Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
Inkasso-deild karla
Haukar – Víkingur Ó......................... 0:1
Ingibergur Kort Sigurðsson 77.
ÍA – Njarðvík ..................................... 2:2
Stefán Teitur Þórðarson 36., Andri
Adolphsson 66. – Stefán Birgir Jóhann-
esson 4., Magnús Þór Magnússon 86.
Staðan:
HK 4 3 1 0 10:3 10
ÍA 4 3 1 0 7:3 10
Fram 3 2 1 0 8:3 7
Víkingur Ó. 4 2 1 1 4:2 7
Njarðvík 4 1 2 1 6:6 5
Þór 3 1 1 1 3:3 4
Haukar 4 1 1 2 6:7 4
Þróttur R. 4 1 1 2 6:8 4
Leiknir R. 4 1 0 3 5:8 3
ÍR 4 1 0 3 4:8 3
Magni 3 1 0 2 2:6 3
Selfoss 3 0 1 2 3:7 1
3. deild karla
KH – KV ............................................. 1:2
Einherji – KF ..................................... 2:0
Staðan:
KFG 3 3 0 0 8:4 9
KV 3 2 1 0 5:1 7
KH 3 2 0 1 7:3 6
Augnablik 2 1 0 1 3:3 3
Dalvík/Reynir 2 1 0 1 4:5 3
Ægir 2 1 0 1 3:4 3
KF 3 1 0 2 2:3 3
Einherji 3 1 0 2 4:6 3
Vængir Júpíters 3 0 1 2 3:7 1
Sindri 2 0 0 2 3:6 0
4. deild karla C
Afríka – Árborg ................................ 1:13
Álafoss – GG ....................................... 1:2
Inkasso-deild kvenna
Þróttur R. – Keflavík......................... 2:2
Gabriela Mencotti 43. – Natasha Anasi
6., 52.
Staðan:
Keflavík 3 2 1 0 9:3 7
Fylkir 2 2 0 0 5:0 6
ÍA 2 2 0 0 2:0 6
Þróttur R. 3 1 1 1 4:6 4
Haukar 2 1 0 1 4:2 3
Hamrarnir 2 0 2 0 3:3 2
Afturelding/Fram
2 0 1 1 1:2 1
Sindri 2 0 1 1 3:6 1
Fjölnir 2 0 0 2 1:4 0
ÍR 2 0 0 2 0:6 0
2. deild kvenna
Grótta – Einherji ................................ 5:4
Danmörk
Úrslitaleikur um Evrópudeildarsæti:
FC Köbenhavn – AGF ........................4:1
Björn Daníel Sverrisson sat á vara-
mannabekk AGF allan tímann.
Vináttulandsleikur karla
Kúveit – Egyptaland .......................... 1:1
KNATTSPYRNA
Frakkland
Umspilsriðill kvenna:
Toulon – Dijon ..................................... 36:30
Mariam Eradze var ekki í hópnum hjá
Toulon sem heldur sæti sínu í efstu deild.
HANDBOLTI
Úrslitakeppni NBA
Vesturdeild, úrslit:
Houston – Golden State....................... 98:94
Staðan er 3:2 fyrir Houston og sjötti leik-
ur í Oakland í nótt.
KÖRFUBOLTI
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin:
Nettóvöllur: Keflavík – ÍBV.................. S16
Víkingsv.: Víkingur R. – Fjölnir ........... S17
Alvogen-völlur: KR – KA ...................... S17
Samsungv.: Stjarnan – Grindavík.... S19.15
Origo-völlur: Valur – Breiðablik ........... S20
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Jáverkvöllur: Selfoss – Magni .............. L15
Þórsvöllur: Þór – Fram ......................... L16
2. deild karla:
Vivaldi-völlur: Grótta – Leiknir F... L13.30
Sauðárkróksv.: Tindastóll – Víðir ........ L14
Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – Völsungur
L14
Olísvöllur: Vestri – Afturelding ............ S15
3. deild karla:
Fagrilundur: Augnablik – Sindri.......... L14
Boginn: Dalvík/Reynir – Ægir ............. L14
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin:
Kaplakriki: FH – Þór/KA...................... S16
1. deild kvenna, Inkasso-deildin:
Extra-völlur: Fjölnir – ÍA...................... S14
Hertz-völlur: ÍR – Sindri ....................... S14
Boginn: Hamrarnir – Fylkir ................. S16
Ásvellir: Haukar – Afturelding/Fram.. S17
2. deild kvenna:
Sauðárkr.: Tindastóll – Hvíti riddarinn S14
UM HELGINA!
