Morgunblaðið - 05.05.2018, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.05.2018, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 að hafa flutt heim og geta eytt meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Mig langaði að gera eitthvað nýtt þótt árin erlendis hafi verið frábær og mikil forréttindi. Ég fékk heilmikið út úr því að kynnast þremur löndum og maður lærir mikið á því að búa erlendis. En þeim kafla er lokið.“ Leikmenn sem þekkjast vel Í gær var tilkynnt að markvörður Fram, Guðrún Ósk Maríasdóttir, hefði ákveðið að söðla um og spila með Stjörnunni. Karen telur að meistaraliðið muni að mestu verða saman á næsta tímabili enda margir leikmenn uppaldir hjá Fram. „Við erum margar uppaldar og enginn mun kaupa okkur í burtu frá Fram. Ef einhverjar kúpla sig út úr hópnum þá held ég að það yrði af annarri ástæðu en þeirri að skipta um félag. Hópurinn er virkilega þéttur og við þekkjumst vel. Þá verður þetta líka skemmtilegra og ég hef sjaldan verið í jafn flottum leikmannahópi og þessum. Það skil- ar sér í leikjum.“ Stefán les hópinn vel Þjálfarinn reyndi Stefán Arnarson er orðinn afskaplega sigursæll og bætti tveimur stórum bikurum í safnið í vetur. Aðalatriðin úr ferli Stefáns eru tekin saman í töflu hér á síðunni og þar má sjá að Íslands- meistaratitlarnir eru orðnir sex tals- ins. Missti hann þó sex ár úr þjálfun félagsliða þegar hann stýrði A- landsliði kvenna. Karen hafði ekki áður leikið undir stjórn Stefáns hjá félagsliði en hann hafði þjálfað hana í unglingalands- liði. Hvað segir hún um þennan sig- ursæla þjálfara? „Ég þekkti alveg til hans og vissi hvað ég var að fara út í. Eitt af því sem mér finnst Stebbi hafa er hæfi- leiki til að mynda góða liðsheild og þar er engin mikilvægari en liðið. Æfingarnar hjá honum eru skemmtilegar og fjölbreyttar. Það hefur ótrúlega mikið að segja. Við komum á æfingar og höfum gaman af þeim. Mér finnst hann einnig góður í mannlegum samskiptum sem er mikilvægt þegar þú ert að þjálfa stelpur. Hann nær vel til okk- ar og peppar okkur vel upp fyrir leiki. Auk þess les hann hópinn vel. Þegar við þurfum frí þá er frí en þegar ýta þarf á okkur þá gerir hann það. Þegar hann þarf að skamma okkur þá lætur hann okkur heyra það. Við berum mikla virð- ingu fyrir Stebba og hann ber virð- ingu fyrir okkur,“ sagði Karen Knútsdóttir við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Hari Meistarar Þjálfarar, leikmenn og fylgdarlið Fram sem sigraði bæði á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í handboltanum í vetur. Ekki ætlar að ganga þrautalaust að halda Texas Classic- mótið á LPGA-mótaröðinni en þar er Ólafía Þórunn Krist- insdóttir skráð til leiks. Stormur í Texas-ríki heldur áfram að gera mótshöldurum erfitt fyrir. Til stóð að leika 72 holur eins og siður er á mótaröðinni. Eftir slæmt veður á fimmtudag var ákveðið að fækka hringjunum úr fjórum í þrjá og leika því 54 holur. Í gær var tekin sú ákvörðun að fækka niður í aðeins 36 holur vegna veðurs. Hvassviðrið hefur verið of mikið á svæðinu auk þess sem völlurinn virðist vera á floti. Af og til hefur auk þess verið hætta á eldingum og við slíkar að- stæður er leik ávallt frestað á golfmótum. Kylfingarnir fóru því ekki út á völl í gær og þurftu að gera sér æfingasvæð- ið að góðu ef aðstæður hafa þá leyft það. Enn er stefnt að því að ljúka leik á morgun. Ef úr rætist í dag er það ekki vandamál því þá verða einfaldlega 18 holur í dag og 18 holur á morgun. Móts- haldarar hafa gefið út að gangi það ekki verði einnig leikið á mánudaginn til að ljúka mótinu. sport@mbl.is Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Enn fækkar holunum Einn allra efnilegasti handknattleiksmaður landsins, Sveinn Jóhannsson, hefur samþykkt að ganga til liðs við ÍR. Þetta hefur Morgunblaðið samkvæmt heimildum. Sveinn mun hafa náð samkomulagi við ÍR í vikunni er samningur hans til þriggja ára. Sveinn, sem verður 19 ára í sumar, hefur leikið með Fjölni í Grafarvogi frá barnæsku. Hann hefur leikið stórt hlutverk á síðustu árum í yngri landsliðum Íslands, jafnt í vörn sem sókn. Sveinn er ekki eingöngu efnilegur línumað- ur heldur bráðger varnarmaður. Fjölnir féll úr Olísdeildinni á dögunum. Sveinn tók þátt í 17 af 21 leik liðsins og skoraði í þeim 49 mörk. Fleiri lið voru á höttunum á eftir Sveini, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þar á meðal Haukar. Sveinn er annar leikmaðurinn sem ÍR-ingar klófesta fyrir næsta keppn- istímabil. Hinn er markvörðurinn Stephen Nielsen sem kemur