Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018  Brasilíumaðurinn Garr- incha, sem var kallaður „Litli fuglinn“ var valinn besti leik- maður HM 1962 í Síle. Hann er af mörgum talin einn flinkasti leikmaður knattspyrnusög- unnar og var frægur fyrir magnaða spretti sína með bolt- ann. Pelé, sem var talinn besti knattspyrnumaður heims á þessum tíma, meiddist í öðrum leik Brasilíu í keppnnni og þá tók Garrincha við aðal- hlutverkinu.  Lokakeppnin í Síle árið 1962 var sú fyrsta í sögunni þar sem færri en þrjú mörk voru skor- uð að meðaltali í leik. Frá þeim tíma hefur meðalskorið aldrei farið aftur yfir þrjú mörk.  Mikil harka einkenndi marga leiki keppninnar í Síle 1962 og í leik heimamanna og Ítala í fyrstu umferð slógust leikmenn með krepptum hnefum. Tveir Ítalir voru rekn- ir af velli í fyrri hálfleik og hef- ur leikurinn verið kallaður „Orrustan um Santiago“.  BBC lýsti þessum leik Síle og Ítalíu sem „heimskulegasta, hörmulegasta og skammar- legasta fótboltaleik, sem lík- lega hefði verið háður í sögu íþróttarinnar.“  Þrír leikmenn sem léku á HM 1962 höfðu áður leikið fyr- ir aðra þjóð í lokakeppni. Fe- renc Puskás frá Spáni (áður Ungverjalandi), José Santa- maría frá Spáni (áður Úrúgvæ) og José Altafini frá Ítalíu (áð- ur Brasilíu).  Reglur um ríkisfang knatt- spyrnumanna voru hertar eftir þetta og aðeins Robert Pros- inecki frá Króatíu (áður Júgó- slavíu) hefur síðan leikið fyrir tvær þjóðir á HM. HM molar Hugsið ykkur forréttindin að eiga lið í lokakeppni HM karla í fótbolta í Rússlandi árið 2018. Og um leið hversu óraunhæft virtist að láta sig dreyma um slíkt allt fram á síðustu ár. Ísland reyndi fyrst að kom- ast í undankeppni fyrir HM sem fram fór í Sviss árið 1954 en var synjað um keppnisrétt af FIFA þar sem enginn grasvöllur í land- inu var tiltækur. Ísland var með í undankeppni HM 1958, uppfyllti þá öll skilyrði, en tapaði öllum fjórum leikj- unum gegn Belgíu og Frakklandi með samtals 6 mörkum gegn 26. Ísland var aftur með í undan- keppni HM 1974 en tapaði öllum sex leikjunum gegn Hollandi, Belgíu og Noregi með samtals 2 mörkum gegn 29. Eftir að hafa tapað tólf fyrstu HM-leikjunum vann Ísland loks frækinn sigur á Norður-Írlandi árið 1977 þar sem Ingi Björn Al- bertsson skoraði sigurmarkið. En allir aðrir leikir í undankeppni HM 1978 töpuðust. Fimm sinnum hefur það gerst í undankeppni HM að Ís- land hefur aðeins náð að vinna einn einasta leik. Það gerðist síð- ast í undankeppninni fyrir HM 2010 í Suður-Afríku. Það tók íslenska landsliðið 44 ár að vinna fyrstu tólf leiki sína í undankeppni HM, frá 1957 til 2001. Í tveimur síðustu undan- keppnum HM hefur Ísland unnið 12 leiki. Ísland fékk á sig 8 mörk í fyrsta HM-leik sínum gegn Frökkum árið 1957. Ísland fékk á sig 7 mörk í leikjunum 10 í und- ankeppni HM 2016-2017. Þessar mögnuðu and- stæður í sögu landsliðsins okkar fyrr og nú flokkast líklega sem „sturlaðar staðreyndir“! BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Í KÍEV Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Þó að hún fengi bara að spila 55 mínútur færði Sara Björk Gunnars- dóttir fyrir því frekari sannanir með frammistöðu sinni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra- kvöld að hún er algjör heimsklassa- miðjumaður. Tvö ár í röð hefur hún verið kjörin einn 15 bestu miðju- manna heims og það sást vel í leiknum hvers vegna, bæði áður en hún meiddist en ekki síður þegar Lyon tók yfir leikinn eftir að Sara fór meidd af velli. Það er eðlilegt að svekkja sig á þessari niðurstöðu næstu daga; tapi í úrslitaleiknum og hugsanlega langvinnum meiðslum. Þegar fram líður munu Sara og aðrir hins veg- ar geta litið um öxl á magnaða leik- tíð sem hún hefur átt á öðru ári sínu í Þýskalandi. Hún var lyk- ilmaður í liði sem vann erfiðustu landsdeild í heimi, varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi og endaði með silfurverðlaun eftir fram- lengdan úrslitaleik Meistara- deildarinnar. Keppni sem hún end- aði 3.