Morgunblaðið - 21.04.2018, Side 5

Morgunblaðið - 21.04.2018, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Eflingar - stéttarfélags 2018 Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags 2018 verður haldinn á Grand Hótel fimmtudaginn 26. apríl 2018. Fundurinn hefst kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni að Sætúni 1 / Guðrúnartúni 1 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 18. apríl nk. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórn Eflingar - stéttarfélags Tilboð/útboð Landspítali Landakoti ENDURBYGGING ÞAKS K-ÁLMU Útboð nr. 20738 Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Landspítala, óskar eftir tilboðum í verkið: LSH Landakot - þak K-álmu. Verkið felst í endurnýjun þaks K-álmu og múrviðgerða aðliggjandi turns. Núverandi rishæð og þakfrágangur eru rifin en haldið er í þaksperrur sem eru heflaðar eftir þörfum. Endurnýjun nær til þakklæðningar og kvista en ekki skorsteina og þakglugga. Frágangur verður bættur m.t.t. loftunar þaks og þykkt einangrunar. Zinkklæðning kemur í staðinn fyrir núverandi steinskífu- klæðningu. Helstu magntölur eru: Rif og förgun á innveggjum 500 m2 Rif og förgun á gólfefni 380 m2 Rif núverandi þakklæðningar 730 m2 Heflun þakvirkis 350 m Nýr þakfrágangur með zinkklæðningu 730 m2 Steining á turnbyggingu 95 m2 Boðið er til kynningarfundar og vettvangs- skoðunar á verkstað við Landakotsspítala, mæting fyrir framan suðurhlið K-álmu, mánudaginn 16. apríl nk. kl. 14:00 að viðstöddum fulltrúa verk- kaupa. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. október 2018. Útboðsgögn eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum miðvikudaginn 25. apríl 2018 kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.  ÚTBOÐ GATNAGERÐ Lindarvegur – Bæjarlind Breikkun götu og hringtorg Kópavogsbær ásamt Veitur ohf. óska eftir tilboðum í breikkun Lindarvegar og gerð hringtorgs. Í verkinu felst að breikka Lindarveg milli Bæjarlindar og Fífuhvammsvegar og gera hringtorg á gatnamótum Bæjarlindar og Lindarvegar. Jarðvegsskipta skal í skal í svæðum utan núverandi götu, færa veitulagnir og malbika yfirborð götu og gangstíga. Helstu magntölur eru: Lengd götu 170 m Gröftur og fyllingar 5.000 m³ Malbikun götu og stíga 4.000 m² Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2018. Útboðsgögnin eru afhent rafrænt og skulu þeir, sem óska eftir útboðsgögnum fyrir verkefni þetta, senda tölvupóst á netfangið utbod@kopavogur.is, frá og með þriðju- deginum 24. apríl nk. Í tölvupósti skal koma fram nafn tengiliðs vegna útboðsins, símanúmer, netfang og nafn fyrirtækis. Tilboð skal hafa borist í þjónustuver Kópavogs, Digranes- vegi 1, 200 Kópavogur fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 8. maí 2018 verða þau þá opnuð í viðuvist þeirra bjóðenda er þar mæta.viðurvist þeirra bjóðenda er þar mæta. Reykjavíkurborg Innkaupadeild Borgartún 12-14, 105 Reykjavík Sími 411 1042 / 411 1043 Bréfsími 411 1048 Netfang: utbod@reykjavik.is Ný útboð / verkefni í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg: • Upplýsingastjórunarkerfi fyrir Reykjavíkurborg, EES Forval nr. 14030. • Fiskislóð 37c – Ný hverfabækistöð vestur - Eftirlit, útboð nr. 14245. • Úlfarsárdalur - stækkun hverfis. Gatnagerð og lagnir 1. áfangi, útboð nr. 14229. • Úlfarsárdalur - stækkun hverfis. Gatnagerð og lagnir 2. áfangi, útboð nr. 14248. Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod ÚTBOÐ Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Raðauglýsingar Útboð 20288 – Nýr vefur fyrir Ríkiskaup, verðfyrirspurn Ríkiskaup, óska eftir tilboðum í hönnun, smíði, uppsetningu og þjónustu á vef fyrir Ríkiskaup. Bjóða skal teymi sérfræðinga sem vinnur með kaupanda að útfærslu, uppsetningu og inn- leiðingu nýs vefjar. Nánari upplýsingar má finna í kröfulýsingu sem verður aðgengileg mánudaginn 23. apríl n.k. eftir hádegi á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 8. maí 2018 kl. 11:00. