Fréttablaðið - 22.06.2018, Page 28

Fréttablaðið - 22.06.2018, Page 28
hvítar þá finnst mér þær vera að stíga skref í áttina að litum. Æ oftar heyri ég konur segja: „Mig langar ekki í svart.“ Sjálf klæðist ég sjaldan svörtum lit. Mér finnst samt smart að vera í svörtu undir litríkum kímónó.“ Ömmur sem sauma og prjóna Andrea segist varla hafa verið farin að ganga þegar hún byrjaði að máta skó móður sinnar og ömmu. „Ég held að áhugi á tísku og fötum sé meðfæddur. Það kunna allir að sauma sem ég þekki. Þegar ég var yngri hélt ég að þannig væri þetta á öllum heimilum. Þess utan gekk ég alltaf í heimasaumuðum fötum. Þurfti bara að segja hvernig ég vildi hafa þau og í hvaða litum. Ég átti meira að segja heimasaumaðan skíðagalla. Önnur amma mín var bóndi og átti fjórtán börn. Hún þurfti að sauma á allan skarann. Hún átti yfir sextíu barnabörn og var allt árið að prjóna ullarsokka handa öllum í jólagjafir. Hin amma mín starfaði sem saumakona. Þegar ég fór að eldast var orðið ódýrara að kaupa tilbúnar vörur í verslunum en að sauma.“ Hugsa vel um húðina Andrea spáir ekki síður í hár og húð en fatatísku. Hún segist alltaf hafa hugsað mjög vel um húðina. „Ég sakna þess ekki að vinna sem förðunarfræðingur enda hef ég meiri áhuga á fatahönnun. Hins vegar hentar það mjög vel að hafa þetta nám í mínu starfi. „Ég get farðað fyrirsæturnar mínar eða bent konum á hvaða liti þær eiga að nota í förðun við kjóla sem þær kaupa hjá mér. Mér finnst íslenskar konur yfirleitt hugsa vel um húðina og mála sig hæfilega. Helst finnst mér að ungar stúlkur farði sig aðeins of mikið. Of mikið af svörtum eyeliner, gerviaugna- hárum og þykkum svörtum auga- brúnum. Sjálf vel ég förðunarvörur sem heita Nyx og ég elska pallett- una mína sem heitir Love Contours All. Ég þarf ekki annað í snyrti- budduna mína. Þetta eru augn- skuggar, kinnalitir og sólarpúður. Ég nota aldrei meik, vel frekar sólarpúðrið. Ég nota alltaf Bioeffect á húðina á kvöldin. Kremið gefur ótrúlega mikinn raka og er frábær íslensk vara. Svo nota ég auðvitað hyljara sem kemur sér oft vel. Það skiptir öllu máli að hugsa vel um húðina á kvöldin áður en maður fer að sofa. Ég er heppin með húð, hef ekki átt í neinum sérstökum vandamálum, kannski af því að ég hugsa vel um hana. Í mínum huga er minna meira þegar kemur að förðun. Oft skapast skemmtileg umræða í búðinni hjá mér um þessa hluti,“ segir Andrea en konur á öllum aldri leita til hennar. „Ég mála mig á hverjum degi en nota náttúrulega og fallega liti.“ Bleikt áfram í tísku Andrea bendir á að ekki eigi að skreyta sig með öllum fínu hlut- unum í einu. „Maður getur verið í látlausum kjól með glæsilega eyrnalokka, hálsfesti eða í litríkum skóm. Þegar ég vann við brúðar- förðun lagði ég alltaf mikla áherslu á að konan ætti að vera náttúrulega falleg. Maður undirstrikar fegurð- ina með látleysi,“ segir Andrea sem bendir á að bleikir litatónar muni halda velli með haustinu bæði í förðun og fatnaði. Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 Andrea Magnúsdóttir, sem er lærður förðunarfræðingur, hafði starfað við förðun áður en hún hélt til Danmerkur að læra fatahönnun. Hún stofnaði Júníform ásamt Birtu Björnsdóttur árið 2003 ásamt því að starfa hjá NTC. Áhuginn á fatahönnun var alltaf til staðar frá barnsaldri enda voru báðar ömmur hennar flinkar saumakonur. „Ég er alla daga að hanna föt, sníða og framleiða. Líf mitt snýst voða mikið um vinnuna. Þessa dagana er ég að hanna kjóla og peysur fyrir næsta vetur. Þótt ég sé ekkert sérstaklega ánægð með sumarveðrið okkar þá hentar það vinnunni vel,“ segir Andrea. Sumarfrí og vinna Í sumarfríinu ætlar hún til Ítalíu. „Ég ætla að heimsækja saumastof- una mína sem er þar og þetta er því bæði vinnuferð og frí. Við munum taka smá hvíld í leiðinni. Hluti af línunni minni er saumaður á Ítalíu og annar í Hafnarfirði þar sem við erum einnig með saumastofu. Ég legg mikla áherslu á þægilegan kvenfatnað og finnst æðislega gaman að nota liti. Tískan er litrík í sumar og það má eiginlega allt,“ segir hún. „Blómamynstur og lit- ríkir skór. Jafnvel jakkaföt mega vera gul,“ bendir Andrea á og segir að tískan sé mjög að sínu skapi. „Eftir því sem konur eldast eiga þær að klæðast litum því þeir gera svo mikið fyrir útlitið. Þótt talað sé um að íslenskar konur séu svart/ Andrea hefur gaman af litum og segir að þegar konur eldist eigi þær að vera óhræddar við liti. Gallabuxur og síður bleikur kjóll. Takið eftir rauðu skónum. Sannarlega sumarlegt. Hárgreiðslan þarf ekki að vera flókin þegar maður klæðist fallegum litum. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Ég legg mikla áherslu á þægi- legan kvenfatnað og finnst æðislega gaman að nota liti. Tískan er litrík í sumar og það má eiginlega allt, Andlitskrem fyrir þurra húð Fæst í apótekum · Engir parabenar · Engin ilmefni · Engin litarefni Íslenskt Astaxanthin fyrir húðina Ertu á leið í sólina? Þú færð vörur KeyNatura í Fjarðarkaupum, Mamma veit best, Hagkaupum, Heilsuver, Heilsuhúsinu, í apótekum og í vefverslun okkar, keynatura.is. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . j Ú N í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RHÚÐ oG HÁR 2 2 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K -N Y .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 3 5 -6 C 2 8 2 0 3 5 -6 A E C 2 0 3 5 -6 9 B 0 2 0 3 5 -6 8 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.