Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Blaðsíða 20
Veggfóður innblásið af tegundinni Dodo Pavone. Áferðin minnir á rúskinn.
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018
Reykjavík
Bíldshöfði 20
Akureyri
Dalsbraut 1
www.husgagnahollin.is
558 1100
Ísafjörður
Skeiði 1
24.995 kr. 49.990 kr.
AFSLÁTTUR
50%
TUB
Hægindastóll.
Blátt slétt-
flauel
GANIC
Sófaborðasett. Tvö borð.
Svart með hvítri plötu.
Stærð: 130 x 73 H:45 cm
38.994 kr. 59.990 kr.
AFSLÁTTUR
35%
LARVIK
Barstóll. Dökkgrátt
áklæði og
svartir
fætur.
4.797 kr.
15.990 kr.
AFSLÁTTUR
70%
SALLY
Hægindastóll.
Brúnt eða svart
PU-leður.
AFSLÁTTUR
40%
23.994 kr. 39.990 kr.
HÖNNUN Laugardaginn 5. maí verður sumarmarkaður netverslana haldinn íÞróttarheimilinu frá kl. 11 til 17. Netverslanirnar bjóða upp á ýmis
tilboð og afslætti á staðnum auk veitinga og sumarlegrar tónlistar.
Sumarmarkaður netverslana
Hollenska hönn-
unarhúsið Moooi kynnti
áhugaverða veggfóð-
urslínu á hönnunarvik-
unni í Mílanó sem stóð
yfir dagana 17.-22. apríl.
Veggfóður með teikn-
uðum myndum af út-
dauðum dýrategundum
vakti umtalsverða at-
hygli á sýningunni en
veggfóðrin eru unnin í
samstarfi við belgíska
fyrirtækið Arte. Moooi
sótti innblástur og teikn-
ingar á ýmis söfn við
gerð veggfóðursins og
má til að mynda finna
teikningar af 10 dýrateg-
undum á einni útgáfunni.
Einnig er að finna ólík-
ar og mínímalískari út-
færslur af veggfóðr-
unum, innblásnum af
þessum 10 útdauðu
dýrategundum, eru þau
unnin úr leðri og heldur
óhefðbundnum, upp-
hleyptum textíl.
Matt veggfóður innblásið af myndum af dvergnashyrningi.
Ljósmynd/Arte-international.com
Veggfóður með myndum af 10 útdauðum dýrategundum.
Veggfóður með myndum af
útdauðum dýrategundum
Hönnuðurinn Ilse Crawford hefur hannað línu af gólfmottum fyrir
sænska fyrirtækið Kastall sem er innblásin af sænsku landslagi, bæði í lit-
um og munstrum. Línan, sem ber heitið Grönska, var kynnt til sögunnar
á hönnunarvikunni í Mílanó og inniheldur hún fimm útgáfur af mottum í
mismunandi litum og munstrum. Motturnar eru allar unnar með ólíkri
vefnaðar- og tafttækni og er það leið Crawford til þess að leggja áherslu
á hve breytilegt náttúrulega landslagið er.
Línan er, að sögn Crawford, ætluð til þess að færa græna litinn meira
inn á heimilið en af myndunum að dæma líkja þær jafnframt örlítið eftir
grasi eða engjum. Í viðtali við tímaritið Dezeen segir Crawford græna
litinn færa ákveðið líf inn á heimilið og hafa jákvæð áhrif á heilsuna.
Motturnar minna á sænskt landslag.
Ljósmyndir/Kasthall.com
Mottur innblásnar af
landslagi frá Ilse Crawford
Línan samanstendur af fimm mottum sem allar eru unnar á ólíkan máta.