Fréttablaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 6
Öflugar háþrýstidælur fyrir vandláta Lavor One Plus 130 háþrýstidæla 130 bör max, 420 lítr/klst. 1800W Fylgihlutir: Burstar, sápubrúsi & Turbostútur 12.490 Lavor Vertigo Plus 28 háþrýstidæla 160 bör max, 510 lítr/klst. 2800W „Brass“ mótorhús. 66.990 Lavor Vertigo 20 háþrýstidæla 140 bör max, 400 lítr/klst. 2100W 29.990 MJÖG ÖFLUG dæla INDUCTION MOTOR POWERED Lavor Space 180 háþrýstidæla 180 bör max, 510litr/klst 2500W. Fylgihlutir: Pallahreinsir, bursti og aukaspíssar. 26.490 Lavor Galaxy 140 háþrýstidæla 140 bör max, 450 lítr/klst. 1900W. Fylgihlutir: Pallahreinsir, bursti og aukaspíssar. 17.990 Race 125 háþrýstidæla 125 bör max, 400 lítr/klst. 1800W 23.390 Lavor SMT 160 ECO 2500W, 160 bör (245 m/ túrbóstút) 510 L/klst. Þrjár stillingar: mjúk (t.d. viður), mið (t.d. bill) og hörð (t.d. steypa) 29.990 Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is StjórnSýSla Níu manna ráð- gjafarnefnd Landspítala, sem á að vera stjórn spítalans til sam- ráðs og stuðnings í stefnumótun og almennu starfi hans, hefur ekki verið starfandi síðan 2011 þrátt fyrir skýr fyrirmæli um það í lögum um heilbrigðisþjónustu. Fyrri heil- brigðisráðherrar hafa trassað að skipa í nefndina. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er skýrt kveðið á um að ráðherra heilbrigðismála skuli skipa þessa níu manna nefnd til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Svandís Svavarsdóttir, núverandi heilbrigðisráðherra, hefur í hyggju að endurvekja nefndina og mun skipa í hana innan fárra daga. „Það er dýrmætt fyrir spítalann að geta sótt þekkingu og stuðning sem víð- ast í samfélaginu. Ráðgjafarráðið var í lögum hugsað til þess og mikil- vægt að setja það á stofn í samræmi við lög. Ég vænti þess að spítalinn njóti góðs af því, ekki síst í stefnu- mótun sinni,“ segir Svandís. Þetta ákvæði var sett í lög árið 2007 og í framhaldinu var sett á laggirnar nefnd til fjögurra ára undir formennsku Ingibjargar Pálma- dóttur. Sú nefndarskipan rann út 25. október 2011. Því hafa Guðbjartur Hannesson, Kristján Þór Júlíusson og Óttarr Proppé ekki skipað í þessa nefnd þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í lögum. Samkvæmt lögum um Landspít- ala skal forstjóri spítalans í samráði við formann nefndar boða til upp- lýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir, minnst tvisvar á ári. Ljóst er að slíkir fundir hafa ekki verið haldnir í áraraðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspít- ala og fyrrverandi aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar heilbrigðis- ráðherra, segir nefndina geta verið mikilvæga fyrir spítalann. „Ég held að þetta gæti komið sér vel og væri spítalanum til hagsbóta að hafa slíkt aðhald og stuðning utan frá. Því þætti okkur gott að þessi nefnd kæmist aftur á laggirnar,“ segir Anna Sigrún. sveinn@frettabladid.is Fóru ekki að lögum um Landspítala Lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir að níu manna ráðgjafarnefnd þjónusti framkvæmdastjórn Landspítala og veiti henni stuðn- ing og aðhald. Sú nefnd hefur hins vegar ekki verið starfandi lengi. Nýr ráðherra ætlar að setja á laggirnar slíka nefnd fyrir vikulok. Úr 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) Ráðherra skal skipa níu manns og jafnmarga til vara í ráðgjafarnefnd Landspítala til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Skal nefndin m.a. fjalla um árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir spítalans og langtímastefnu hans. Nefndin skal m.a. skipuð fulltrúum notenda þjónustu spítalans. Formaður skal í samráði við forstjóra boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir og eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Innri friður í fjölmenni Alþjóðlegur dagur jógaiðkunar var í gær, á sumarsólstöðum og lengsta degi ársins á norðurhveli Jarðar. Tugþúsundir komu saman í Nýju-Delí á Indlandi til að stunda jóga í tilefni dagsins og næra þannig líkama og sál. Fyrsti alþjóðadagur jóga var haldinn 21. júní árið 2015. Nordicphotos/Getty Anna sigrún Baldursdóttir. nOrEGUr Alvarlega veikir sjúklingar sem eru langskólagengnir fá meiri hjálp á norskum sjúkrahúsum en aðrir. Þetta sýnir rannsókn á gögn- um um 100 þúsund sjúklinga, að sögn norska ríkisútvarpsins. Jon Ivar Elstad, vísindamaður hjá Nova-stofnuninni, bar saman skóla- göngu 100 þúsund sjúklinga sem létust á árunum 2009 til 2011. Eftir- fylgni reyndist meiri meðal þeirra langskólagengnu í formi innlagna á sjúkrahús og rannsókna. Mat Elstads er að þeir sem rann- sakaðir voru nánar hafi ekki verið veikari en hinir. Um var að ræða sjúklinga með krabbamein og lungna- og hjarta- sjúkdóma. Greinilegast var mynstr- ið hjá krabbameinssjúklingum. Að sögn Elstads kunna skýring- arnar til dæmis að vera viðhorf lækna til mismunandi samfélags- hópa, samskipti milli sjúklings og lækna, virkni sjúklingsins sjálfs eða kröfur aðstandenda um meiri eftir- fylgni. – ibs Betri þjónusta á sjúkrahúsum fyrir menntaða Langskólagengnir sjúklingar fá meiri eftirfylgni á norskum sjúkrahúsum. Nordicphotos/Getty 2 2 . j ú n í 2 0 1 8 F Ö S t U D a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 2 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 3 5 -6 7 3 8 2 0 3 5 -6 5 F C 2 0 3 5 -6 4 C 0 2 0 3 5 -6 3 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.