Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Blaðsíða 36
Goðsagnakennda rokkhljómsveitin Guns N’ Roses heldur tón-leika á Laugardalsvelli í sumar en tónleikarnir eru hluti aftónleikaferðalaginu Not In This Lifetime sem hófst á næst-
síðasta ári.
Heiti ferðalagsins er komið til af því að enginn átti von á því að upp-
runalegu meðlimirnir Duff McKagan, Axl Rose og Slash myndu nokk-
urn tímann standa aftur á sviði en ósætti tveggja síðastnefndu risti sér-
lega djúpt. Þeir náðu samt saman á ný og ferðast nú um heiminn undir
merkjum Guns N’ Roses ásamt Dizzy Reed, Richard Fortus, Frank
Ferrer og Melissu Reese, sem er fyrsta konan sem er meðlimur þess-
arar sveitar.
Sem stendur eru tónleikarnir á Íslandi þeir síð-
ustu sem tilkynnt hefur verið um en alls eru þetta
149 tónleikar sem hljómsveitin heldur frá 1. apríl
2016 til 24. júlí 2018. Þetta er fjórða tekjuhæsta
tónleikaferðalag sögunnar en aðeins U2, The
Rolling Stones og Coldplay hafa gert betur en
vissara er að taka fram að þessum túr er ekki
enn lokið.
Axl Rose hélt yfirráðum yfir nafninu eft-
ir að Slash og Duff gengu úr sveitinni og
hefur hann komið fram víða um heim
undir nafni Guns N’ Roses með hinum
ýmsu hljómsveitarmeðlimum. Þetta
þýðir ekki að Slash og Duff hafi setið að-
gerðalausir en þeir hafa líka spilað með
ýmsum sveitum, ber þar hæst Slash’s
Snakepit og Myles Kennedy and the Con-
spirators hjá þeim fyrrnefnda og Loaded hjá
þeim síðarnefnda. Saman voru þeir síðan í of-
urrokksveitinni Velvet Revolver, en nafnið er
augljóslega orðaleikur að nafni Guns N’ Roses
þar sem þeir höfðu ekki rétt til að nota nafnið.
Axl Rose og Slash samein-
aðir á ný á sviði í Svíþjóð í
fyrra en tónleikarnir voru
hluti af hinu sögulega ferða-
lagi Not In This Lifetime.
Sundur og saman
Í sveitinni Velvet Revol-
ver voru auk Slash og Duff
söngvarinn Scott Weiland
úr Stone Temple Pilots,
Matt Sorum, sem trommaði
lengi með Guns N’ Roses
og gítarleikarinn Dave
Kushner. Sveitin átti að spila
hérlendis árið 2005 en þeim
tónleikum var aflýst, ekki
síst vegna eiturlyfjafíknar
Weiland og þeirra vand-
ræða sem hún skapaði.
Weiland lést árið 2015. Vel-
vet Revolver sendi frá sér
tvær breiðskífur.
Reuters
Söngvarinn kraftmikli
Axl Rose kominn
með flétturnar sem
einkenndu hann svo
mjög á tímabili.
AFP
Goðsagnakennda rokkhljómsveitin Guns N’ Roses heldur tónleika á Laugardalsvelli í sumar.
Af því tilefni verður hér gripið niður í sögu sveitarinnar,
þegar meðlimir störfuðu ýmist saman eða í öðrum hjómsveitum.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
AP
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018
LESBÓK
SJÓNVARP Fjórða þáttaröðin af Unbreakable Kimmy
Schmidt verður jafnframt sú síðasta, samkvæmt frétt
Variety. Fyrsti hluti fjórðu þáttaraðarinnar, eða alls sex
þættir, kemur inn á Netflix 30. maí. Netflix og framleið-
andinn Universal Television eru að ræða um að búa til
kvikmynd sem verður jafnframt lokaþátturinn. Ekki er
ljóst hvenær hún verður frumsýnd.
Höfundar þáttaraðarinnar eru Tina Fey og Robert
Carlock. Ellie Kemper leikur aðalhlutverkið, Kimmy,
sem flytur til New York eftir að hafa verið í haldi sér-
trúarsöfnuðar í neðanjarðarbyrgi í áratug. Þrátt fyrir
þetta eru þetta gamanþættir og í öðrum aðalhlutverkum
eru Tituss Burgess, Jane Krakowski og Carol Kane. Fey
hefur jafnframt leikið gestahlutverk í þáttunum.
Kimmy klárast
Ellie Kemper leikur Kimmy.
AFP
KVIKMYNDIR Black Panther og Stranger
Things eru með flestar tilnefningar til sjón-
varps- og kvikmyndaverðlauna MTV. Black
Panther fékk sjö tilnefningar, þar á meðal
var Chadwick Boseman tilnefndur fyrir besta
leik í aðalhlutverki og sem besta ofurhetjan.
Letitia Wright var tilnefnd fyrir að stela sen-
unni sem Shuri og Michael B. Jordan var til-
nefndur sem besti þrjóturinn fyrir túlkun
sína á N’Jadaka/Erik Killmonger. Star Wars:
The Last Jedi og Wonder Woman fengu líka
nokkrar tilnefningar. Stranger Things er
með sex tilnefningar, þar á meðal sem besti
þátturinn og besta leikaraliðið.
Black Panther með sjö tilnefningar
Chadwick Boseman.
AFP
Meghan Markle og Harry Bretaprins
ganga í hjónaband í sumar.
Engar brúðar-
meyjar
FÓLK Engar af vinkonum Meghan
Markle munu fá þann heiður að
vera brúðarmeyjar þegar hún
gengur í hjónaband með Harry
Bretaprinsi. Fólk hefur velt þessu
fyrir sér mánuðum saman í Bret-
landi og hafði verið giskað á að
Jessica Mulroney, Millie Mack-
intosh og Serena Williams yrðu í
þessum hópi. Ástæðan er að hún
vildi ekki gera upp á milli vin-
kvenna sinna.
TÓNLIST Hljóm-
sveitin Guns N’
Roses tilkynnti
fyrir helgi að hún
ætlaði að endur-
útgefa plötu sína
Appetite for De-
struction þann 29.
júní. Ekki er um neina venjulega út-
gáfu að ræða heldur verður þetta
viðhafnarútgáfa sem bera mun
nafnið Appetite for Destruction:
Locked N’ Loaded. Á henni verður
að finna 25 óútgefnar prufuupp-
tökur auk tveggja laga frá þessum
tíma sem sveitin tók upp með Mike
Clink. Þarna verða líka tvær út-
gáfur af „November Rain“ sem
gerðar voru á undan lokaútgáf-
unni, tvö ókláruð lög, „The Plague“
og „New Work Tune“ auk nokk-
urra tökulaga, Elvis-lagið „Heart-
break Hotel“, „Mama Kin“ eftir Ae-
rosmith og órafmögnuð og
rafmögnuð útgáfa af „Jumpin’ Jack
Flash“, lagi Rolling Stones.
Hægt verður að nálgast Locked
N’ Loaded í ýmsu formi en þar má
helst nefna lúxus-kassaútgáfu sem
inniheldur fjóra geisladiska, einn
Blu-ray, sjö tólf tommu plötur, sjö
sjötommur, bók og ýmislegt áhuga-
vert fyrir safnara eins og plaköt,
hauskúpuhringi og tímabundin
húðflúr.
Appetite í við-
hafnarútgáfu