Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 11FRÉTTIR
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
Af síðum
„Ánægja almennings“ og „gleði“ fyrir áhorfendur var meðal þess sem var
flaggað sem rekstrarmarkmiðum í síðasta ársfjórðungsuppgjöri Netflix. Er
ekki laust við að það minni á frjálsar ástir í sértrúarsöfnuði Bhagwan Shree
Rajneesh, sem fjallað er einmitt um í nýjasta smellnum hjá bandarísku
streymisveitunni, í heimildarmyndinni Wild Wild Country.
Tal um hlýjar og notalegar tilfinningar ætti ekki að koma á óvart.
„Faang“-fyrirtækin Facebook, Alphabet og að minna marki Amazon hafa
orðið fremur bitlaus upp á síðkastið, að hluta til vegna persónuupplýsinga-
hneykslisins hjá Facebook. Netflix tókst að forðast að lenda í sams konar
niðursveiflu.
Þeir einu sem setja nú upp fýlusvip eru fjárfestar sem hafa tekið skort-
stöðu í fyrirtækinu, en þeir eiga um 8% af útistandandi hlutabréfum. Sam-
anlagt hafa þeir tapað nærri 3 milljörðum dala á þessu ári, samkvæmt gögn-
um S3 Partners. Gildir einu þótt þeir hafi á réttu að standa: Netflix er eitt af
þeim stóru hlutafélögum sem er hvað svívirðilegast ofmetið í verði.
Það þýðir samt ekki að fyrirtækinu gangi illa, eins og sást vel í rekstrar-
tölunum sem birtar voru á mánudag. Er sérstaklega eftirtektarvert hversu
mikið tekjurnar hafa aukist á milli tímabila. Það hjálpar til að útskýra hvers
vegna Netflix nær að halda dampi á meðan hin Faang-fyrirtækin hafa misst
flugið.
Tekjur af streymiþjónustu jukust um 43% miðað við sama tímabil í fyrra
(upp í 3,6 milljarða dala, eða 97% af heildartekjunum) og er það mesti vöxt-
urinn í sögu Netflix frá því árið 2007 þegar fyrirtækið hætti að leggja
áherslu á dreifingu DVD-diska og byrjaði að einbeita sér að streymi yfir
netið. Góður gangur er í vexti fyrirtækisins á alþjóðlegum mörkuðum og
núna spáir Netflix því að tekjur félagsins erlendis muni fara fram úr tekjum
í Bandaríkjunum á næsta fjórðungi. Það er næstum því jafn merkilegt hvað
félaginu hefur tekist að teygja á því að fullnýta markaðinn heimafyrir. Á
fjórðungnum bættust við 2 milljónir greiðandi streymisáskrifenda sem er
mesta aukningin í tvö ár, og er áskrifendafjöldinn núna kominn upp í 55
milljónir.
Að öllu þessu sögðu, þá birtist áherslan á ánægju áhorfenda í því að félag-
ið mun verja 8 milljörðum dala í framleiðslu nýs efnis á þessu ári. Nú tutt-
ugu árum eftir að félagið hóf rekstur er Netflix enn með neikvætt sjóð-
streymi, upp á u.þ.b. 4 milljarða dala á ári.
Matsfyrirtækið Moody‘s sagði á mánudag, skömmu eftir að hafa hækkað
lánshæfiseinkunn Netflix, að reikna mætti með að þetta ár verði „öldudal-
urinn“ í rekstrinum. Það eina sem hægt er að segja með vissu, í ljósi þess
hvernig peningarnir fuðra upp, er að Netflix muni þurfa á meira fé að halda
eftir að hafa síðast gefið út skuldabréf upp á 1,6 milljarða dala í október.
Ástin getur verið dýr, rétt eins og hún reyndist áhangendum Rajneesh.
Hér áður fyrr benti fyrirtækið skuldabréfakaupendum á að góð eiginfjár-
staða veitti fyrirtækinu ákveðna vernd. Eftir að hlutabréfin hækkuðu um
5% í viðskiptum eftir lokun markaða á mánudag er þessi vafasami örygg-
ispúði stærri en nokkru sinni. Með 140 milljarða dala markaðsviðri, sem
nemur nærri níföldum væntum sölutekjum ársins, er ljóst að
sértrúarsöfnuðurinn lifir góðu lífi.
LEX
Netflix: Ástin kostar sitt
Þegar upp var staðið þá reyndist
leiðin í „límverksmiðjuna“, sem
Martin Sorrell hafði iðulega í flimt-
ingum að yrði hans endastöð (eins og
hesta fyrr á tíð), bæði styttri og hálli
en hann hefði getað séð fyrir. Innan
við tveimur vikum eftir að það spurð-
ist út að verið væri að rannsaka ásak-
anir í hans garð um ósæmilega hegð-
un (sem Sorrell hefur neitað), er búið
að setja þrautseigasta, berorðasta,
og – vel á minnst – farsælasta jöfur
auglýsingageirans út af sakrament-
inu.
