Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 4

Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Körfuknattleikssamband Íslands hélt lokahóf sitt í einum sal Laugardalshallarinnar í gær þar sem verðlaunaðir voru leik- menn, þjálfarar og dómari sem þóttu skara fram úr í Dominos- deildum karla – og kvenna sem og 1. deildum karla – og kvenna. Á staðnum voru nánast ein- göngu þeir aðilar sem voru verð- launaðir ásamt nokkrum frétta- mönnum og ljósmyndurum og starfsmönnum KKÍ. Ekki beint sú umgjörð sem maður vill sjá við svona tækifæri. Persónulega finnst mér lítil reisn í því að vera með lokahóf með þessum hætti en KKÍ hefur undanfarin ár haft þau með þessu sniði sem og Knattspyrnu- sambandið. Ég sakna gömlu góðu loka- hófanna þar sem tímabilið var gert upp með veglegum hætti og leikmönnum, þjálfurum og dóm- urum sýndur mikill heiður með því að taka á móti viðurkenn- ingum sínum í frábærri umgjörð og stemningu. KKÍ og KSÍ hljóta að geta staðið betur að uppskeruhátíðum sínum. Ég geri mér grein fyrir því að það er kostnaðarsamt að blása til stórveislu. KSÍ hefur hins vegar vel efni á því og með aðstoð styrktaraðila, fyrirtækja og félag- anna ætti KKÍ að geta gert miklu betur en raun ber vitni. Frábæru keppnistímabili körfu- knattleiksfólks er lokið, handbolt- inn er á lokametrunum og nú er fótboltinn farinn að rúlla þrátt fyr- ir kalsaveður, snjókomu og hragl- anda. Pepsi-deild karla fór vel af stað og Pepsi-deild kvenna lofar góðu og við á Mogganum erum byrjaðir að spreða út M-unum í efstu deild kvenna í fyrsta sinn og það er vel! BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Origo-völlurinn, Pepsi-deild kvenna, 1. umferð, föstudag 4. maí 2018. Skilyrði: Kalt og hvasst. Gervigrasið fallegt að vanda. Skot: Valur 22 (16) – Selfoss 2 (2). Horn: Valur 12 – Selfoss 0. Valur: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurð- ardóttir. Vörn: Málfríður Eiríksdóttir, Arianna Romero, Málfríður Sigurð- ardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Ásdís Karen Halldórsdóttir (Pála Einarsdóttir 78), Thelma Björk Einarsdóttir (Stefanía Ragnarsdóttir 68), Teresa Noyola. Sókn: Hlín Ei- ríksdóttir, Elín Metta Jensen, Crystal Thomas (Guðrún Sigurðardóttir 71). Selfoss: (4-5-1) Mark: Caitlyn Clem. Vörn: Barbára Gísladóttir (Írena Björk Gestsdóttir 23), Brynja Val- geirsdóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörns- dóttir, Anna Friðgeirsdóttir. Miðja: Halla Helgadóttir, Þóra Jónsdóttir, Ír- is Sverrisdóttir, Magdalena Reimus, Anna María Bergþórsdóttir (Erna Guðjónsdóttir 70). Sókn: Alexis Kiehl. Dómari: Bríet Bragadóttir - 7. Áhorfendur: 280. Valur – Selfoss 8:0 Á HLÍÐARENDA Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valskonur buðu Selfyssinga vel- komna í Pepsi-deild kvenna í fót- bolta með 8:0-stórsigri á Hlíðarenda í 1. umferðinni í gærkvöldi. Selfoss fékk varla færi í leiknum og er ljóst að liðið þarf að læra ansi hratt ef ekki á illa að fara í deild þeirra bestu. Á sama tíma sýndu Valskonur að þær ætla sér að berj- ast á toppi deildarinnar. Það er nán- ast sama hvert er litið, allir leikmenn Vals lögðu sitt af mörkum og léku vel. Enginn þó eins vel og Ásdís Karen Halldórsdóttir, sem skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta deildarleik með Val, en hún hefur leikið með KR á undanförnum árum. Ásdís lék sem fremsti maður á miðjunni, fyrir aftan hættulegt sóknartríó Valsmanna. Fyrir aftan hana sáu Teresa Noyola og Thelma Björk Einarsdóttir um að stjórna miðjunni og fékk Ásdís því að sækja að vild, með þessum góða árangri. Noyola vann öll einvígi á miðjunni og lagði auk þess upp tvö mörk og er óhætt að segja að sú mexíkóska fari vel af stað í íslenska boltanum. Það verður spennandi að sjá hvað Vals- konur gera er þær mæta sterkari liðum en Selfossi. Valur sýndi enga miskunn  Valur skoraði átta  Ásdís Kar- en gerði þrennu Morgunblaðið/Hari Þrenna Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði þrennu í gærkvöldi. 1:0 Ásdís Karen Halldórs-dóttir 25. komst ein á móti markmanni og kláraði vel. 2:0 Elín Metta Jensen 36. léká markmanninn og skoraði í autt markið. 3:0 Ásdís Karen Halldórs-dóttir 39. skoraði með glæsilegu skoti frá horni vítateigs- ins. 4:0 Ásdís Karen Halldórs-dóttir 65. lagði boltann innanfótar upp í þaknetið. 5:0 Crystal Thomas 68.komst ein í gegn og lagði boltann af öryggi í fjærhornið. 6:0 Stefanía Ragnarsdóttir69. potaði boltanum inn af marklínunni. 