3. UMFERÐ
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Eva Lind Elíasdóttir, leikmaður Sel-
foss, er sá leikmaður sem Morgun-
blaðið hefur ákveðið að taka fyrir að
lokinni 4. umferð Pepsi-deildar kvenna
í knattspyrnu, en hún lék mjög vel í 4:1
sigri liðsins á FH, skoraði tvö fyrstu
mörk Selfyssinga í leiknum og lagði
upp það þriðja. Eva Lind fékk 2 M fyr-
ir frammistöðu sína, en þessi öflugi
kantmaður er uppalinn í Þorlákshöfn.
„Ég og allt liðið erum sátt með
frammistöðu okkar í þessum fyrstu
leikjum sumarsins. Það hefur verið
góður stígandi í þessu hjá okkur og
leikur liðsins hefur batnað eftir því
sem hefur liðið á. Við höfum verið dug-
leg að fara yfir þá hluti sem hafa mis-
farist og reynt að læra af þeim og ég
veit að þjálfarinn okkar, Alfreð Elías,
er mjög ánægður með liðið,“ sagði Eva
í samtali við Morgunblaðið í gær.
„Við erum með marga leikmenn
sem eru ekki vanir að spila saman, þar
með talin ég sjálf. Það var erfitt að
koma inn í þetta í byrjun og vera ekki
búin að kynnast öllu liðinu nægilega
vel. Við höfum hins vegar eytt miklum
tíma í að leika á æfingum, til þess að fá
tilfinninguna fyrir hver annarri, og
mér finnst það hafa skilað sér í síðustu
leikjum.“
Mikið leikið á æfingum
Það hefur verið mikil hreyfing á
hópnum hjá Selfossi, en margir leik-
menn liðsins stunda nám í Bandaríkj-
unum og koma því seint inn á sumrin
og fara snemma út „Markmiðið er að
læra af hverjum einasta leik sem við
spilum. Við viljum alltaf vera að bæta
okkur. Það er vissulega erfitt hversu
mikil hreyfing er á leikmannahópnum
en mér finnst við vera búnar að vinna
vel í því. Við stillum æfingunum þann-
ig upp að leikmenn nái að kynnast sem
best en samt sem áður höfum við flest-
ar, á einhverjum tímapunkti, spilað
saman áður. Við höfum svo verið að
vinna í því að ná að kveikja aðeins í lið-
inu og við þurfum líka að minna okkur
sjálfar á það að við getum þetta vel og
að við erum með gott lið. Bandarísku
leikmennirnir hafa náð að mynda góð
tengsl við aðra leikmenn í liðinu, bæði
utan og innan vallar. Ég hef sjálf náð
að tengjast þeim vel og mér finnst
Sophie, austurríski leikmaðurinn okk-
ar, hafa komið vel inn í þetta og hún
myndar gott miðjupar með Karitas
Tómasdóttur. Þær eru ólíkir leikmenn
en vega hvor aðra mjög vel upp á mið-
svæðinu.“
Eva Lind og Sophie Maierhofer eru
liðsfélagar hjá Kansas-háskólanum í
Bandaríkjunum og var Eva ein af
þeim sem mæltu með Sophie við þjálf-
ara liðsins, Alfreð Elías Jóhannsson.
„Ég var spurð að því hvort það væru
einhverjir leikmenn þarna úti með
mér sem væru á lausu. Ég vissi að
hana langaði að prófa eitthvað alveg
nýtt, en hún hefur venjulega farið
heim til Austurríkis á sumrin. Ég lét
Alfreð vita af þessu og hann skoðaði
hana og ákvað svo að fá hana til liðs við
okkur. Hún les leikinn vel, hún er
mjög áreiðanlegur leikmaður og það
er mjög þægilegt að spila með henni.“
Þurfti oft að æfa með strákunum
Eva Lind er uppalin í Þorlákshöfn
og æfði lengi vel frjálsar íþróttir en
ákvað á endanum að skipta yfir í fót-
boltann þrátt fyrir að vera fyrrverandi
unglingameistari í kúluvarpi.
„Ég spilaði með Ægi þangað til það
var ekki í boði lengur. Þegar það var
ekki stelpuhópur til þess að æfa með
þá æfði ég með strákunum. Þegar ég
var um fjórtán ára gömul færði ég mig
yfir í Selfoss. Það var mjög gott fyrir
mig að alast upp í Þorlákshöfn, þetta
er lítið bæjarfélag með öflugu fólki
sem stendur alltaf við bakið á mér. Ég
fæ reglulega spurningar um það, úti á
götu, hvernig gangi hjá mér og það er
gaman hversu margir fylgjast með
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Lunkin Eva Lind Elíasdóttir reyndist Hafnfirðingum erfiður ljár í þúfu.
