Fréttablaðið - 02.07.2018, Side 10

Fréttablaðið - 02.07.2018, Side 10
2 . j ú l í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R10 S p o R t ∙ F R É t t A B l A ð i ð sport Stjarna helgarinnar á HM 2018 HM 2018 í Rússlandi, 16-liða úrslit Frakkland - Argentína 4-3 1-0 Antoine Griezmann, víti (13.), 1-1 Ángel Di María (41.), 1-2 Gabriel Mercado (48.), 2-2 Benjamin Pavard (57.), 3-2 Kylian Mbappé (64.), 4-2 Mbappé (68.), 4-3 Sergio Agüero (90+3.). Úrúgvæ - Portúgal 2-1 1-0 Edinson Cavani (7.), 1-1 Pepe (55.), 2-1 Cavani (62.). Spánn - Rússland 1-1 (3-4) 1-0 Sergei Ignashevich, sjálfsmark (12.), 1-1 Artem Dzyuba, víti (41.). Rússland vann í vítakeppni, 3-4. Króatía - Danmörk 1-1 (3-2) 0-1 Mathias Jörgensen (1.), 1-1 Mario Mandzukic (4.). Króatía vann í vítakeppni, 3-2. Ungstirnið Kylian Mbappé sýndi heimsbyggðinni hversu góður hann er þegar Frakkland vann 4-3 sigur á Argentínu í fyrsta leik 16-liða úr- slitanna á heimsmeistaramótinu í Rússlandi á laugardaginn. Mbappé var síógnandi allan leik- inn og varnarmenn Argentínu réðu ekkert við hann. Mbappé fiskaði víti á 13. mínútu sem Antoine Griez- mann skoraði úr og kom Frakklandi í 1-0. Mbappé skoraði svo þriðja og fjórða mark Frakka með aðeins fjögurra mín- útna millibili um miðjan seinni hálf- leik. Hann er kominn með þrjú mörk á HM og er marka- hæstur Frakka. ÍBV - Grindavík 3-0 1-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (34.), 2-0 Shahab Zahedi Tabar (47.), 3-0 Shahab (66.). KA - Breiðablik 0-0 Rautt spjald: Aleksandar Trninic, KA (51.). Keflavík - Valur 0-2 0-1 Ívar Örn Jónsson (28.), 0-2 Patrick Pedersen (33.). KR - Víkingur R. 0-1 0-1 Bjarni Páll Linnet Runólfsson (46.). Fjölnir - Fylkir 2-1 0-1 Albert Brynjar Ingason (85.), 1-1 Berg- sveinn Ólafsson (87.), 2-1 Torfi Tímoteus Gunnarsson (90.). Efri Valur 24 Stjarnan 19 Breiðablik 18 Grindavík 17 FH 16 KR 13 Neðri Víkingur R. 12 Fjölnir 12 ÍBV 11 Fylkir 11 KA 9 Keflavík 3 Pepsi-deild karla KöRFUBolti „Við hlökkum bara til. Þetta er mjög skemmtileg höll og það verður uppselt á leikinn,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði körfu- boltalandsliðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hlynur og félagar mæta Finnum í lokaleik sínum í F-riðli undan- keppni HM 2019 og verða að vinna til að komast í milliriðla. Ísland tap- aði á grátlegan hátt fyrir Búlgaríu á föstudaginn, 88-86. „Við höfum farið yfir þann leik eins vel og við höfum getað. En einbeitingin er aðallega á leiknum gegn Finnum,“ segir Hlynur sem var stigahæstur íslensku leikmannanna gegn Tékkum með 16 stig. Hann segir að tapið fyrir Búlgörum svíði. „Þetta var mjög stórt. Þetta var þungur hnífur,“ segir Hlynur en íslenska liðið fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn gegn Búlg- aríu í lokasókninni. Leikurinn í dag er þriðji leikur Íslands og Finnlands á innan við ári. Þau mættust í Helsinki í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í september þar sem Finnar höfðu betur, 83-79, eftir góðan endasprett. Íslendingar unnu hins vegar fyrri leik liðanna í undankeppni HM í Laugardalshöll- inni, 81-76. