opnað nýja möguleika fyrir íslenska höfunda. Í Svíþjóð eru fjölmargir höfundar sem ekki höfðu náð að vekja athygli á hinum hefð- bundna markaði en eru núna komnir með góðan markað fyrir afurðir sínar í gegnum Storytel. Þá tel ég að þetta gæti hjálpað íslenskum höfundum að selja bækur er- lendis. Það er létt að markaðssetja bæk- urnar annars staðar á Norðurlöndunum í gegnum Storytel.“ Getur opnað nýja möguleika fyrir íslenska höfunda „Það er nauðsynlegt að hafa aðgang að eigin efni og rithöfundum,“ segir Jón Baldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.