-4. markahæst í þrátt fyrir að spila sem aftasti miðjumaður. Var það „heimskulegt“ af Söru að spila úrslitaleikinn, eins og hún velti fyrir sér eftir leikinn? Málið er að með Söru í liðinu átti Wolfsburg góða möguleika á titlinum. Hún var úti um allan völl, ógnaði við vítateig Lyon en lokaði á upphlaup franska liðsins á hinum vallarhelmingnum. Það sem er heimskulegt er að Sara hafi verið sett í þá stöðu að hennar hrausti líkami væri að gefa sig fyrir mikilvægasta leik tímabilsins. Það skrifast á þá sem stýra liðinu. Einnig er skrýtið, jafnvel heimsku- legt, að Þjóðverjar skuli stilla sín- um bikarúrslitaleik (sem fór í fram- lengingu og vítaspyrnukeppni og gerði leikmenn Wolfsburg auðvitað dauðþreytta) fimm dögum fyrir úr- slitaleik Meistaradeildar. Á meðan bíða Frakkar með sinn bikarúr- slitaleik fram á næstu helgi. Þeir sem trúa á að storka megi örlögunum geta sent mér skamm- arpóst því ég veit ekki hversu oft ég var búinn að nefna það í aðdrag- anda leiksins að Sara meiddist nán- ast aldrei. Því miður meiddist hún akkúrat á ögurstundu. Það breytir ekki því hve langt hún hefur náð, lengra en nokkur íslensk knatt- spyrnukona, og eftir að hafa séð hana berum augum í leik næstbesta félagsliðs heims gegn því besta skil ég fullkomlega af hverju orðvar þjálfari Wolfsburg, samherjar hennar og fleiri dásömuðu Söru í aðdraganda leiksins. Í leikskrá sem dreift var til þeirra rúmlega 200 blaðamanna sem voru á úrslita- leiknum var sérstaklega tekið fram að „jafnvel þótt Wolfsburg væri stjörnum prýtt lið hefði einn leik- maður skarað fram úr á leiktíð- inni“, og sá leikmaður er Sara Björk. Minnir á áhrif Eiðs Smára Sara mun komast aftur á fætur og ég hef mikla trú á hún fái annað tækifæri í úrslitaleik, þó að það sé svo sannarlega ekki sjálfgefið. Frammistaða hennar í fyrrakvöld og það hve langt hún hefur náð, jafnvel þó að hún sé enn 27 ára gömul, hlýtur að kveikja neista í brjóstum ungra leikmanna. Mér verður í þessu sambandi hugsað til þess sem einhverjir af bestu leik- mönnum A-landsliðs karla hafa sagt um þá trú og sjálfstraust sem það færði þeim að sjá Íslending, Eið Smára Guðjohnsen, vinna Meistaradeildina og flest sem hægt er að vinna með Barcelona á sínum tíma. Ofurtrúin sem flutt hefur þá áleiðis til Rússlands á heimsmeist- aramót. Sara hefur og mun áfram smita frá sér sömu nauðsynlegu og ómetanlegu áhrifum. Þetta er í síðasta sinn sem úr- slitaleikur Meistaradeilda kvenna og karla fara fram í sömu borg. Nú hefur verið ákveðið að slíta keppn- irnar í sundur og á það einnig við þegar kemur að því að tengja þær við styrktaraðila. Vonandi er þetta skref í rétta átt en mér finnst per- sónulega sniðugt að láta leikina vinna saman, með því að hafa þá í sömu borg. Uppselt var á leik Wolfsburg og Lyon, stemningin góð og auglýsingar um báða leiki áberandi um alla borg. Eitt gæti þó útskýrt breytingarnar. Þegar mað- ur vildi kaupa sér Wolfsburg-treyju eða trefil á opinberu Meistaradeild- arstuðningsmannasvæði. Þar mátti aðeins finna varning tengdan Liv- erpool og Real Madrid. AFP Sörur Sarah Bouhaddi, markvörður Lyon, slær Söru Björk Gunnarsdóttur