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með því að vinna 4. leik- hlutann 26-13. Hlynur segir að öfugt við mörg lið hafi Finnar ekki mikla líkamlega yfirburði yfir Íslendinga. „Við getum spilað aðeins öðruvísi á móti þeim. Þeir eru ekki með marga stóra og sterka leikmenn sem eru góðir með bakið í körfuna. Þeir eru með góða og stóra skotmenn. Mér finnst þeir henta okkur ágætlega. Líkamlegir yfirburðir eru ekki eins rosalegir og við lendum stundum í,“ segir hann. „Það er margt svipað með þessum liðum. Þessi kjarni í finnska liðinu og þjálfarinn eru búnir að vera lengi saman. Það er eining í þessu liði sem mörg landslið vantar kannski. Þeir græða á því,“ bætir Hlynur við. Finnar voru án sinnar skærustu stjörnu, Lauri Markkanen, í fyrri leiknum gegn Íslandi í undan- keppninni. Chicago Bulls-maðurinn er kominn aftur í finnska liðið og lék með því í tapinu fyrir Tékkum, 77-73, á föstudaginn. Það þýðir að Finnar verða að vinna Íslendinga í dag til að komast í milliriðla. „Við höfum séð brot úr leikn- um þeirra gegn Tékkum og þá fannst mér þeir ekkert sérstak- lega skarpir. Það eru veikleikar hjá þeim sem við getum nýtt okkur, og öfugt,“ segir Hlynur að lokum. ingvithor@frettabladid.is Finnar henta okkur ágætlega Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir því finnska í Helsinki í dag og þarf sigur til að komast í milliriðla í undankeppni HM 2019. Fyrirliði íslenska liðsins segir leikstíl Íslands og Finnlands ekki ósvipaðan. Fjölnismenn komnir upp úr fallsæti Dramatík í Grafarvoginum Pepsi-deild karla fór aftur af stað í gær eftir nokkuð langt hlé vegna heimsmeistaramótsins í Rússlandi. Í Grafarvogi hafði Fjölnir betur gegn Fylki, 2-1, og lyfti sér þar með upp úr fallsæti. Þetta var fyrsti sigur Fjölnis í rúman mánuð. Öll mörkin komu á síðustu fimm mínútunum. Miðverðir Fjölnis, Bergsveinn Ólafsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson, skoruðu mörk Grafarvogsliðsins. FRéttABlAðið/ANtoN BRiNK Við getum spilað aðeins öðruvísi á móti þeim. Þeir eru ekki með marga stóra og sterka leik- menn sem eru góðir með bakið í körfuna. Hlynur Bæringsson GolF Úrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni, Origo-bikarnum, réð- ust í gær. Leikið var á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Alls hófu 32 karlar og 24 konur keppni á föstudaginn. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og Rúnar Arnórsson, Keili, urðu hlut- skörpust. Þetta eru fyrstu Íslands- meistaratitlar beggja í holukeppni. Í fyrstu þremur umferðunum var leikið í riðlakeppni og efstu kylfing- arnir úr hverjum riðli fóru áfram í átta manna úrslit. Ragnhildur sigraði Andreu Ýri Ásmundsdóttur, GA, í átta manna úrslitunum, 7/5. Í undanúrslitunum bar hún svo sigurorð af Huldu Clöru Gestsdóttur, GKG, 3/2. Í úrslita- leiknum í kvennaflokki mættust Ragnhildur og Helga Kristín Einars- dóttir, Keili, og hafði sú fyrrnefnda betur, 2/1. Rúnar bar sigurorð af Kristjáni Benedikt Sveinssyni, GA, í átta manna úrslitum, 5/4. Í undanúr- slitunum hafði hann betur gegn Andra Má Óskarssyni, GHR, 3/2 og í úrslitunum sigraði Rúnar Birgi Björn Guðjónsson, félaga sinn úr Keili, 3/2. Hulda Clara vann bronsið í kvennaflokki en hún hafði betur gegn Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur, GK, í leiknum um 3. sætið, 4/3. Í bronsleiknum í karlaflokki vann Ingvar Andri Magnússon Andra Má, 3/2. – iþs Ragnhildur og Rúnar meistarar í fyrsta sinn Rúnar og Ragnhildur, Íslandsmeistararnir í holukeppni. MyND/GSÍ/HARi HM í dag 14.00 Brasilía – Mexíkó 18.00 Belgía – Japan 0 2 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 4 9 -9 7 8 C 2 0 4 9 -9 6 5 0 2 0 4 9 -9 5 1 4 2 0 4 9 -9 3 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.