Fréttablaðið - 22.06.2018, Side 4

Fréttablaðið - 22.06.2018, Side 4
DÓMSMÁL Fyrrverandi hæstaréttar­ dómarinn Jón Steinar Gunnlaugs­ son var í Héraðsdómi Reykjaness í gær sýknaður af meiðyrðakröfu hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar. Benedikt krafðist að tiltekin orð úr bók Jóns Steinars, Með lognið í fangið, yrðu dæmd dauð og ómerk. Hluti orðanna varðaði „dómsmorð“ sem Jón taldi hafa verið framið með dómi yfir Baldri Guðlaugssyni. Dómari taldi Jón Steinar hafa kveðið fast að orði en hvergi hefði hann sakað Benedikt um refsivert athæfi. Orðunum væri ekki beint að Benedikt persónulega heldur Hæstarétti í heild. Fullyrðinga Jóns Steinars væru gildisdómur en ekki staðhæfing um staðreynd. – jóe Sýknaður í máli meðdómara DÓMSMÁL Dagur Hoe Sigurjónsson var dæmdur til 17 ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dagur var sakfelldur fyrir manndráp og tilraun til manndráps er hann réðst á Klevis Sula og Elio Hasani á Austurvelli í desember í fyrra. Klevis hlaut bana af. Dagur var einnig dæmdur til að greiða tæpar tíu milljónir í bætur til foreldra hins látna og til þess brota­ þola sem lifði árásina af. Dagur, sem neitaði sök, er 25 ára og hefur ekki áður hlotið refsidóm. – aá Fangelsi í 17 ár fyrir manndráp Frá uppkvaðningu dóms í Héraðs- dómi í gær. Fréttablaðið/SteFán DÓMSMÁL Hæstiréttur sneri í gær við dómi í meiðyrðamáli Bergvins Oddssonar, fyrrverandi formanns Blindrafélagsins, gegn öðrum stjórnarmeðlimum. Héraðsdómur hafði dæmt Bergvini 900 þúsund krónur í miskabætur vegna æru­ meiðandi ummæla í ályktun félags­ ins í garð hans. Í ályktun félagsins frá í september 2015 var því lýst að trúnaðarbrestur hefði orðið milli formannsins, Berg­ vins, og stjórnarinnar. Ástæðan var sú að hann hefði nýtt sér vettvang sinn „til að véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fast­ eignabrask honum tengt“. Krafð­ ist Bergvin ómerkingar þessara ummæla auk ummæla um að hann hefði brugðist trausti drengsins og sýnt af sér „siðferðislegt dóm­ greindarleysi“. Í héraði voru fyrri ummælin ómerkt en ekki þau síðari. Að virtum atvikum málsins taldi Hæstiréttur að ályktun Blindra­ félagsins hefði verið byggð á frá­ sögn félagsmannsins unga. Bergvini hefði verið gefinn kostur á að skýra málið áður en ályktunin var send út. Dómurinn taldi að í ályktuninni hafi verið tekið óþarflega sterkt til orða en þó ekki svo að farið hefði verið út fyrir mörk tjáningarfrelsis­ ins. Því var fólkið sýknað. – jóe Blindrafélagið sýknað í meiðyrðamáli fyrrverandi formanns Héraðsdómur hafði dæmt Bergvini Oddssyni 900 þúsund króna miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla í ályktun Blindrafélagsins. Dómi í máli bergvins gegn blindrafélaginu var snúið við. Fréttablaðið/SteFán DÓMSMÁL „Atli er náttúrulega búinn að fá uppreist æru en það er allt í einu ekkert atriði og núna er það háð hug­ lægu mati dómara hvort viðkomandi hafi endurheimt traust. Ég veit ekki hvernig hann mælir það. Kannski bara eftir einhverri stemningu í samfélaginu,“ segir Björgvin Jóns­ son, lögmaður Atla Helgasonar, um niðurstöðu Landsréttar sem sneri við úrskurði héraðsdóms og synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lög­ mannsréttinda sinna Um Atla segir í úrskurðinum: „Þótt 17 ár séu nú liðin frá því dómur féll í manndrápsmálinu, sjö ár frá því að varnaraðila var veitt reynslulausn og þrjú ár frá því að reynslutíma lauk er enn varhugavert að slá því föstu að hann hafi áunnið sér það traust sem lögmenn verða að njóta samkvæmt framansögðu.“ Lögmaður Atla furðar sig á þessum orðum enda hafi Atli þegar fengið uppreist æru. Í úrskurði Landsréttar, er viðtek­ inni dómaframkvæmd um endur­ heimt lögmannsréttinda vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar sem gerð var á Alþingi síðastliðið haust. Breytingin var samþykkt síðastliðið haust eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk í kjölfar mála Róberts Downey sem fékk uppreist æru með umdeildum hætti.  Frumvarp sem verið hafði í smíðum í dómsmálaráðuneytinu  um brottfall heimildar stjórnvalda til að veita þeim sem hefðu hlotið refsi­ dóma uppreist æru var lagt fram á síðasta þingdegi og samþykkt síðar sama kvöld. Með lagabreytingunni var ein­ göngu fellt brott úr hegningarlögum ákvæði um uppreist æru en heildar­ endurskoðun lagaákvæða um endur­ heimt borgaralegra réttinda eftir afplánun dóms var látin bíða og bíður enn.   Ekki var haft samráð við refsi­ réttar nefnd vegna málsins og ekki gafst tími til að leita umsagna um það. Í nefndaráliti allsherjar­ og menntamálanefndar er fullyrt að framkvæmdin valdi ólögmætri skerðingu mannréttinda, með vísan til fordæma Mannréttindadómstóls Evrópu. Ákveðið var að hafa gildis­ tíma breytingarinnar tímabundinn og marka þannig ramma fyrir boð­ aða heildarendurskoðun. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að í ljósi niðurstöðunnar sé mjög brýnt að Alþingi taki af skarið í málinu enda lagabreytingin frá 2017 í andstöðu við alþjóðlega sáttmála sem Ísland sé bundið af. „Á meðan þingið hefur ekki hysjað upp um sig eftir að hafa tekið þetta hálfa skref í fyrra þá er fólk sem lokið hefur afplánun sinna dóma skilið eftir án úrræða til að fá notið mannréttinda til jafns við aðra. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand.“  „Við munum náttúrulega skoða hvað er hægt að gera,“ segir Björgvin aðspurður um næstu skref en niður­ stöðu Landsréttar er ekki unnt að vísa til Hæstaréttar. adalheidur@frettabladid.is Niðurstaðan veki spurningar um bann við afturvirkni laga Vísað er til umdeildrar lagasetningar um brottfall ákvæða um uppreist æru í forsendum Landsréttar fyrir synjun við beiðni Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda sinna. Meta eigi í hverju tilviki hvort dómþoli hafi endurheimt það traust sem lögmenn þurfi að njóta. Synjunin er ekki kæranleg til Hæstaréttar. Sigríður andersen dómsmálaráðherra mælti fyrir hinu umdeilda máli á alþingi síðastliðið haust. Fréttablaðið/ernir Þetta er algjörlega óviðunandi ástand. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari. 2 2 . j ú n í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R4 F R é T T i R ∙ F R é T T A B L A ð i ð 2 2 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 3 5 -5 3 7 8 2 0 3 5 -5 2 3 C 2 0 3 5 -5 1 0 0 2 0 3 5 -4 F C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.