Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018FÓLK
Svalaskjól
-sælureitur innan seilingar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í yfir 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
198
4 - 2016
ÍS
LEN
SK FRAML
EI
ÐS
LA32
Yfir 90 litir
í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is
SPROTAR
Orka náttúrunnar Stefán Fannar Stefánsson hefur tekið
til starfa sem sölu- og viðskiptastjóri fyrirtækjamarkaða
Orku náttúrunnar (ON). Fyrirtækjamarkaður ber ábyrgð á
rafmagnssölu, þjónustu og ráðgjöf við fyrirtæki um land
allt sem eru í viðskiptum við ON.
Stefán Fannar útskrifaðist með BA-próf í stjórn-
málafræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og lauk MBA-gráðu frá Copen-
hagen Business School árið 2008.
Þann áratug sem liðinn er frá því Stefán Fannar lauk meistaraprófi starf-
aði hann hjá fjarskiptafyrirtækinu Ericsson. Hann bjó í Kaupmannahöfn en
vann fyrir fyrirtækið á heimsvísu við innkaupa- og birgjastýringu ásamt
stefnumótun. Hann starfaði við sölu og viðskiptastýringu hjá Vodafone
2002-2006 og var sölustjóri hjá Tæknivali á árunum 2006-2007.
ON framleiðir og selur rafmagn um allt land á samkeppnismarkaði.
Fyrirtækið framleiðir líka heitt vatn í jarðgufuvirkjunum fyrir hitaveituna á
höfuðborgarsvæðinu. ON er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur
Nýr sölu- og viðskiptastjóri
Samtök iðnaðarins Tveir nýir starfsmenn hafa verið
ráðnir á mannvirkjasvið Samtaka iðnaðarins.
Eyrún Arnarsdóttir hefur verið ráðin viðskiptastjóri á
mannvirkjasviði SI. Hún er með meistaragráðu í lögfræði
frá Háskóla Íslands auk þess hefur hún lokið viðurkenndri
fagvottun á sviði persónuverndar. Hún starfaði sem lög-
fræðingur Samtaka iðnaðarins á árabilinu 2016-2017 en
þar áður var hún fulltrúi hjá Fjeldsted & Blöndal lögmanns-
stofu.
Kristján Daníel Sigurbergsson hefur verið ráðinn sem
viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI. Kristján er rafvirkja-
meistari að mennt og hefur lokið rekstrar- og við-
skiptanámi frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann hefur
starfað sem innkaupastjóri hjá Green Energy Geothermal frá árinu 2014.
Áður starfaði hann sem vörustjóri hjá Smith og Norland.
Mannvirkjasviðið fær liðsauka
VISTASKIPTI
Sprotafyrirtækið Tyme Wear í Bost-
on hefur þróað snjallfatnað fyrir
íþróttafólk sem gæti valdið straum-
hvörfum í þjálfun jafnt byrjenda og
afreksíþróttafólks. Arnar Freyr
Lárusson stofnaði Tyme Wear með
félaga sínum Juan Morales en hug-
myndin spratt upp úr rannsóknar-
verkefni við Harvard sem Arnar
starfaði við. Áður hafði hann lokið
námi í vélaverkfræði á Íslandi og
vann um skeið hjá Össuri. „Í Har-
vard vann ég undir stjórn prófessors
að þróun ytra stoðgrindarkerfis sem
gæti minnkað þá orku sem líkaminn
þarf að nota á meðan gengið er,“ út-
skýrir Arnar en um var að ræða
samkeppnisverkefni á vegum
DARPA, rannsóknarstofnunar
Bandaríkjahers. „Áskorunin var
m.a. fólgin í því að þróa léttan og
virkan búnað sem notandinn gæti
klætt sig í eins og fatnað, og þannig
gerðan að viðbótarþyngdin af bún-
aðinum myndi ekki kalla á meiri
orkunotkun en tækist að spara með
því að létta notandanum gönguna.“
Fann betri leið til
að mæla orkunotkun
Er skemmst frá því að segja að lið
Arnars sigraði í keppninni og tókst
að ná fram 12% orkusparnaði. Hug-
myndin að vöru Tyme Wear kvikn-
aði við prófanir á stoðgrindarbún-
aðinum. „Mikil vinna fór í að nota
mjög dýr mælitæki til að greina ár-
angurinn af notkun stoðgrindarkerf-
isins. Mælingarnar sýndu okkur líka
að ávinningurinn gat verið mjög
breytilegur eftir einstaklingum enda
hreysti og atgervi fólks mjög mis-
jafnt.“
Arnar kom auga á að með nýrri
nálgun væri hægt að mæla orku-
notkun einstaklinga á ódýrari og
einfaldari hátt, og nýta upplýsing-
arnar til að hámarka ávinninginn af
hvers kyns líkamsæfingum.
