Morgunblaðið - 21.04.2018, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018
Grunnskólinn á Drangsnesi er fámennur skóli þar sem starfa að jafnaði 10-
15 nemendur í tveimur til þremur bekkjardeildum. Auk nemenda starfa við
skólann tveir kennarar ásamt skólastjóra. Í skólanum er lögð rík áhersla á
fjölbreytt nám sem byggir á mikilli samvinnu og sköpunargleði þar sem leitast
er við að koma til móts við þarfir og áhuga hvers og eins. Hér gefst skapandi
kennurum einstakt tækifæri til þess að móta og þróa skólastarfið í samvinnu
við samstarfsfólk og nemendur.
Við óskum eftir öflugum grunnskólakennara í 80-90% starf frá 1. ágúst 2018.
Starfsmaðurinn skal hafa leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari,
reynslu af teymisvinnu, mótun skólastarfs og því að vinna með fjölbreyttan
nemendahóp í samkennslu árganga.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og
Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.
Einnig er laus til umsóknar 50% staða stuðningsfulltrúa við skólann frá 1.
ágúst 2018. Óskað er eftir starfsmanni með framúrskarandi færni í samskip-
tum, lipurð, sveigjanleika og jákvæðni.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðko-
mandi stéttarfélag.
Allar nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir Marta Guðrún Jóhannesdót-
tir skólastjóri í síma 451-3436 eða í gegnum netfangið skoli@drangsnes.is
Með umsóknum skal fylgja ferilskrá, meðmæli og stutt greinargerð um ástæðu
umsóknar auk upplýsinga um réttindi viðkomandi umsækjanda.
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2018
Laus störf við Grunnskólann á
Drangsnesi í Kaldrananeshreppi
Drangsnes er um 70 manna þéttbýliskjarni í Kaldrananeshreppi á Ströndum í um þriggja
klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Á Drangsnesi er kaupfélag, sundlaug, aðstaða til
heilsuræktar og leikskóli.
Ómetanleg náttúrufegurð er á Drangsnesi og dásamlegir heitir pottar eru í fjöruborðinu rétt við
skólahúsnæðið. Önnur þjónusta s.s. eins og heilsugæsla, apótek og banki er á Hólmavík næsta
þéttbýliskjarna við Drangsnes í um 33 km fjarlægð um malbikaðan veg.
Í Grunnskóla Þórshafnar eru um 70 ne-
mendur í hæfilega stórum bekkjardeildum.
Starfsemi skólans einkennist af kraftmiklu
og framsæknu skólastarfi. Samhliða skóla-
num er rekinn tónlistarskóli og hefð er fyrir
öflugu íþróttastarfi fyrir alla aldurshópa
skólans.
Langanesbyggð er öflugt og vax-
andi sveitarfélag með spennandi
framtíðarmöguleika. Á Þórshöfn búa um
400 manns í fjölskylduvænu umhverfi. Gott
íbúðarhúsnæði er til staðar og öll almenn
þjónusta er á Þórshöfn. Mikil uppbygging
er framundan með byggingu nýs leikskóla
með tengingu við Grunnskólann. Á staðnum
er gott íþróttahús og innisundlaug og Ung-
emnnafélag Langaness stendur fyrir öflugu
íþróttastarfi. Í þorpinu er mikið og fjölbreytt
félagslíf. Samgöngur eru góðar, m.a. flug
fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Ak-
ureyri. Í næsta nágrenni eru margar helstu
náttúruperlur landsins og ótal spennandi
útivistarmöguleikar, s.s. fallegar göngu-
leiðir og stang- og skotveiði.
Langanesbyggð leitar að fólki á öllum
aldri, af báðum kynjum, með margs konar
menntun og reynslu. Í samræmi við jafnrét-
tisáætlun Langanesbyggðar eru karlar jafnt
sem konur hvött til að sækja um störf hjá
sveitarfélaginu.
Langanesbyggð leitar eftir
áhugasömum kennurum
Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir kennurum til
starfa við skólann næsta skólaár.
Við óskum eftir áhugasömum kennurum sem eru skapandi í starfi. Við leitum að fólki með
margþætta reynslu og bakgrunn sem á það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á fjölbreyttum
kennsluháttum og skólaþróun.
Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fá notið sín.
Okkur vantar sérkennara, umsjónarkennara, stærðfræðikennara, kennara í list og
verkgreinar og íþróttakennara.
Við leitum að sérkennara sem hefur áhuga á því að móta faglegan grunn sérkennslunnar við
skólann sem byggir á hugmyndafræði hins einstaklingsmiðaða náms og virkri þátttöku allra í
skólastarfinu.
Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn hefur tekið virkan þátt í þróunarstarfi á síðustu árum þar sem
lögð hefur verið áhersla á þróun fjölbreyttra kennsluhátta, teymisvinnu og á aukna lýðræðislega
þátttöku nemenda í skólastarfinu. Framundan er áframhaldandi spennandi skólaþróun.
Á Þórshöfn er blómstrandi mannlíf, mikil náttúrufegurð, öflugt íþrótta- og félagsstarf fyrir alla þá
sem vilja verða hluti af fjölbreyttri mannlífsflóru norðlensks sjávarþorps.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl og skulu umsóknir sendar rafrænt á netfangið
asdis@thorshafnarskoli.is.
Við hlökkum til að heyra frá þér!
Allar frekari upplýsingar veitir skólastjóri
Ásdís Hr. Viðarsdóttir í síma 468-1164 eða 852-0412