Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 7ATVINNULÍF Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Meðal frummælenda á ráðstefn- unni næsta þriðjudag verður Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Hann mun m.a. fjalla um þá mögu- leika sem fólgnir eru í að skapa íslensku áli sér- stöðu á álmark- aði með því að hampa notkun endurnýjanlegra orkugjafa við vinnslu álsins og því hve lítið sót- spor íslenskt ál hefur. „Við fyrstu sýn virðist allt ál sem selt er á heimsmarkaði einfaldlega vera hrávara sem er nánast eins hvar sem er í heiminum. Ef að er gáð er samt töluverður munur á því hvernig álið er framleitt og tækifæri fólgin í því að t.d. að- greina íslenskt ál sem vörumerki með ákveðna sérstöðu,“ segir hann. „Bæði er hægt að nota lítið sótspor til aðgreiningar frá mörg- um öðrum álframleiðslulöndum, og líka hampa skilvirkri og góðri framleiðslu sem tryggir stöð- ugleika í gæðum vörunnar.“ Vottunarkerfi í smíðum Ragnar segir bæði neytendur og framleiðslufyrirtæki um allan heim leggja ríka áherslu á að draga sem mest úr sótspori og ljóst hvaða stefnu álmarkaðurinn mun taka hvað þetta varðar: „Nú þegar er unnið að því að þróa al- þjóðlegt vottunarkerfi fyrir upp- runa áls þar sem öll virðiskeðjan er mæld til að skoða hversu mikill koltvísýringur verður til við fram- leiðsluna, og er sala á áli með upprunavottorði að hefjast um þessar mundir.“ Má reikna með að í framtíðinni geti hærra verð fengist fyrir ál með lítið sótspor og gæti það breytt landslagi álmarkaðarins töluvert. „Minnihluti þess áls sem framleitt er í dag verður til með notkun end- urnýjanlegra orkugjafa. Eru það einkum framleiðendur á stöðum eins og Íslandi, Kanada, Noregi og á ákveðnum stöðum í Suður- Ameríku sem státa af því. Í þeim heimshlutum þar sem vöxtur ál- framleiðslu hefur verið hvað ör- astur að undanförnu, s.s. í Kína og Mið-Austurlöndum, er hins vegar notuð kola- og gasorka og kolefn- islosunin sex- til áttföld á við það sem við sjáum hér á landi.“ Ragnar bendir líka á að vaxandi áhersla á umhverfisvæna fram- leiðslu opni nýja möguleika í kynn- ingarstarfi Norðuráls innanlands. „Fram til þessa hefur umræðan um álverin einkum einblínt á efna- hagslega þætti, svo sem framlag áliðnaðarins til landsframleiðslu og fjölgunar starfa, en við höfum breytt áherslum undanfarið og munum í framtíðinni fjalla meira um hvaða hlutverk ál leikur í lífi fólks hvern einasta dag og hvernig það hjálpar til að draga úr nei- kvæðum umhverfisáhrifum bæði hér á landi og erlendis. Mætti raunar halda því fram að nýting umhverfisvænna orkugjafa hér á landi til að framleiða ál til útflutn- ings sé eitt mikilvægasta framlag Íslands til loftslagsmála.“ Hrein orka skapar ný og áhugaverð sóknarfæri fyrir álframleiðendur Ragnar Guðmundsson Næstkomandi þriðjudag efnir CHARGE – Energy Branding til morgunfundar um sjálfbæra orku og samkeppnisforskot Íslands. Fund- urinn verður haldinn á Icelandair Hotel Natura og frummælendur eru Inga Hlín Pálsdóttir hjá Íslandsstofu, Guðmundur Ragnarsson hjá Norðuráli, Guð- mundur Kjart- ansson hjá Brimi og Viggó Jónsson hjá Jónsson & Le- ’macks. Dr. Friðrik Larsen stýrir fundinum en hann er lektor við Háskóla Íslands og fram- kvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Larsen Energy Branding sem bæði heldur fundinn og skipuleggur stærri ráðstefnur undir merkjum Charge – Energy Branding. Friðrik segir markmið fundarins m.a. að skoða hvernig hinar ýmsu at- vinnugreinar á Íslandi geta nýtt sér þá hreinu orku sem er til staðar hér á landi til að þróa jákvæða ímynd og þannig auka virði vara sinna og vöru- merkja. Hann bendir á að hrein og endurnýjanleg orka gefi