Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018FRÉTTASKÝRING
Tuttugu þúsund heimili, sumarbústaðir, stofn-
anir og fyrirtæki eru í viðskiptum við Securitas,
stærsta fyrirtæki landsins á sviði öryggisvökt-
unar. Hingað til hefur vöktunin gengið út á að
Securitas útvegar myndavélar og margvíslega
nema inn á staðinn sem á að vakta. Kerfið er
svo tengt stjórnstöð Securitas og ef boð koma
bregðast starfsmenn Securitas fljótt við og fara
á staðinn til að kanna að-
stæður. Með nýjum samningi
við bandaríska upplýsinga-
tækni- og vöktunarfyrir-
tækið Alarm.com verður
þessi vöktun „snjallari“ og
möguleikarnir aukast til mik-
illa muna, bæði hvað varðar
þjónustuframboð Securitas
sem og fær almenningur ým-
islegt nýtt fyrir sinn snúð,
þar á meðal möguleikann á
að stjórna sínu nærumhverfi
með margvíslegum hætti
heima og heiman.
Ómar Svavarsson, for-
stjóri Securitas, segir í sam-
tali við ViðskiptaMoggann,
spurður um aðdraganda þess
að Securitas ákvað að „snjall-
væðast“ með þessum hætti,
að það hafi staðið frammi fyrir þeirri spurningu
hvort það ætti sjálft að fara í þróun á þessu sviði
og verða hugbúnaðarhús, eða að fókusera áfram
á sitt hlutverk og sína kjarnastarfsemi, en leita
frekar eftir samstarfi við leiðandi aðila í tækni.
„Í mínum huga var algjörlega ljóst að fara
síðarnefndu leiðina. Grunnatriði var þá að velja
sér til samstarfs aðila sem er töluvert stærri en
þú, einhvern sem hefur sannað sig á markaði
fyrir viðkomandi vöru, á mun stærri markaði.
Við skoðuðum nokkra mögulega samstarfsaðila
og gerðum greiningu á þeim, en valið var auð-
velt þegar við fengum jákvæð viðbrögð frá
Alarm.com í Bandaríkjunum,“ segir Ómar.
Hann segir að í kjölfarið hafi reynt á það
hvort Securitas stæðist kröfur Alarm.com til
samstarfsaðila. „Þeir vildu vinna með fyrirtæki
sem væri leiðandi á sínum markaði, eins og
Securitas er. Það átti að vera í hefðbundinni
öryggisgæslu, með mannafla, stjórnstöð og vera
þekkt fyrir gæði á markaðnum. Við gátum hak-
að í öll þessi box. Þá var gaman að selja þeim
hugmyndina um Ísland og það hve tæknilega
móttækileg við erum, og inniviðirnir tilbúnir að
taka á móti nýrri tækni. Á skömmum tíma tókst
fínn vinskapur á milli félaganna og þau hjá Al-
arm.com hafa sýnt það í verki alveg frá upphafi
að þau standa þétt við bakið á okkur. Þetta er
líka fyrirtæki sem horfir til framtíðar, er með
vöruna í stöðugri þróun, og prófar nýjungar á
sínum heimamarkaði, sem við getum svo tekið í
notkun hér á landi í kjölfarið.“
Fyrirtæki geta líka snjallvæðst
Sú staðreynd að Alarm.com er með sex millj-
ónir áskrifenda ætti að benda til að þar á bæ sé
ekki tjaldað til einnar nætur. „Nei, svo sann-
arlega ekki,“ segir Ómar. „Á nýafstaðinni
tæknisýningu í Las Vegas kynntu þeir einmitt
nýjungar sem munu henta okkur mjög vel. Þar
sýndu þeir hvernig þeir ætla að byrja að bjóða
lausnina fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki einnig.
Það var virkilega ánægjulegt að sjá að þeir ætla
í þessa vegferð og gerir þetta samstarf okkar
enn áhugaverðara. Það er alltaf gaman þegar
samstarfsaðilinn tosar þig áfram og hjálpar þér
að taka næstu skref inn í framtíðina.“
Ómar segir að þegar Securitas var að horfa í
kringum sig eftir samstarfsaðila hafi fáir boðið
jafn heildstætt kerfi og Alarm.com reyndist
gera. Hann segir að kerfið sé lokað kerfi, líkt og
Apple-fyrirtækið er þekkt fyrir að bjóða, þar
sem ekki er boðið upp á tengingar við annan
hugbúnað eða kerfi, nema eftir ýtrustu próf-
anir. Það eitt séu sterk meðmæli fyrir fyrirtæki
sem bjóði öryggislausnir. „En auðvitað eru
kostir og gallar á báðum tegundum kerfa, kerf-
um sem eru á opnum grunni og lokuðum.“
En hvernig hefur salan á snjalllausnunum
gengið það sem af er?