7:0 Stefanía Ragnarsdóttir86. skoraði af öryggi á fjærstönginni. 8:0 Guðrún Karitas Sigurð-ardóttir 87. skoraði frá markteig eftir glæsilegan sprett Hlínar. I Gul spjöld:Magdalena (Selfossi) 72. (brot), MM Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val) Teresa Noyola (Val) M Elín Metta Jensen (Val) Hallbera Guðný Gísladóttir (Val) Crystal Thomas (Val) Thelma Björk Einarsdóttir (Val) Arianna Romero (Val) Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Val) Stefanía Ragnarsdóttir (Val) Í KÓRNUM Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Nýliðar HK/Víkings fóru vel af stað er liðið vann FH 2:1 í Kórnum í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Liðið hefur í tvígang áður leikið í efstu deild, 2008 og 2013, en hafnaði í bæði skiptin í fallsæti. Það var þó vart að sjá að um býsna óreynt og ungt lið væri að ræða enda spilamennskan til fyr- irmyndar. Kempan Tinna Óðinsdóttir, sem er snúin aftur eftir tveggja ára hlé, bar fyrirliðabandið og var öflug í vörninni en þær Fatma Kara og Stef- anía Ásta Tryggvadóttir voru einnig frábærar á miðjunni. Það vakti athygli hversu lítinn áhuga heimakonur höfðu á því að sparka boltanum langt og hátt, heldur reyndu þær að spila áferð- arfallegri fótbolta og uppskáru eftir því, allavega í gær. FH er eitt af þessum liðum sem hafa fest sig í sessi í úrvalsdeild. Ein- kenni Hafnfirðinga hafa verið stöð- ugleiki, skipulag og agaður varn- arleikur en ekkert af þessu var á boðstólum í Kórnum. Vörnin var oft á tíðum óþarflega teygð og unnt hefði verið að afstýra báðum mörkum heimamanna. FH-liðið var langt frá sínu besta og er það kannski það já- kvæðasta við gærdaginn, hversu mikið Hafnfirðingar hljóta að eiga inni. Morgunblaðið/Hari 2:1 Erna Guðrún Magnúsdóttir og samherjar í FH máttu sætta sig við tap. Nýliðarnir tilkomumiklir  HK/Víkingur lagði FH að velli Kórinn, Pepsi-deild kvenna, 1. umferð, föstudag 4. maí 2018. Skilyrði: Gervigras innanhúss. Skot: HK/Víkingur 4 (4) – FH 9 (5). Horn: HK/Víkingur 4 – FH 0. HK/Víkingur: (4-4-2) Mark: Björk Björnsdóttir. Vörn: Gígja V. Harð- ardóttir, Margrét Eva Sigurðardóttir, Maggý Lárentsínusdóttir, Tinna Óð- insdóttir. Miðja: Karólína Jack, Fatma Kara, Stefanía Ásta Tryggvadóttir (Laufey Björnsdóttir 72), Þórhildur Þórhallsdóttir. Sókn: Margrét Sif Magnúsdóttir (Milena Pesic 85), Linda Líf Boama (Isabella Eva Aradóttir 66). FH: (4-3-3) Mark: Tatiana Saunders. Vörn: Arna Dís Arnþórsdóttir, Guðný Árnadóttir, Maria Selma Haseta, Erna Guðrún Magnúsdóttir. Miðja: Eva Núra Abrahamsdóttir (Selma Dögg Björgvinsdóttir 55), Jasmín Erla Inga- dóttir, Diljá Ýr Zomers (Úlfa Dís Kreye 69). Sókn: Helena Ósk Hálfdán- ardóttir, Marjani Hing-Glover, Hanna Barker (Birta Georgsdóttir 55). Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson – 7. Áhorfendur: 290. HK/Víkingur – FH 2:1 1:0 Maggý Lárents-ínusdóttir 26. Skallaði boltann í markið á fjærstönginni eftir horn- spyrnu. 2:0 Stefanía ÁstaTryggvadóttir 49. Skaut boltanum í þverslá og inn eftir sendingu frá Margréti Sif Magnúsdóttur. 2:1 BirtaGeorgsdóttir 65. Skoraði í fjærhornið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Guðnýju Árnadóttur. I Gul spjöld:Maria (FH) 52. (brot), Laufey (HK/ Víkingi) 88. (brot). I Rauð spjöld: Engin. M Gígja Harðardóttir (HK/ Víkingi) Maggý Lárents- ínusdóttir (HK/Víkingi) Tinna Óðinsdóttir (HK/ Víkingi) Stefanía Ásta Tryggva- dóttir (HK/Víkingi) Fatma Kara (HK/ Víkingi) Guðný Árnadóttir (FH) Cleveland og Boston eru komin í 2:0 í rimmum sínum í undanúr- slitum í Austur- deild NBA í körfuknattleik eftir sigra í fyrri- nótt. Cleveland hafði betur gegn To- ronto á útivelli í Kanada 128:110 og Boston hafði bet- ur á móti Philadelphia á heimavelli 108:103. LeBron James átti enn einn stór- leikinn en hann skoraði 43 stig fyrir Cleveland, tók 18 fráköst og gaf 14 stoðsendingar og Kevin Love skor- aði 31 stig. Þetta var í 23. sinn í úr- slitakeppni NBA sem LeBron skor- ar 40 stig eða fleiri. DeMar DeRoza var stigahæstur í liði Toronto með 24 stig og Kyle Lowry skoraði 21. Jayson Tatum var atkvæðamestur í liði Boston með 21 stig í sigrinum gegn Philadelphia og hefur Boston unnið alla heimaleiki sína í úrslita- keppninni. JJ Redick skoraði 23 stig fyrir Philadelphia og Robert Coving- ton setti niður 22 stig. Sigurliðin í þessum tveimur ein- vígjum munu mætast í úrslitum Austurdeildarinnar. gummih@mbl.is LeBron skor- aði 43 stig í Toronto LeBron James

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.