íslensku at- vinnulífi tækifæri til aðgreiningar frá alþjóðlegum keppinautum og nefnir sem dæmi tækifæri í sjávarútvegi: „Það má selja fisk eins og hrávöru, þ.e. með verð sem eina aðgreining- argrunninn og þá lítið spáð í t.d. hvað- an varan kemur, ellegar að það má búa til vörumerki í kringum fiskinn eins og t.d. Norðmenn hafa gert. Raunar mætti halda því fram að Nor- egur seldi í dag betri fisk en Íslend- ingar, því þótt gæðin hjá þeim séu ekki meiri þá eru þeir með sterkara og eftirsóttara vörumerki,“ segir Friðrik en bætir við að nú virðist horfa til betri vegar og bæði Íslands- stofa og SFS séu að vinna góða vinnu við að marka aðgreiningargrunn sem íslenskar sjávarafurðir geti byggt á í formi vörumerkis. Hrein orka og lítið sótspor gæti, að mati Friðriks, verið hluti af þessu vörumerki. „Það sem við höfum fram yfir langflesta aðra framleiðendur sjávarafurða er hreinleiki orkunnar sem við eigum og sjálfbærni veið- anna.“ Ætti að rafvæða flotann? Með þetta í huga segir Friðrik áhugavert að skoða hvort þurfi ekki að marka betri stefnu í orkunotkun íslensks sjávarútvegs og jafnvel á endanum rafvæða fiskiskipaflotann. Tæknin er þegar fyrir hendi og gæti, áður en langt um líður, verið rekstr- arlega hagkvæmt að rafvæða útgerð- irnar. „Það var t.d. skoðað við smíði nýs Herjólfs hvort ferjan gæti gengið fyrir rafmagni. Fékkst út að það myndi þýða nokkur hundruð milljóna króna viðbótarkostnað, en sú upphæð myndi fást til baka á tíu árum miðað við þáverandi olíu- og rafmagnsverð. Eru þá ótalin ímyndaráhrifin sem fást þegar ferðamenn líða yfir sjávarflöt- inn á milli lands og Eyja í farartæki sem knúið er áfram af hreinni ís- lenskri orku.“ Friðrik grunar að það sé ekki hag- kvæmt í dag að smíða og reka fiski- skip sem ganga alfarið fyrir rafmagni, nema þá fyrir ákveðnar tegundir mjög sérhæfðra veiða. „Aftur á móti gæti borgað sig að stíga skrefið til hálfs með tvinn-vélum sem myndu safna og nýta raforku til ákveðinna þarfa.“ Væri, ef mörkuð yrði skýr stefna, hægt að bæta innviði til að liðka fyrir rafmagnsvæðingu fiskveiða, t.d. með því að tryggja gott aðgengi að raf- magni við bryggju. „Það myndi líka gagnast þegar skemmtiferðaskip leggjast að bryggju með þúsundir far- þega og brenna miklu magni af olíu í dísilrafstöðvum með tilheyrandi kol- efnislosun. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að ekki er bara um hagkvæmnismál að ræða heldur einn- ig stórt ímyndarmál.“ Hreinleiki og sjálfbærni aðalsmerki Íslands Friðrik segir sams konar tækifæri til staðar fyrir aðrar atvinnugreinar, og hægt að nota hreinleika og sjálf- bærni sem hluta af vörumerki ís- lenskrar framleiðslu. „Við þekkjum það að Sviss er þekkt fyrir að fram- leiða armbandsúr, og flest fyrirtæki sem vilja koma úri á markað sækjast eftir því að geta sett á það stimpilinn „Swiss made“. Það sama gæti átt við um t.d. matvæla- og snyrtivörufram- leiðendur að ef Ísland hefði nægilega sterka ímynd fyrir hreinleika og heil- næmi þá myndu þeir sækjast eftir því að framleiða vörur sínar hér frekar en annars staðar.“ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Friðrik Larsen segir notkun endurnýjanlegra og hreinna orkugjafa leið til að aðgreina t.d. íslenskan sjávarútveg og aðra matvælaframleiðslu frá erlendum keppinautum. Kannski er stutt í að borgi sig að rafvæða fiskiskipaflot- ann en það myndi kalla á fjárfestingu í innviðum. Morgunblaðið/Ómar Úr álveri Norðuráls á Grundartanga. Ragnar segir stutt í að sala hefjist á upprunavottuðu áli og ætti að hjálpa þeim sem framleiða umhverfisvænt ál. Dr. Friðrik Larsen Orkan gæti ver- ið hluti af ímynd íslenskra vara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.