Vara Tyme Wear er treyja, sem
fengið hefur nafnið Tempo, og mælir
hreyfingar brjóstkassans af tölu-
verðri nákvæmni. „Rannsóknir hafa
sýnt að mjög góð fylgni er á milli
súrefnisnotkunar og koltvíoxíðslos-
unar líkamans, og rýmdar og tíðni
brjóstkassahreyfinga. Nema hvað í
stað þess að þurfa að festa á fólk
öndunargrímu sem tengd er við dýr-
an, þungan og flókinn mælibúnað er
með treyjunni hægt að framkvæma
mælingu hvar og hvenær sem er
með mun ódýrara og meðfærilegra
tæki.“
Loftfirrðarþröskuld-
urinn er lykillinn
Til að útskýra betur mikilvægi
þess að mæla súrefnisnotkun og
koltvíoxíðslosun lungnanna upplýsir
Arnar að æfingar skili mestum
framförum þegar æft er með hlið-
sjón af svk. loftfirrðarþröskuldi (e.
anaerobic threshold). Er mjög
breytilegt eftir fólki hvar þröskuld-
urinn liggur og hann getur færst til
eftir því hvort líkaminn er í góðri
þjálfun eður ei. „Þegar æft er með
tilliti til þessa þröskuldar er hægt að
tryggja framfarir jafnt og þétt, án
þess að ofþjálfa eða vanþjálfa líkam-
ann.“
En að þróa snjallfatnað sem mæl-
ir öndunina af nákvæmni er hægara
sagt en gert. Felst áskorunin bæði í
því að láta flíkina þola hnjask og
þvotta eins og hver annar íþrótta-
fatnaður, og líka að tvinna saman
textílframleiðslu og raftækjafram-
leiðslu. „Hönnunin kallar á að
blanda saman tveimur tegundum
framleiðslu sem aldrei hafa talað
saman áður. Annars vegar eru við
með textílhönnun, þar sem vikmörk-
in eru í minnsta lagi, 1,5 cm, og hins
vegar rafrásahönnun þar sem má
ekki skeika nema broti úr milli-
metra.“
Lausnin sem Tyme Wear fann var
að þróa skynjara sem mætti „líma“
saman við fatnaðinn eins og oft er
gert við vörumerki. „Fyrst er mæli-
búnaðurinn framleiddur og hann síð-
ar sendur til fataframleiðandans
sem festir flíkina og raftæknina
saman eins og verið væri að festa á
vörumerki, sem er eitthvað sem
fataframleiðendur eiga ekki í nokkr-
um vanda með.“
Aftan á treyjuna er síðan festur
lítill hólkur sem hefur að geyma litla
tölvu og blátannarbúnað. Hólkurinn,
sem er tekinn af treyjunni á milli
þvotta, safnar upplýsingum frá
skynjurunum í treyjunni og sendir
yfir í snallsíma sem vinnur úr gögn-
unum og sýnir notandanum hvort
hann þurfi að hægja ferðina eða gefa
í. „Við höfum nú þegar sýnt fram á
að treyjan þolir hæglega a.m.k. 40
þvotta, sem er tvöfalt meira en við-
miðið fyrir íþróttafatnað, og munu
þvottaprófanir halda áfram.“
Byrja á heimsendum prófum
Verkefnið hefur verið fjármagnað
af englafjárfestum á Boston-
svæðinu, sem reyndar eru allir
læknar, og svo af stórum raftækja-
framleiðanda sem m.a. hefur smíðað
heilsutengd snjalltæki fyrir vöru-
merki á borð við Bose og Fitbit.
Viðskiptamódelið er þannig að í
fyrstu mun Tyme Wear selja heim-
send loftfirrðarþröskuldarpróf þar
sem treyjurnar eru leigðar út. „Fólk
getur þá pantað sér próf, fengið
treyju senda heim að dyrum og gert
eigið loftfirrðarpróf. Snjallsíma-
forritið sem fylgir treyjunni leiðir
notandann í gegnum tíu mínútna
próf og hægt að nota niðurstöðurnar
til að sérsníða æfingaáætlun að við-
komandi einstaklingi,“ segir Arnar
en stefnt verður að því að hvert próf
kosti um 50 dali. „Með þessu erum
við bæði að ná meiru út úr hverri
treyju og getum stýrt fram-
leiðslugetunni okkar betur til að
ráða betur við þá erfiðleika sem
fylgja því að vaxa.“
Seinna verður hægt að kaupa
treyjurnar og mun treyja með tölvu-
hólki kosta um 195 dali. „En hólkinn
má nota áfram með nýjum treyjum,
og hægt að kaupa bolina staka á 80-
100 dali.“
Morgunblaðið/Valli
Arnar Freyr Lárusson stofnaði fyrirtæki sitt í Boston. Með því að nota hreyf-
ingar brjóstkassans til að mæla öndun, líkt og treyjan gerir, má fá næri því
jafn góðar niðurstöður og með dýrustu og stærstu mælitækjum og grímum.
Treyjan greinir
andardráttinn
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Tempo-treyjan frá Tyme
Wear hjálpar notendum að
finna eigin loftfirrðarþrösk-
uld og þar með æfa með
markvissari hætti.
Litli hólkurinn safnar gögnum frá
skynjurunum á treyjuni.