Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
manni í bænum. Helstu kostir mínir
sem knattspyrnukonu felast í styrk og
hraða. Ég hugsa að það sé frá strákun-
um komið, þeir eru sterkari líkamlega
og ég þurfti að vera sterk til þess að
standa almennilega í þeim á æfingum í
gamla daga. Það gerðist eiginlega
bara óvart að ég valdi fótboltann fram
yfir frjálsar íþróttir. Ég var mjög lengi
að gera upp á milli. Ég reyndi að halda
í báðar íþróttirnar, þrátt fyrir að fólk í
kringum mig hafi hvatt mig reglulega
til þess að velja á milli. Þegar meist-
araflokkurinn komst upp í úrvalsdeild-
ina þurfti ég að fara að biðja um leyfi
til þess að fara og keppa í frjálsum og
þá varð þetta flóknara. Það mætti því
segja að fótboltinn hafi í raun bara val-
ið mig.“
Eva segir frjálsar íþróttir hafa
hjálpað mikið til við að móta hana sem
knattspyrnukonu.
„Frjálsar íþróttir voru frábær
grunnur fyrir mig sem íþróttamann.
Andlega gerðu þær mér mjög gott,
þetta er einstaklingsíþrótt og það þarf
að vera sterkur og með sjálfstraust til
þess að ná árangri þar. Þegar ég var
yngri var ég í raun í öllum íþróttum en
ef ég horfi bara á kúluvarpið sem
dæmi byrjaði ég ung að lyfta lóðum og
það hefur hjálpað mér með styrk og
annað tengt því.“
Mikil uppbygging á Selfossi
Eva er á fótboltastyrk í Bandaríkj-
unum við Kansas-háskóla og leggur
stund á arkítektúrnám.
„Ég set mér yfirleitt ekki mjög há-
leit markmið. Núna er ég að læra arkí-
tektúr og ég set námið í fyrsta sæti.
Það fer hins vegar mikill tími í fótbolt-
ann líka, það er mikil samkeppni hérna
úti um að komast í liðið. Aðstæðurnar
hérna úti eru eiginlega of góðar og ég
tel að það sé erfitt að æfa í betra um-
hverfi í kvennafótbolta í heiminum í
dag. Það er algjör draumur að vera úti
í Bandaríkjunum, hérna er allt til alls
og það eru allir boðnir og búnir að
gera allt fyrir mann.“
Selfoss gerði frábæra hluti á ár-
unum 2014 og 2015 og fór alla leið í
bikarúrslit bæði árin en markmiðið í
ár er að byggja upp stöðugt úrvals-
deildarlið.
„Markmiðið hjá okkur er að bæta
leik liðsins og halda áfram að læra af
þeim leikjum sem við erum búnar að
spila. Við viljum sýna það og sanna að
við eigum heima í úrvalsdeildinni og
stærsta markmið sumarsins er að
tryggja veru Selfoss í deild þeirra
bestu. Í dag erum við með mjög ungt
lið, þetta eru meira og minna stelpur
sem eru að koma upp úr 2. og 3. flokki
og það er stærsti breytingin frá Sel-
fossliðinu fyrir þremur árum sem fór í
tvígang í bikarúrslit. Það væri vissu-
lega frábært að leika það eftir í sumar.
Það mun ekki koma okkur á óvart ef
við förum alla leið í bikarnum en við
erum fyrst og fremst að byggja upp
nýtt Selfosslið og við erum allar með-
vitaðar um það,“ sagði miðjumaðurinn
hress að lokum.