„Við höfum aldrei séð önnur eins viðbrögð,“
segir Ómar. „Þetta er líka lærdómsferli hjá
okkur. Það er mikill áhugi og það sem er já-
kvætt fyrir okkur er að hópurinn sem er áhuga-
samastur er yngri markhópur en sá sem við
höfum verið með hingað til, því eldri vörnin okk-
ar höfðaði ekki eins mikið til þeirra sem vildu
vera „tæknilega framarlega“.“
Gáfu öllu starfsfólki kerfið
Á meðal þeirra fyrstu sem fá kerfið uppsett
eru 500 starfsmenn Securitas, en Alarm.com
gaf öllum starfsmönnum kerfið. „Það var hvetj-
andi og sýndi ákveðna skuldbindingu gagnvart
okkur,“ segir Ómar sem sjálfur er með snjall-
lausnina uppsetta og getur fylgst með og
stjórnað heimilinu öllum stundum í símanum
sínum. „Við vitum öll að eftir því sem tals-
mönnum kerfisins fjölgar, því betra. Við erum
ákveðinn prufuhópur í leiðinni.“
Öll gögn úr snjalllausninni streyma í gagna-
grunn Alarm.com, en fyrirtækið notar gögnin
til að betrumbæta kerfið og veita endursölu-
aðilum sínum og samstarfsaðilum víðtækan
stuðning við markaðs- og sölustarf. En er
ástæða til að hafa áhyggjur af þessari gagna-
söfnun í ljósi umræðunnar undanfarnar vikur
um gagnaleka og misnotkun tölvugagna? „Þetta
hefur auðvitað verið stórt mál upp á síðkastið,
en hér eru ýtrustu kröfur til persónu- og gagna-
öryggis uppfylltar, enda þarf öryggisfyrirtæki,
sem þar að auki er skráð á markað í Bandaríkj-
unum, að stíga mjög varlega til jarðar í öllum
svona málum. Þeir ætla sér líka stóra hluti í
Evrópu á næstu misserum og eru að setja þar
upp starfsstöðvar, og lögum og reglugerðum er
fylgt í hvívetna.“
Ómar hefur sjálfur reynslu af bæði fjar-
skiptageiranum og tryggingageiranum, áður en
hann hóf störf sem forstjóri Securitas. Hann
segir að reynsla sín ætti að geta nýst einkar vel
í framtíðinni, þar sem mikil samlegð sé að verða
með þessu þrennu, fjarskiptum, öryggisvöktun
og tryggingum. „Til dæmis er hægt að nota
snjallforritið til að senda viðvaranir til fólks
vegna flóða, eldgosa eða ofviðris, og þannig spil-
ar það saman með tryggingum. Sömuleiðis ef
rafmagnið fer af húsinu þínu, þá færðu tilkynn-
ingu og færð að vita hvort rafmagnið hafi farið
af öllu hverfinu, eða bara heima hjá þér.“
Heimili framtíðarinnar
David Rimmer, framkvæmdastjóri viðskipta
og þróunar fyrir Evrópumarkað hjá Alarm.com,
segir í samtali við ViðskiptaMoggann að hlut-
verk sitt sé að finna viðskiptavini og samstarfs-
aðila eins og Securitas í Evrópu, til lengri tíma,
og styðja við alþjóðlegan vöxt fyrirtækisins.
Þess ber að geta að Alarm.com sinnir engri
beinni sölu til viðskiptavina, heldur vinnur
ávallt með samstarfsaðilum sem sjá þá um upp-
setningu, markaðssetningu, og þjónustu við
áskrifendur. Alarm.com styður hinsvegar sam-
starfsaðilana á öllum þessum sviðum, til að
tryggja ánægða viðskiptavini.
„Megináhersla okkar er á öryggismál og leið
okkar að markaðnum er í gegnum heimili fólks.
Við bjóðum ólíkar þjónustur undir okkar hatti,
þjónustur sem er erfitt og kostnaðarsamt fyrir
fólk að taka inn úr mörgum áttum, en það að
sameina þær undir þessari einu öryggisregnhlíf
og blanda þeim saman gerir þetta mun meira
aðlaðandi fyrir viðskiptavini,“ segir Rimmer.
Snjöll öryggislausn málar
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Hlutanetið svokallaða, eða Internet of Things (IoT), er smátt og smátt að
fikra sig meira inn í líf fólks hér á Íslandi sem og annars staðar. Það sem
áður var fjarlæg framtíð er nú þegar orðið raunveruleiki fyrir mjög marga.
Eitt stærsta IoT-fyrirtæki í heimi, bandaríska upplýsingatæknifyrirtækið
Alarm.com, mun að líkindum á næstu misserum eiga stóran þátt í snjall-
væðingu íslenskra heimila eftir að íslenska öryggisfyrirtækið Securitas
byrjaði að bjóða lausnir þess hér á landi 1. mars sl.
Í höfuðstöðvum Alarm.com starfa um 450 manns. Innanhússhönnunin hefur fengið verðlaun
hjá Inc-tímaritinu bandaríska. David Rimmer segir að í heimi þar sem mikil samkeppni ríki um
starfsfólk, þar sem fyrirtæki eins og Amazon, Facebook, Google og Apple sogi til sín sífellt
meira af besta fólkinu, þá sé nauðsyn að bjóða upp á aðlaðandi starfsumhverfi, og það hefur
Alarm.com einsett sér að gera. Þar má nefna sérstakt súrefnisherbergi þar sem súrefni er
dælt inn og plöntur breiða úr sér eftir öllum veggjum í skæru ljósi. Sannarlega endurnærandi
að heimsækja slíkan klefa, enda er hann afar vinsæll staður til léttra fundahalda meðal
starfsfólks og viðskiptavina, að sögn Rimmer.
Leynilegt borðtennisherbergi
Annað sem er sérstakt við starfsmannaaðstöðuna er áhugavert mosaljós yfir kaffiborði, en
einnig geta starfsmenn skellt sér í ýmsa leiki á svæðinu til að lyfta sér upp í erli dagsins, eins
og til dæmis að spila borðtennis í herbergi á bak við leynidyr. Á barnum má finna heima-
bruggaðan bjór og kaldlagað kaffi, hvorttveggja á krana.
Mosavaxið ljós og súrefnisklefi fyrir starfsfólk
Vinsælt og endurnærandi er að funda í súr-
efnisherberginu í höfuðstöðvunum.
Ljósmynd / Ólafur Friðrik Sigvaldason
Mosaljósið hangir í loftinu fyrir ofan kaffiborð í
starfsmannaaðstöðu fyrirtækisins.
David Rimmer
Ómar
Svavarsson