Þurfti að vera sterk á æf
Evu Lind líður eins og atvinnumanni í Kansas-háskólanum Fótboltinn
valdi hana á endanum Íbúar Þorlákshafnar standa þétt við bakið á henni
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Einn sigursælasti kylfingur sögunnar,
Annika Sörenstam, er væntanleg til Ís-
lands í júní og mun meðal annars heilsa
upp á íslenska kylfinga. Sörenstam lét
staðar numið í keppnisgolfi árið 2008
en hefur nóg fyrir stafni varðandi eitt
og annað sem tengist golfinu. Hefur
hún til að mynda látið mjög að sér
kveða varðandi barna- og unglinga-
starf en einnig reynt að auka áhuga
stúlkna á íþróttinni. Morgunblaðið náði
tali af Sörenstam og spurði hana fyrst
hvað drægi hana til Íslands?
„Fyrir heimsókninni eru nokkrar
ástæður. Bestu vinir okkar hjónanna
eru frá Íslandi en eru búsett í Orlando.
Okkur langaði til að heimsækja þau til
Íslands. Auk þess mun ég skoða mig
um til að sjá fallega staði og ég er
spennt fyrir því. Einnig verður
skemmtilegt að kynnast lítillega golf-
hreyfingunni á Íslandi og þá sér-
staklega barna- og unglingastarfinu,“
sagði Sörenstam sem ekki hefur dvalið
á Íslandi fyrr og segist ekki telja það
með að hafa millilent í Keflavík.
Sörenstam sigraði sjötíu og tvisvar á
LPGA-mótaröðinni bandarísku, þar
sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er
með keppnisrétt. Fylgist Sörenstam
með gangi mála á LPGA? „Já, ég fylg-
ist ágætlega með LPGA. Golf verður
væntanlega alltaf hluti af mínu lífi í ein-
hverri mynd og því sem ég er að fást
við. Ég á vinkonur á mótaröðunum víða
um heim og fylgist því með. Maður tek-
ur eftir fjölbreyttu þjóðerni kylfing-
anna og á LPGA koma þeir víða að úr
heiminum. Ég hef ekki séð Ólafíu að
neinu ráði í keppni en hef séð til hennar
á mótum sem ég hef sótt. Sá hana slá á
æfingasvæðinu og þess háttar.“
Hægt að finna leiðir til að æfa
Annika Sörenstam er frá Svíþjóð og
þaðan er hennar grunnur í íþróttum
kominn. Hún fluttist til Bandaríkjanna
þegar hún fór í háskólanám og hefur
dvalist þar síðan. Hvað getur hún ráð-
lagt kylfingum sem alast upp í norður-
hluta Evrópu en vilja komast á toppinn
í íþróttinni líkt og hún gerði?
„Í fyrsta lagi þá telja margir að
möguleikar þeirra sem alast upp norð-
arlega á hnettinum séu minni en ann-
arra sem búa við hlýrra loftslag. Hins
vegar er raunin sú að maður finnur
leiðir til að æfa, hvort sem þar er inn-
andyra eða í æfingabúðum í heitari
löndum. Heimurinn hefur minnkað og
því er hægt að finna leiðir. Einn mögu-
leikinn í stöðunni er að fara í háskóla í
Bandaríkjunum þar sem hægt er að
æfa og keppa meðfram námi. Þótt þú
sért frá norðurslóðum þá þýðir það
ekki að þú getir ekki orðið atvinnukylf-
ingur. Aðalmálið er að finna leiðir til að
bæta sig. Einnig á ungt íþróttafólk
ekki að vera feimið við að elta
draumana. Slá til og gefa sér færi á að
ná langt en ef fólk kýs að fara þá leið þá
þarf að færa fórnir. Ég þurfti sjálf að
fórna ýmsu en ég fór þá leið að fara til
Bandaríkjanna í háskóla og settist hér
að golfsins vegna, fjarri heimkynnum
mínum. Hefði ég búið áfram í Svíþjóð
þá hefði ég tæplega getað verið á
LPGA-mótaröðinni. Þess vegna getur
fólk þurft að flytja í burtu frá fjöl-
skyldu og vinum til að láta drauma sína
rætast í íþróttunum. Fyrsta árið í at-
vinnumennskunni er alltaf erfitt og
maður þarf að finna sína eigin upp-
skrift sem virkar. Slíkt getur tekið
tíma og ég þykist vita að Ólafía sé í
slíku aðlögunarferli. Ég veit að hún fór
í Wake Forrest-skólann og að hennar
Finna þarf sína eigin up
Goðsögnin Annika Sörenstam á leið til Íslands Á vinafólk frá Íslandi Segir
að Ólafía þurfi að vera þolinmóð Ekki heppilegt að börn velji íþrótt snemma
Reuters
Sigursæl Annika Sörenstam fagnar hér sigri árið 2006.