fingum með strákunum
Lið umferðarinnar
4. umferð í Pepsi-deild kvenna 2018
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
Einkunnagjöfin 2018
Þessir eru með flest M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefið er eitt M fyrir góðan
leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Cloé Lacasse, ÍBV 6
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 5
Ariana Calderón, Þór/KA 4
Clara Sigurðardóttir, ÍBV 4
Eva Lind Elíasdóttir, Selfossi 4
Lára Kristín Pedersen, Stjörnunni 4
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki 4
Ásdís Karen Halldórsdóttir, Val 3
Berglind Björg Þorvaldsd., Breiðabliki 3
Crystal Thomas, Val 3
Elín Metta Jensen, Val 3
Fatma Kara, HK/Víkingi 3
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni 3
Sandra María Jessen, Þór/KA 3
Stefanía Ragnarsdóttir, Val 3
Berglind Björg Þorvaldsd., Breiðabliki 6
Sandra María Jessen, Þór/KA 5
Ásdís Karen Halldórsdóttir, Val 4
Stephany Mayor, Þór/KA 4
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 3
Crystal Thomas, Val 3
Elín Metta Jensen, Val 3
Áslaug Munda Gunnlaugsd., Breiðabliki 2
Cloé Lacasse, ÍBV 2
Eva Lind Elíasdóttir, Selfossi 2
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni 2
Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni 2
Kristín Erna Sigurlásdóttir, ÍBV 2
Marjani Hing-Glover, FH 2
Rio Hardy, Grindavík 2
Stefanía Ragnarsdóttir, Val 2
Markahæstar
Breiðablik 22, Þór/KA 20, Valur 20,
Lið:
Leikmenn:
4-5-1
Hrafnhildur Agnarsdóttir
KR
Allyson Haran
Selfossi
Lillý Rut
Hlynsdóttir
Þór/KA
Adrienne Jordan
ÍBV
Steffi Hardy
Grindavík
Stefanía
Ragnarsdóttir
Val
Karitas
Tómasdóttir
Selfossi
Alexandra
Jóhannsdóttir
Breiðabliki
Andrea Rán
Hauksdóttir
Breiðabliki
Eva Lind Elíasdóttir
Selfossi
Rio Hardy
Grindavík
2
ÍBV 20, Stjarnan 13, HK/Víkingur 13,
Selfoss 12, KR 10, Grindavík 9, FH 7
Chris Paul, einn mikilvægasti leik-
maður Houston Rockets, er tæpur fyr-
ir sjötta leik liðsins við ríkjandi meist-
ara Golden State Warriors í
undanúrslitum NBA-körfuboltans í
Bandaríkjunum. Paul fékk aðhlynningu
frá sjúkrateymi Houston fram á mið-
nætti eftir 98:94-sigurinn í fimmta
leiknum í fyrrinótt. Houston komst í
3:2 og getur tryggt sér sæti í loka-
úrslitum með sigri á útivelli aðfaranótt
sunnudags. Paul skoraði 20 stig í
leiknum en Eric Gordon var hæstur
með 24 stig. Kevin Durant skoraði 29
stig fyrir Golden State, Klay Thomp-
son 23 og Stephen Curry 22.
Atvinnukylfing-
urinn Birgir Leifur
Hafþórsson er í
16.-24. sæti eftir
tvo hringi á Czech
Challenge-mótinu
í Tékklandi en það
er liður í Áskor-
endamótaröð Evr-
ópu. Birgir lék á
70 höggum í gær, tveimur undir pari.
Hann er samtals á fimm höggum undir
pari og fór auðveldlega í gegnum nið-
urskurðinn. Axel Bóasson komst hins-
vegar ekki áfram en hann lék á sam-
tals sjö höggum yfir pari.
Atvinnukylfingurinn Guðmundur
Ágúst Kristjánsson hafnaði í 7.-11.
sæti á Parnu Bay-mótinu í golfi í Eist-
landi sem lauk í gær en mótið er hluti
af Nordic Golf-mótaröðinni. Guð-
mundur lék lokahringinn á þremur
höggum undir pari og lék hringina þrjá
á 211 höggum eða á samtals sjö högg-
um undir pari.
Karlalið Breiðabliks í körfuknatt-
leik, sem vann sér sæti í úrvalsdeild-
inni í vor, heldur áfram að safna liði
fyrir átökin á næstu leiktíð. Arnór Her-
mannsson hefur samið við Breiðablik
um að leika með liðinu á komandi leik-
tíð. Arnór er tvítugur að aldri og kem-
ur til Breiðabliks frá KR, sem hann
hefur leikið með allan sinn feril. Arnór
hefur spilað með öllum yngri lands-
liðum Íslands.
Borðtennismaðurinn Magnús Gauti
Úlfarsson komst í gær upp úr riðli á
Norður-Evrópumótinu í borðtennis.