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? annað skiptið og á að rísa meðfram uppbyggingu nýs meðferðarkjarna Landspít- alans. „Það er óskiljanlegt af hverju ríkisstjórn gerir ráð fyrir uppbyggingu spítalans við Hringbraut án þess að hugsa til Háskólans og hlut- ar stúdenta í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Hús heilbrigðisvísindasviðs er nauðsynleg forsenda áfram- haldandi þróunar þverfag- legrar teymisvinnu innan heilbrigðiskerfisins ásamt því sem stúdentar sviðsins hafa í of langan tíma þurft að sætta sig við stöðugt bygg- ingaflakk og í mörgum tilfell- um lélega aðstöðu. Ráðið er vongott um að áætluninni verði breytt og sú bygging höfð í huga,“ segir Stúdenta- ráð sem telur að ekki sé hægt að stórefla menntakerfið án stuðnings við stúdenta, en hann er forsenda þess að jafnrétti til náms sé raun- verulegt. Kjör standa í stað „Kjör stúdenta hafa staðið í stað allt of lengi og það er tími til kominn að stúdentar hætti að búa við lakari kjör en aðrir þjóðfélagshópar. Stúdentaráð hvetur Alþingi til að standa við gefin loforð og efla framþróun, nýsköpun og sérhæfingu samfélagsins með stórauknum stuðningi við stúdenta,“ segir í álykt- uninni. sbs@mbl.is Fjármögnun há- skóla nær ekki meðaltali OECD  Stúdentar ósáttir við fjármála- áætlun ríkisstjórnarinnar Morgunblaðið/Eggert Menntun Auka þarf fjárveitingar til háskólastarfsins, að mati stúdenta sem jafnframt segjast búa við lakari kjör en aðrir. Í núverandi mynd er fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinn- ar fyrir árin 2019 til 2023 gagnrýnisverð. Ítrekuð gagnrýni á ríkisstjórnina þegar kemur að menntamál- um og málefnum stúdenta kann vissulega að virka lýj- andi en að sama skapi er það lýjandi fyrir stúdenta að lof- orð eru gefin sem verður ekki framfylgt. Að stjórnar- sáttmálinn skuli stefna að meðaltali OECD en fjár- málaáætlunin stígi það skref ekki til fulls eru veruleg von- brigði. Þetta segir í ályktun frá Stúdentaráði Háskóla Ís- lands. Það er mat stúdenta að staðfesti Alþingi fjármála- áætlunina óbreytta sé ljóst að ekki sé gert ráð fyrir því að fjármögnun háskólastigs- ins nái meðaltali OECD- ríkjanna fyrir árið 2020. Það gangi þvert á stjórnarsátt- mála og stefnu Vísinda- og tækniráðs. Til þess að há- skólarnir geti sinnt grund- vallarstarfsemi sinni, ásamt því að tryggja gæði kennslu og þjónustu við nemendur, þarf framlag til háskólastigs- ins að aukast um fimm millj- arða króna hið minnsta. Hús heilbrigðisvís- indasviðs verði reist Vakin er athygli á því í ályktuninni að ekki sé gert ráð fyrir byggingu húss heil- brigðisvísindasviðs, sem þeg- ar er hafin þarfagreining á í Iðnvélar ehf. keyptu í síðustu viku allt hlutafé í Innvali ehf. Með kaupunum hafa Iðn- vélar það að markmiði að auka þjónustustig sitt og auka úrval á hágæða íhlutum til viðbótar við þau gæða- merki sem Iðnvélar selja nú þegar. Iðnvélar eru rótgróið fyr- irtæki, stofnað 1974, með sterkan og tryggan við- skiptahóp og með kaupunum á Innvali sem sérhæfir sig í íhlutum og hráefnum fyrir innréttingar er verið að bæta sterkum austurrískum vöru- merkjum eins og Julius Blum GmbH og Fritz Egger GmbH & Co. auk lakkframleiðand- ans Morrels Woodfinishes ltd. frá Bretlandi við nú þeg- ar sterka flóru Iðnvéla í rekstrarvöru, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Sameinaða rekstrar- vörudeild fyrirtækjanna tveggja verður rekin undir merkjum Innvals og býður upp á heildarþjónustu með miklu úrvali fyrir tréiðn- aðinn. sbs@mbl.is Sameining Skafti Harðarson frá Innval, t.v., og Hjörtur P. Jónsson frá Iðnvélum handsala samninga og leiða mál til lykta. Iðnvélar kaupa Innval

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.