Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 11FRÉTTIR Borgartúni 22 og Dugguvogi 4, Reykjavík, S: 588 8000 • Dalshrauni 11, Hafnarfirði, S: 588 8000 Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 Gleráreyrum 2, Akureyri, S: 461 2760 Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is Litina hennar Sæju færð þú í Slippfélaginu GÆÐIN Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið. Votur Volgur Ber Af síðum Er Elon Musk svo „áhrifamikill“ að það valdi því að fólk „reynist ekki lengur fært um að nota eigin dómgreind“? Það getur varla far- ið á milli mála. Þarf ekki annað en að skoða rekstrarvirði Tesla eins og það var metið í síðustu viku. Þá var það 300 sinnum meira en hagnaðurinn af kjarnastarfsemi félagsins. Ómótstæðilegir persónu- töfrar forstjórans eru það eina sem gæti útskýrt það. Dómstóll í Delaware notaði einmitt þetta orðalag í síðustu viku, en þó í þrengri skilningi: Beitti Musk ítökum sínum í bandaríska raf- bílaframleiðandanum með þeim hætti að stjórnarmeðlimir beygðu sig undir þann vilja hans að kaupa SolarCity? Musk er stærsti hlut- hafinn í sólarrafhlöðufyrirtækinu. Þó að það gerist oft að fyrirtækjakaup leiði til kjánalegra mála- ferla, þá er í þessu tilviki vel hægt að skilja að hluthafar séu ósáttir. Lögfræðingar bílaframleiðandans reyndu að halda því fram að 22,1% eignarhlutur Musk væri ekki nægilega stór til að segja mætti að hann færi með tögl og hagldir í fyrirtækinu. En dómarinn ákvað á miðvikudag að Musk yrði að reyna að sannfæra réttinn um það. Dómarinn tók það fram að ekki væri til nein formúla til að reikna út hvenær fólk hefði áhrifavald, og hvenær ekki. Þarf þó ekki að leita nema mánuð aftur í tímann þegar Musk var talinn svo ómiss- andi fyrir fyrirtækið að ákveðið var að hann skyldi fá einn rausn- arlegasta kaupaukasamning sem sögur fara af, sem metinn er á 55 milljarða dala. (En eftir nýlega söluhrinu fjárfesta í fyrirtækinu virðist frekar langsótt að honum takist að ná fyrsta árangurstengda markmiði samningsins um að ná markaðsvirði Tesla upp í 100 millj- arða dala.) Það erfitt að halda því fram að 2,1 milljarður dala hafi verið lágt verð fyrir SolarCity, sem stóð frammi fyrir yfirvofandi lausa- fjárvanda. Það er heldur ekki auðvelt að sýna fram á að Tesla, sem glímir við erfiðleika við framleiðslu á nýja Model 3-bílnum, hafi haft svo mikla þörf fyrir sólarorkutæknina að það væri þess virði að fást við öll vandamálin sem fylgdu nærri 3,6 milljarða dala skuldum Sol- arCity. Og núna, 21 mánuði eftir að kaupin gengu í gegn, sést það betur en nokkru sinni. Vaxtagjöld Tesla jukust um 137% á síðasta ári, og þá aðallega vegna sólarsellufyrirtækisins. Bæði skuldabréf og hluta- bréf Tesla hafa hríðfallið í verði undanfarna daga vegna ótta mark- aðarins við að ekki takist að afhenda nægilega marga nýja bíla til að afla félaginu þeirra tekna sem það þarf til að halda rekstrinum gangandi án frekari fjármögnunar, og það á sama tíma og aðstæður á mörkuðum eru ekki eins hagfelldar og þær voru áður. Með því að leysa eitt af fyrirtækjum sínum úr snörunni hefur Musk komið sínu besta verkefni í vonda stöðu. Svo gæti farið að hann þyrfti senn að grípa á ný til kröftugra persónutöfra sinna. LEX Elon Musk: Sólkonungurinn Mark Zuckerberg hefur svarað fyrir sig eftir að stjórnandi Apple gagn- rýndi Facebook fyrir að fara óvarlega með upplýsingar um notendur sam- félagsmiðilsins. Segir Zuckerberg að ásakanirnar um að Facebook sé sama um notendur sína séu „mjög upp- gerðarlegar“ og „ekki í neinu sam- ræmi við sannleikann“. Tim Cook, forstjóri Apple, beindi spjótum sínum að stofnanda Face- book í síðustu viku í kjölfar þess að Cambridge Analytica-hneykslið komst í hámæli. Var Cook spurður hvað hann myndi gera ef hann lenti í sömu sporum og Zuckerberg. Svaraði hann með því að gera skýr- an greinarmun á Apple og Facebook, þegar hann sagði: „Ég myndi aldrei lenda í þessum aðstæðum.