Mótið fer fram Í Haapsalu í Eistlandi
og lýkur nk. sunnudag. Magnús leikur í
16 manna úrslitum í dag og mætir þá
Alex Naumi frá Finnlandi. Þeir Magnús
Gauti og Davíð Jónsson munu einnig
taka þátt í tvenndarkeppninni en þeir
munu spila með konum frá Noregi.
Spænskir dómstólar dæmdu kól-
umbíska knattspyrnumanninn Rada-
mel Falcao í 16 mánaða skilorðs-
bundið fangelsi í gær fyrir skattsvik.
Hann var einnig sektaður um níu millj-
ónir evra. Falcao fer ekki í fangelsi, þar
sem dómurinn er undir tveimur árum.
Rakel Hönnudóttir, landsliðskona í
knattspyrnu, sagði í viðtali við mbl.is í
gær að hún væri búin að jafna sig eftir
að hafa tognað aftan í
læri. Hún missti af fjór-
um leikjum Limhamn
Bunkeflo í sænsku úr-
valsdeildinni vegna
meiðslanna en reiknar
með að taka þátt í
næsta leik sem
er gegn Ro-
sengård á
fimmtudag-
inn kemur.
Eitt
ogannað
fyrsta ár á LPGA-mótaröðinni var í
fyrra. Hún þarf að vera þolinmóð og
vinnusöm og sjá hverju það skilar.“
Æfði einnig tennis
Við Íslendingar getum vafalaust
lært eitt og annað af Svíum þegar kem-
ur að afreksíþróttum. Svíar hafa átt
fjölmargt heimsklassa íþróttafólk í
ýmsum greinum. Í golfinu stendur Sö-
renstam fremst en einnig kemur Hen-
rik Stenson frá Svíþjóð svo einhver sé
nefndur. Eini karlinn frá Norðurlönd-
unum sem unnið hefur risamót í golfi.
Spurð út í árangur Svía og vinnubrögð
segir Sörenstam fjölbreytta íþrótta-
iðkun vera í boði fyrir börn í Svíþjóð.
„Svíar eru mikil íþróttaþjóð. Ég
myndi segja að árangurinn væri
íþróttaiðkun í grunnskólum að þakka,
sérsamböndunum og þeirra metnaði
varðandi barna- og unglingastarfið.
Börn og unglingar fá tækifæri til að
æfa ýmsar íþróttir undir handleiðslu
fagfólks. Ég er þeirrar skoðunar að
hollt sé að prófa ýmsar íþróttir. Það
gerðum við í Svíþjóð þegar ég var að
alast upp og sjálf æfði ég til að mynda
tennis. Um sextán ára aldurinn gerði
ég það upp við mig að tími væri kominn
til að velja íþróttagrein. Hér í Banda-
ríkjunum er mælt með því að velja
íþróttagrein um 12 ára aldurinn sem
mér þykir vera of snemmt. Ég er ekki
fylgjandi slíkri sérhæfingu hjá krökk-
unum en skoðanir um þetta eru skipt-
ar.“
Aðstoðar stúlkur í golfi
Eflaust segir það nokkuð um orð-
spor Sörenstam, og hversu mikillar
virðingar hún nýtur, að áratug eftir að
hún hætti sem afrekskylfingur eru enn
átta styrktaraðilar sem vilja vinna með
henni. Í hvað hefur Sörenstam eytt
tíma sínum eftir að keppnisferlinum
sleppti?
„Ég er viðloðandi golfíþróttina.
Samtök sem ég á aðkomu að hafa stað-
ið fyrir sex golfmótum fyrir ungmenni
víða um heim á ári og þau verða fljót-
lega sjö. Við reynum að vekja áhuga
stúlkna á golfíþróttinni en mótin hafa
verið haldin í Evrópu, Kína, Suður-
Ameríku og Bandaríkjunum. Ég hef
eytt talsverðum tíma með ungum
stúlkum í golfi og reyni að búa til tæki-
færi fyrir þær. Auk þess er ég með
fatalínu og hef komið að hönnun golf-
valla. Við þetta má bæta að ég er enn í
samstarfi við átta styrktaraðila og sinni
ásamt þeim ýmsum góðgerðamálum.