í raðir Breið- hyltinga eftir tveggja ára veru hjá bikar- og deildarmeisturum ÍBV. iben@mbl.is Sveinn samdi við ÍR-inga Sveinn Jóhannsson Daníel Freyr Andrésson handknattleiksmarkvörð- ur er kannski á heimleið eftir fjögurra ára veru í Danmörku og nú síðast í Svíþjóð. Tveggja ára samn- ingur Daníels Freys við sænska úrvalsdeildarliðið Ricoh er að renna út. Viðræður um nýjan samning ganga hægt. „Ég á í viðræðum við félagið um nýjan samning en þær ganga ekkert alltof vel. Þar af leiðandi eru um helmingslíkur á að ég flytji heim,“ sagði Daníel Freyr í samtali við Morgunblaðið en hann hefur leikið með Ricoh síðustu þrjú tímabil. Ricoh verður AIK Nokkrar breytingar verða hjá Ricoh fyrir kom- andi tímabil. Nafni liðsins verður breytt í AIK hand- boll og nýr þjálfari tekur við stjórnvelinum auk þess sem stefnt er að því að leggja meira í umgjörð liðs- ins. Ricoh hafnaði í 11. sæti sænsku úrvalsdeild- arinnar í vetur og hélt sæti sínu í deildinni eftir að hafa farið í gegnum umspil um keppnisréttinn. „Forráðamenn félagsins vilja halda megninu af leikmannahópnum sem var í vetur enda orðið nokk- uð seint að krækja í nýja leikmenn,“ sagði Daníel Freyr sem lék um árabil með FH og var m.a. í Ís- landsmeistaraliði félagsins vorið 2011. Hann var á meðal fremstu markvarða í deildinni hér heima um árabil og á fáeina landsleiki að baki. Daníel Freyr segist hafa heyrt í forráðamönnum liða heima á Íslandi. Viðræður hafi hinsvegar ekki gengið langt þar sem hann sé enn í sambandi við stjórnendur Ricoh. „Það getur verið spennandi að flytja heim ef samningar ganga ekki upp hér úti,“ sagði Daníel Freyr Andrésson, handknattleiks- markvörður. iben@mbl.is Ljósmynd/Ricoh Markvörður Daníel Freyr Andrésson gæti leikið á Íslandi næsta vetur eftir fjögur ár í Svíþjóð. Daníel á heimleið?  Helmingslíkur, segir markvörðurinn hjá Ricoh  Landsliðsframherjinn Kjartan Henry Finnbogason yfirgefur danska knattspyrnufélagið Horsens eftir leiktíðina, er samningur hans rennur út. Ólafur Garðarsson umboðs- maður staðfesti þetta við bold.dk í gær. Kjartan er búinn að spila 120 deildaleiki fyrir Horsens og fór hann með liðinu upp úr B-deildinni og í úrvalsdeildina þar sem Horsens hef- ur komið sér vel fyrir. Í þessum leikj- um hefur hann skorað 46 mörk en það nýjasta kom í gærkvöld þegar hann skoraði sigurmarkið gegn AaB, 2:1.  Skoski knatt- spyrnumaðurinn Steven Lennon hefur skrifað und- ir nýjan samning við FH til fjögurra ára en fregnir voru af því fyrir stuttu að Breiða- blik hefði reynt að fá hann í sínar raðir. Lennon hef- ur skorað 50 mörk í efstu deild hér á landi, 37 fyrir FH og þrettán fyrir Fram.  Skoska úrvalsdeildarliðið Rangers staðfesti í gær að Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði Liverpool og enska landsliðsins, hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri félagsins til næstu fjögurra ára. Hann tekur við af Graeme Murty sem var sagt upp störfum á dögunum.  Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús hafnaði í 32. sæti á Willis Towers Watson-mótinu, sem er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni, en leikið var í Danmörku. Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson komust ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu.  Roland Eradze, þjálfari kvenna- liðs FH í handknattleik og fyrrver- andi landsliðsmarkvörður Íslands, hefur framlengt samning sinn við fé- lagið til tveggja ára. Roland mun einnig áfram þjálfa unglingaflokk kvenna og sinna þjálfun allra mark- varða FH. Hafnarfjarðarliðið leikur í 1. deild og hefur tvö síðustu tímabil farið í umspil um úrvalsdeildarsæti en ekki náð að fara alla leið.  Finnur Freyr Stefánsson hin mjög svo sigursæli þjálfari karlaliðs KR í körfuknattleik mun láta af störfum sem aðstoðarþjálfari karlaliðsins í körfuknattleik eftir verkefni sumars- ins. Finnur greindi frá þessu í viðtali á Podcasti KR en hann hefur verið aðstoðarmaður Craig Pedersen frá því hann tók við þjálfun landsliðsins árið 2015.  Arnór Þór Gunnarsson var í aðal- hlutverki hjá Bergischer í gærkvöld þegar liðið tryggði sér meistaratit- ilinn í þýsku B-deildinni í handknatt- leik með því að sigra Bietigheim, 31:27, í uppgjöri tveggja efstu liðanna. Arnór var markahæsti leikmaður Bergischer einu sinni sem oftar og skoraði 9 mörk í leiknum. Enn er fjórum umferðum ólokið í deildinni en yfirburðir Berg- ischer hafa ver- ið algjörir. Liðið hefur unnið 32 af 34 leikjum sínum í B-deildinni í vetur. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.