Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 2

Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Í nýlegri ályktun sam- bandsstjórnarfundar Sam- iðnar er skorað á ríkisstjórn- ina að leggja nú þegar fram áætlun um eflingu verk- og tæknináms, enda séu fyrir- heit gefin um slíkt í stjórnar- sáttmála. Áhyggjuefni sé að verknámsskólar hafi verið fjársveltir til margra ára og það hafi skert möguleika þeirra til að byggja af fullu afli upp verknám sem höfðar til ungs fólks. Samiðn hafi mikinn vilja til samstarfs við ríkisstjórnina um að fara í markvissar að- gerðir til að efla verk- og tæknimenntun. Forsenda þess sé að ríkisstjórnin sýni frumkvæði og tryggi fjár- magn svo hægt sé að byggja upp verknámsskóla sem geta boðið ungu fólki nútímalegt og framsækið nám. „Æ færri ljúka sveinsprófi á ári hverju. Hægt er að tala um hrun í sumum iðn- greinum. Átaks er þörf. Kynna þarf ungu fólki verk- og tækninám og ekki síður foreldrum, enda sýna rann- sóknir að viðhorfin heima fyr- ir til námsvals ungmenna skipta miklu. Verk- og tækni- nám er frábært nám sem skapar mörg tækifæri á ís- lenskum vinnumarkaði og til áframhaldandi náms. Skortur á iðnaðarmönnum er stað- reynd og án róttækra aðgerða mun hann fara vaxandi á næstu árum,“ segir í ályktun Samiðnar. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Smíði Iðnnám opnar fólki ýmsa möguleika á vinnumarkaði. Verknám er frábært  Tæknimenntun verði efld  Samiðn skorar á ríkisstjórnina Skólaárið 2015-2016 braut- skráðust 10.883 nemendur úr skólum á Íslandi, bæði á framhalds- og háskólastigi. Brautskráðum nemendum fjölgaði um 276 eða 2,6% frá fyrra ári þegar þessi skóla- stig eru tekin saman, segir í frétt frá Hagstofu Íslands. Konur í meirihluta Alls útskrifuðust 4.555 nemendur með 4.593 próf á háskóla- og doktorsstigi og voru konur 65,6% þeirra sem luku prófum. Alls voru 2.753 brautskráningar vegna fyrstu háskólagráðu og brautskráningar með viðbót- ardiplómu voru 397. Þá voru 1.317 brautskráningar vegna meistaragráðu og 72 luku doktorsprófi. Doktorum hef- ur farið fjölgandi síðustu ár, og eingöngu skólaárið 2013- 2014 hafa fleiri doktorar brautskráðst en þá voru þeir 84 talsins. Alls brautskráðust 5.748 nemendur af framhalds- skólastigi með 6.374 próf skólaárið 2015-2016, 103 fleiri en árið á undan. Stúlk- ur voru 50,9% brautskráðra, en fara þarf aftur til skóla- ársins 1998-1999 til að finna hærra hlutfall pilta í þessum hópi framhaldsskólafólks. Alls útskrifaðist 3.421 stúd- ent úr 34 skólum skólaárið 2015-2016, 172 fleiri en skólaárið á undan. Konur voru 56,6% nýstúdenta. Fjölgar í sveinsprófum Alls var 631 brautskráning með sveinspróf í iðngreinum skólaárið 2015-2016, 63 fleiri en árið áður eða 11,1%. Ekki hafa fleiri brautskráðst með sveinspróf á einu skólaári síðan skólaárið 2009-2010. Karlar voru 81,5% þeirra sem luku sveinsprófi. Braut- skráningar vegna iðnmeist- araprófs voru 166, heldur færri en síðustu tvö skólaár á undan. Morgunblaðið/Árni Sæberg HR Konur eru í meirihluta brautskráðra háskólanema. Brautskráðum nemum fjölgar  Margir í doktorsnámi  Karl- ar áberandi í sveinsprófum  Konur 56,6% nýstúdenta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.