Ég hef því nóg fyrir stafni og hef gam-
an að því sem ég er að gera. Á morgun
mun ég til dæmis fara til Minneapolis
til að vera viðstödd opnun golfvallar.
Ég er spennt fyrir því enda sá fyrsti
völlurinn í Bandaríkjunum sem ég á
þátt í að hanna.“
Náði lengra en hún bjóst við
Maður þarf ekki að ræða lengi við
Sörenstam til að fá þá tilfinningu að
hún sé hógvær og jarðbundin þrátt fyr-
ir öll afrekin. Hefur hún verið heiðruð á
ýmsan hátt fyrir afrek sín eins og sjá
má í samantekt sem fylgir þessu við-
tali. Varla er hægt að nota annað orð
en goðsögn varðandi hana sem kylfing.
Gera allar þessar viðurkenningar og
vegtyllur mikið fyrir hana?
„Ég er mjög stolt af afrekum mín-
um. Þegar ég lít til baka á feril minn
sem kylfingur þá var hann frábær og
ég lagði mikið á mig til að svo mætti
verða. Helgaði mig íþróttinni í langan
tíma. Ég náði þó lengra en ég átti von
á. Því fylgir notaleg tilfinning þegar
maður hittir kylfinga og þeir þekkja
minn feril. En svona frá degi til dags þá
lít ég frekar á mig sem móður, eig-
inkonu og athafnakonu.“
Sögulega góður hringur
Sörenstam varð fyrst kvenna til að
spila hring undir 60 höggum í móti á
stóru mótaröðunum. Hún lék Moon
Valley-völlinn á 59 höggum á Standard
Register-mótinu. Hún fékk þrettán
fugla og þar af fugl á fyrstu átta hol-
unum. Vert er að geta þess að þá höfðu
ekki orðið jafn miklar framfarir í hönn-
un á boltum og kylfum og síðar varð.
Hvernig tifinning fylgir því að spila á
59 höggum í móti, svona fyrir okkur
sem aldrei munum kynnast því? Nú
hlær sú sænska en draumahringurinn
er henni greinilega í fersku minni.
„16. mars 2001 virtist allt vera svo
auðvelt á golfvellinum. Mér fannst ég
alltaf vera með rétta kylfu í höndunum,
fannst ég ávallt geta slegið á rétta staði
á flötunum og þótti holan vera risastór.
Meðan á hringnum stóð var spila-
mennskan áreynslulítil. Ég mun alltaf
horfa til baka og velta fyrir mér hvern-
ig ég fór að þessu en um leið velti ég því
fyrir mér hvers vegna ég gat ekki gert
þetta á hverjum degi. Ég hugsaði með
mér að þetta gæti ég afrekað aftur en
það er ekki einfalt. Þessi hringur er
einn af hápunktunum á mínum ferli.
Það er á hreinu,“ sagði Annika Sö-
renstam í samtali við Morgunblaðið
en hérlendis mun hún hitta bæði al-
menna kylfinga sem og afrekskylf-
inga 10. og 11. júní.
ppskrift að árangri
Fædd 9. október 1970 í Bro í Svíþjóð.
Einn allra sigursælasti kylfingur heims. Sigraði tíu
sinnum á risamótunum sem eru fimm talsins hjá kon-
unum. Sigraði á fjórum þeirra en náði best 2. sæti í því
fimmta. Sigraði sjötíu og tvisvar á LPGA-mótaröðinni og
17 sinnum á LET-Evrópumótaröðinni.
Tekin inn í Golf Hall of Fame árið 2003.
Íþróttakona ársins í Svíþjóð 2002 og 2004.
Íþróttakona ársins í heiminum hjá AP-fréttastofunni
2003, 2004 og 2005.
Handhafi Laureus-verðlaunanna sem íþróttakona árs-
ins 2004 og tilnefnd til þeirra í þrjú önnur skipti.
Á meðal fyrstu kvenna til að fá inngöngu í Royal and
Ancient golfklúbbinn í St Andrews.
Fyrst kvenna til að spila hring undir 60 höggum.
Afrekskylfingurinn Annika Sörenstam