Fékk að skrifa í lokakaflann
Lekinn gaf það til kynna að hinn
73 ára forstjóri WPP hefði, í fyrsta
skipti síðan hann komst á toppinn
fyrir 33 árum, misst tökin á sögu-
þræðinum. Hann náði þó aftur stjórn
nógu lengi til að auðnast að skifa
hluta af handritinu um eigið brott-
hvarf. „Starfslokum Sorrells frá
WPP verður hagað eins og hann hafi
dregið sig í hlé,“ sagði í yfirlýsingu
um afsögn hans sem birt var á laug-
ardag. Skuggi rannsóknar á vegum
stjórnar fyrirtækisins, sem bæði
hófst og lauk án þess að upplýst væri
í hverju ásakanirnar fælust, hvílir þó
enn á atburðarásinni.
Í ljósi „þeirra truflana sem við
þurfum að sæta um þessar mundir,“
skrifaði Sorrell sjálfur í skeyti til
starfsmanna, „tel ég það þjóna best
hagsmunum ykkar, hagsmunum við-
skiptavina okkar, hagsmunum stórra
sem smárra hluthafa, sem og hags-
munum annarra hagaðila að ég stigi
til hliðar“.
Það varð þó ekki ljóst fyrr en við
opnun markaða á mánudag að hlut-
hafar væru þeirrar skoðunar að
skyndilegt brotthvarf Sorrells frá
fyrirtækinu sem hann sagði að yrði
„alltaf barnið hans“, væri tæpast í
þeirra þágu.
Gripið til neyðaráætlunar
Roberto Quarta, stjórnarformaður
WPP, var með þrenns konar áætl-
anir tiltækar ef finna þyrfti arftaka:
„lenti undir strætisvagni“-áætlun,
tveggja ára áætlun og fjögurra ára
áætlun. Sú staðreynd að stjórn-
arformaðurinn hefur tekið sér for-
stjóravald og skipað tvo fyrrverandi
undirsáta Sorrells til að skipta með
sér framkvæmdastjórninni, bendir til
þess að forstjórinn hafi lent undir
rauðum tveggja hæða strætó, leið 25
á milli City og Mayfair. Þess vegna
er óhjákvæmilegt að einhver röskun
og óvissa eigi sér stað.
Það er óneitanlega viðeigandi að
maðurinn sem byggði upp 15 millj-
arða punda samsteypu með leiftur-
snjallri og djarfri yfirtökustefnu,
skuli telja að eina leiðin til að tryggja
að reksturinn lifi af sé að hverfa af
braut. Margir gagnrýnendur og
keppinautar, sem þrátt fyrir allt bera
með semingi virðingu fyrir þessum
óþreytandi skapara WPP, telja að
það muni ganga illa að halda sam-
steypunni saman þegar aðdráttarafls
Sorrells nýtur ekki lengur við.
Óhjákvæmilegur missir
Stuttorð yfirlýsing fyrirtækisins
um að maðurinn sem skyndilega er
orðinn fyrrverandi forstjóri „verði
tiltækur til að aðstoða við um-
skiptin“, er klaufaleg leið til að breiða
yfir þá viðamiklu og djúpu þekkingu
sem gæti glatast, á viðskiptavinum, á
viðskiptasamböndum og tengslum
innan og utan fyrirtækisins. Það er
óhjákvæmilegt að eitthvað af þessari
þekkingu sé bundið tilteknum ein-
staklingi og verði ekki bætt.
Þannig að arfleifð Sorrells mun,
þegar allt kemur til alls, ráðast af því
hvort uppbygging fyrirtækisins sem
hann stýrði muni endast þegar hann
er ekki lengur við stjórnvölinn. Eitt
er þó ljóst: að þegar kveikt verður á
suðupottunum þá mun Martin Sor-
rell duga fyrir reiðinnar býsn af
lími.
Arfleifð Sorrells ræðst
af varanleika WPP
Eftir Andrew Hill
Það kom mörgum í opna
skjöldu þegar Martin
Sorrell, forstjóri stærstu
auglýsinga- og almanna-
tengslasamstæðu heims,
var látinn fara eftir aldar-
þriðjung sem einn áhrifa-
mesti maður auglýsinga-
iðnaðarins. Hvað það
þýðir fyrir framtíð WPP á
eftir að koma í ljós.
AFP
Martin Sorrell hefur löngum verið umdeildur og skyndilegt brotthvarf hans frá WPP fyrr í vikunni dregur ekki úr því.