Morgunblaðið - 21.04.2018, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018
Rót þess vanda að meira en
helmingi hjartaaðgerða á
Landspítalanum er frestað
er að stærstum hluta sú að
hjúkrunafræðinga vantar til
starfa. Þetta segir í ályktun
hjúkrunarfræðinga gjör-
gæsludeilda Landspítala
varðandi mönnunarvanda og
frestun hjartaaðgerða, sem
læknaráð sjúkrahússins
vakti athygli á fyrir
skemmstu.
Hjúkrunarfræðingar vekja
í ályktun sinni athygli á því
að leguplássum á gjörgæslu-
deildum hafi fækkað undan-
farin ár. Nú síðast í upphafi
árs hafi verið fækkað um
eitt pláss á hvorri gjörgæslu
og séu nú sex opin pláss á
hvorri deild. Húsnæði og
tækjabúnaður beggja deilda
bjóði upp á fleiri pláss.
Veikasta fólkið
og sérhæfð meðferð
„Það má því álykta að að-
stöðuleysi og fjölgun ferða-
manna er ekki aðalástæðan
fyrir frestun aðgerða sem
þarfnast gjörgæslulegu eftir
aðgerð, heldur sú staðreynd
að skortur er á hjúkrunar-
fræðingum,“ segir í ályktun-
inni. Þar er vakin athygli á
því að á gjörgæsludeildum
liggi veikasta fólkið og fái
þar sérhæfða meðferð. Til
að geta sinnt henni þurfi
hjúkrunarfræðingar langa
þjálfun.
Á deildunum liggi bæði
börn og fullorðnir sem veikj-
ast alvarlega, lenda í slysum
eða fara í stórar aðgerðir
sem krefjast gjörgæsluvökt-
unar. Að jafnaði sinni einn
hjúkrunarfræðingur einum
sjúklingi. Öllum bráða-
tilfellum sé sinnt og bitni
því plássleysi á fyrirfram
skipulögðum skurðaðgerðum
eins og hjartaaðgerðum, að-
gerðum á heila og fleira með
tilheyrandi óþægindum,
óvissu og óöryggi fyrir sjúk-
linginn og aðstandendur
hans. Aðstöðuleysi sé ekki
helsta vandamál spítalans
eins og nýleg fjölmiðlaum-
fjöllun gefi til kynna.
Brotthvarf og
ólga í stéttinni
„Á meðan eftirspurnin og
þörfin fyrir þjónustuna
eykst, dregst starfsemin
saman vegna manneklu. Á
gjörgæsludeildum Landspít-
alans vantar í dag tólf
stöðugildi hjúkrunarfræð-
inga, átta á Hringbraut og
fjögur í Fossvogi. Reynt
hefur verið að bregðast við
mönnunarvanda hjúkrunar-
fræðinga á Landspítalanum
með sértækum verkefnum
en þær aðgerðir einar og
sér duga ekki til,“ segja
hjúkrunarfræðingar sem
vekja athygli á því að kjara-
samningar þeirra séu
bundnir gerðardómi til árs-
ins 2019 eftir að lög voru
sett á verkfall þeirra árið
2015. Margir í stéttinni hafi
verið ósáttir með þær að-
gerðir, þá sérstaklega að
dómurinn hafi verið til fjög-
urra ára á móti þremur ár-
um fyrir aðildarfélög BHM.
„Þetta ásamt fleiru olli
ólgu í stéttinni, brotthvarf
reyndra hjúkrunarfræðinga
var umtalsvert, erfitt hefur
reynst að fá nýja hjúkrunar-
fræðinga til starfa og sækja
þeir í auknum mæli í betur
launuð störf með minna
álagi. Það er ljóst að skortur
hjúkrunarfræðinga á Land-
spítalanum er stórt vanda-
mál sem stjórnvöld þurfa að
koma betur að, þá fyrst og
fremst með bættum kjörum
hjúkrunarfræðinga svo þeir
skili sér aftur til hjúkrunar-
starfa. Með betri mönnun
skapast betri aðstæður fyrir
alla, hvort sem um er að
ræða sjúklinga eða starfs-
fólk og afköst stofnunar-
innar verða betri,“ segir í
ályktun hjúkrunarfræðinga.
sbs@mbl.is
Vöntun á hjúkrunarfræðingum skapar
vandann á gjörgæsludeildum Landspítala
Morgunblaðið/Ómar
Fossvogur Á meðan eftirspurn og þörf fyrir þjónustu eykst dregst starfsemi saman vegna manneklu, segja hjúkrunarfræðingar.
Vantar í tólf stöðugildi Leguplássum fækkað Húsnæði og allur tækjabúnaður er til staðar
Morgunblaðið/Eggert
Aðgerð Störf hjúkrunarfræðinga á Landspítala eru fjölbreytt.