“ Sagði hann að Apple, framleiðandi iPhone- snjallsímans, hefði neitað að leyfa auglýsendum að nota persónuupplýs- ingar viðskiptavina fyrirtækisins í markaðsskyni. „Upplifun notenda skiptir okkur miklu máli og við mun- um ekki nota einkalíf fólks sem sölu- vöru.“ Vill tengja alla jarðarbúa Í viðtali við tímaritið Vox hélt Zuckerberg uppi vörnum fyrir við- skiptamódel Facebook, sem byggist á sölu auglýsinga og öflun upplýsinga um notendur. „Sannleikurinn er sá að ef við viljum byggja upp þjónustu sem tengir saman alla íbúa jarðar- innar þá eru margir sem hafa ekki efni á að greiða fyrir aðganginn,“ sagði hann. „Eina rökrétta leiðin er því að notast við viðskiptamódel sem reiðir sig á sölu auglýsinga.“ Bætti hann síðan við: „Ef ætlunin er að byggja upp fyrirtæki sem sinnir ekki bara þeim ríku, þá þarf að bjóða upp á vöru sem fólk hefur efni á.“ Facebook glímir enn við eftirköst Cambridge Analytica-hneykslisins, en fyrir skemmstu kom í ljós að breska gagnagreiningarfyrirtækið hefði haft aðgang að persónuupplýs- ingum 50 milljón facebooknotenda. Ekkert lát er á óánægju stjórn- málamanna með málið og beggja vegna Atlantsála eru stjórnvöld að skoða leiðir til að þrengja að starf- semi samfélagsmiðla. Í Brussel stendur til að skera upp herör gegn samfélagsmiðlum og hefur ESB kunngert að atvik á borð við gagna- lekann frá Facebook „grafi undan lýðræðislegum stofnunum“ sam- félagsins. Markmiðið tekið breytingum Zuckerberg viðurkenndi að það markmið Facebook að tengja alla jarðarbúa saman hefði tekið breyt- ingum eftir að „einangrunarhyggja og þjóðernishyggja“ fóru að njóta vaxandi hljómgrunns víða um heim. „Það leikur enginn vafi á því að okkur ber rík skylda til að magna upp það góða sem gerist þegar fólk teng- ist hvað öðru og að draga úr eða koma í veg fyrir það neikvæða sem not- endur geti gert til að níðast hver á öðrum,“ sagði hann. „Ég held að það sé ljóst að það eitt að leiða fólk saman er ekki alltaf af hinu góða.“ Zuckerberg nefndi að þörf gæti verið á aðkomu þriðja aðila, sem hefði það hlutverk að leysa úr deilum um efni sem birt væri á stöðum eins og Facebook. „Til lengri tíma litið myndi ég vilja sjá þann möguleika að hægt væri að áfrýja ákvörðunum til sjálfstæðs að- ila,“ sagði hann. „Við gætum ímyndað okkur einhvers konar stofnun, hálf- gerðan hæstarétt, sem væri skipaður fólki sem gæti úrskurðað með sjálf- stæðum hætti, væri ekki í vinnu hjá Facebook og hefði endanlegt ákvörð- unarvald um hvers konar umræða þykir ásættanleg á vettvangi sem endurspeglar gildi og venjur fólks um allan heim.“ Mikið í húfi í kosningum Julian King, öryggismálaráðherra ESB, hefur krafist þess að gerð verði „skýr áætlun“ um hvernig samfélags- miðlar starfa þegar mikið er í húfi í kosningum, s.s. þegar kosið verður til Evrópuþings í maí 2019. Í bréfi sem King sendi Mariyu Gabriel, umboðsmanni stafræna hag- kerfisins hjá Evrópusambandinu, kallaði hann eftir meira gagnsæi um það algrím sem tæknifyrirtækin nota til að koma tilteknum fréttum á fram- færi við notendur og að settar yrðu frekari skorður á öflun persónu- upplýsinga í pólitískum tilgangi. Facebook „ber líka mikla ábyrgð“ við að „styðja við hágæðafrétta- mennsku“, sagði Zuckerberg og benti á hversu mikilvægar áskriftartekjur væru fyrir fréttamiðla. „Það er vissu- lega margt sem við getum gert á Facebook til að hjálpa fólki og hjálpa þessum fréttamiðlum við að fjölga áskriftum,“ sagði hann. Zuckerberg og Cook skiptast á skotum Eftir Matthew Garrahan í London Aðferðir Facebook til tekjuöflunar sæta nú auk- inni gagnrýni um heim all- an og hefur stofnandi fyrirtækisins, Mark Zuckerberg, m.a. átt í orðaskaki við forstjóra Apple vegna þess. AFP Stofnandi Facebook hefur átt í vök að verjast að undanförnu í kjölfar Cambridge Analytica-hneykslisins sem skók fyrirtækið um veröld víða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.