í andlitið í úrslitaleiknum. Átti mögulega að dæma vítaspyrnu þarna? Í heimsklassa á meðan hásinin hélt  Sara Björk undirstrikaði stöðu sína á stóra sviðinu  Hefur mikilvæg áhrif á næstu kynslóðir 21 DAGUR Í FYRSTA LEIK ÍSLANDS Birkir Bjarnason hefur verið fasta- maður í íslenska landsliðinu síðan 2012 þegar Lars Lagerbäck tók við liðinu en hann spilaði sinn fyrsta landsleik í maí 2010 þegar Ísland mætti Andorra í vináttuleik. Birkir verður þrítugur á morgun, fæddur 27. maí 1988 á Akureyri, og hóf feril sinn með KA. Birkir flutti ungur að árum til Noregs og hóf at- vinnumannaferil sinn með Viking þar í landi árið 2006. Hann hefur spilað með Standard Liége, Pescara, Sampdoria og Basel og nú Aston Villa á ferli sínum. Birkir skoraði sitt fyrsta lands- liðsmark árið 2012 í vináttuleik gegn Frökkum en hann hefur skorað 9 mörk í 65 landsleikjum á ferlinum. Þá skoraði hann fyrsta mark Íslands á stórmóti þegar liðið gerði 1:1 jafn- tefli við Portúgal í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni á EM í Frakklandi 2016. Hann spilaði alla fimm leiki liðsins í Frakklandi 2016 og er fjórði leikja- hæsti leikmaðurinn í hópnum sem fer til Rússlands. Íslendingurinn AFP Sá fyrsti til þess að skora á stórmóti Sjöunda heimsmeistaramót karla í knattspyrnu var haldið árið 1962 í Síle sem varð þar með þriðja Suður- Ameríkulandið til að taka að sér gestgjafahlutverkið. Argentína sóttist einnig eftir því. Sextán lið léku í lokakeppninni og und- ankeppnin var sú fjölmennasta til þessa með 57 þátttökuþjóðum. Ísland, sem var með í und- ankeppni HM 1958, var upphaflega skráð í undanriðil með Júgóslavíu og Póllandi en hætti við þátttöku. Marokkó og Suður-Kórea unnu undanriðla Afríku og Asíu en töp- uðu fyrir Spáni og Júgóslavíu í um- spili um sæti í lokakeppninni. Mexíkó vann undankeppni Norður- og Mið-Ameríku og var eina landið utan Evrópu og Suður-Ameríku sem komst í lokakeppnina.  Brasilía varð heimsmeistari í annað skipti í röð með því að sigra Tékkóslóvakíu 3:1 í úrslitaleik í Santiago að viðstöddum tæplega 69 þúsund áhorfendum. Josef Maso- pust kom Tékkum yfir en Am- arildo, Zito og Vavá tryggðu Bras- ilíumönnum sigurinn.  Síle vann Júgóslavíu, 1:0, í leik um bronsverðlaunin í Santiago.  Sex leikmenn deildu markakóng- stitlinum með 4 mörk hver: Garr- incha og Vavá frá Brasilíu, Leonel Sánchez frá Síle, Florián Albert frá Ungverjalandi, Valentin Ivanov frá Sovétríkjunum og Drazan Jerkovic frá Júgóslavíu. HM sagan 1962 Christian Eriksen er lykilmaður í danska landsliðinu en hann er einn besti sóknartengiliður í Evrópu í dag. Eriksen er fæddur 14. febrúar 1992 í Middelfart í Danmörku. Árið 2008 gekk hann til liðs við unglinga- akademíu Ajax og spilaði hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið í febrúar 2010. Hann gekk til liðs við Tottenham sumarið 2013 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan. Eriksen var yngsti leikmaðurinn sem spilaði á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku árið 2010 þar sem hann tók þátt í tveimur leikjum í riðlakeppninni en Dönum mistókst að komast upp úr riðlinum á mótinu. Hann var frábær í liði Dana í undan- keppni HM 2018 og skoraði þrennu í seinni umspilsleik Dana og Íra sem lauk með 5:1 sigri danska liðsins. Eriksen hefur spilað 77 landsleiki fyrir Dani þar sem hann hefur skor- að 21 mark en hann er þriðji leikja- hæsti leikmaðurinn í 35 manna æf- ingahóp Dana fyrir HM í Rússlandi. Möguleg HM stjarna AFP Heilinn í sóknarleik Dananna 4 ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.