Fréttablaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Sefitude — ný meðferð við
kvíða og svefntruflunum
Notkun Við vægum kvíða: fullorðnir, 1 tafla á dag allt að 3 á dag. 12–18 ára: 1 tafla á dag allt að 2 á dag.
Við svefntruflunum: fullorðnir og eldri en 12 ára: 1 tafla ½–1 klukkustund fyrir svefn. Ekki ráðlagt börnum yngri en
12 ára, þunguðum konum eða konum með börn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli
fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Fæst í öllum helstu apótekum án lyfseðils
Ert þú að fást við svefntruflanir eða kvíða?
Sefitude er viðurkennt jurtalyf unnið úr rót garðabrúðu.
Styttir tímann til að sofna og bætir gæði svefns.
florealis.is/sefitude
Heilbrigðismál Bæjarráð Kópavogs
gagnrýnir heilbrigðisráðherra harð
lega vegna neitunar ráðuneytisins
um stækkun hjúkrunarheimilisins
við Boðaþing 11 og 13 í bænum.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í
Kópavogi, segir málið eina allsherjar
sorgarsögu.
Tvö ár eru nú síðan skrifað var
undir samkomulag um stækkun
hjúkrunarheimilis í Boðaþingi.
Síðan þá hefur hins vegar ekkert
gerst í málinu og eru forsvarsmenn
Kópavogsbæjar afar ósáttir við
framgang þess.
„Það var skrifað undir með pompi
og prakt en síðan hefur sáralítið
gerst og þetta er orðið ein sorgar
saga. Staðan er þá núna að Kópa
vogur er í óásættanlegri stöðu hvað
varðar fjölda hjúkrunarrýma miðað
við þau sveitarfélög sem við berum
okkur saman við,“ segir Ármann.
Hönnunarsamkeppni var haldin
fyrir um tveimur árum um hús sem
átti að tengjast eldra heimilinu með
tengibyggingu. Arkitektar að eldri
byggingunni fóru fram á lögbanns
kröfu á samkeppnina og töldu sig
vera í rétti til að teikna hið nýja hús.
„Það verður að taka þetta úr þess
um hjólförum að okkar mati og við
höfum sagt að við séum tilbúin til
að taka þetta verkefni yfir og keyra
þetta verkefni í höfn. Við höfum
skrifað ráðuneytinu þess efnis og
fengum svar nú þar sem beðið er
dóms í Landsrétti vegna málsins,“
bætir Ármann við.
Stækkun hjúkrunarheimilisins í
Boðaþingi gæti tafist til 2020 vegna
dómsmálsins um hver eigi rétt á að
teikna bygginguna sem á að hýsa
64 hjúkrunarrými. „Það ófremdar
ástand sem ríkir í bið
eftir hjúkrunarrýmum
á höfuðborgarsvæð
inu verður að leysa.
Hægt væri að hefja
framkvæmdir innan
6 mánaða við byggingu
hjúkrunarheimilis við
Boðaþing ef Kópavogur
fengi heimild ráðu
neytisins til að taka
verkið yfir,“ segir
í bókun bæjarráðs Kópavogs um
málið.
Í bókuninni segir einnig: „Vegna
mikilla tafa við stækkun Boðaþings
er nauðsynlegt að grípa strax til
aðgerða. Kópavogsbær er tilbúinn,
í samstarfi við hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð, að fjölga dagvistunar
rýmum fyrir aldraða um 10 sem
mun nýtast allt að 25 manns sem
eru á biðlista sem telur 135 manns.“
sveinn@frettabladid.is
Dómsmál í vegi uppbyggingar
hjúkrunarrýma í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir afar brýnt að uppbygging 64 hjúkrunarrýma við Boða-
þing hefjist sem allra fyrst. Skrifað var undir samkomulag fyrir um tveimur árum en lítið hefur þokast
síðan þá. Bæjarstjórinn segir málið eina allsherjar sorgarsögu og bæjarráð gagnrýnir heilbrigðisráðherra.
Miklar tafir hafa orðið á uppbyggingu rúmlega sextíu hjúkrunarrýma við Boðaþing í Kópavogi. FréttaBlaðið/Pjetur
Það var skrifað
undir með
pompi og prakt en síðan
hefur sáralítið gerst.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
í Kópavogi
Ferðaþjónusta Félag hópferða
leyfishafa telur Samtök sunnlenskra
sveitarfélaga (SSS) beita ferðaþjón
ustufyrirtæki á Suðurlandi ofbeldi.
Sveitarfélögin hafa krafið Sam
göngustofu um að svipta nokkur
hópferðafyrirtæki almennu rekstr
arleyfi. Fyrirtækin aka með ferða
menn í útsýnisferðir í Þórsmörk og
Landmannalaugar.
SSS byggja kæru sína á því að
Vegagerðin geti veitt tilteknum
opinberum aðilum, í þessu tilfelli
landshlutasamtökum sveitarfélaga,
einkarétt á að skipuleggja og sjá um
reglubundna farþegaflutninga á til
teknum svæðum. Þar sem þessar
ferðir séu skipulagðar telja SSS að
um sé að ræða brot á einkarétti.
Óskar Félag hópferðaleyfishafa
eftir því að ráðherra samgöngumála
stöðvi þessa vegferð SSS. „Um er að
ræða fyrirtæki sem sinna mikilvægu
þjóðfélagslegu hlutverki við að afla
gjaldeyris og skapa um leið atvinnu
fyrir fjölda manns við ferðaþjónustu
á Suðurlandi,“ segir í bréfi til ráð
herra. „Ekki er við umrædd fyrirtæki
að sakast vegna slaks gengis Strætó
bs. á Suðurlandi og rekstrarvandi
þeirra áætlunarflutninga verður
ekki leystur með ofbeldi í garð
ferðaþjónustufyrirtækja.“ – sa
Sunnlensk sveitarfélög vilja stöðva skipulagðar ferðir einkafyrirtækja
Sveitarfélögin eru sökuð um ofbeldi í garð fyrirtækjanna. FréttaBlaðið/ernir
alþingi Níu af hverjum tíu krónum
sem koma í ríkissjóð í formi tekju
skatts eru af fyrstu þrjú hundruð
þúsund krónum hvers launamanns,
hækka þarf skattleysismörk upp
í 106 þúsund krónur til að skatt
leysismörk atvinnutekna verði 300
þúsund krónur. Þetta kemur fram
í svari fjármálaráðherra við fyrir
spurn Guðmundar Inga Kristins
sonar um lækkun tekjuskatts.
Yrði það gert myndi það rýra
tekjur ríkissjóðs um 149 milljarða
króna. „Álagning tekjuskatts ein
staklinga á tekjur ársins 2017 nam
samtals 168,6 milljörðum kr.,“ segir
í svari fjármálaráðherra. „Tekju
skattur einstaklinga hefði því rýrn
að um 89 prósent.“
Fram undan eru erfiðar kjaravið
ræður og líkast til mun skattkerfis
breytingar bera á góma í viðræð
unum. – sa
Hækkuð mörk
skattleysis kosta
150 milljarða
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra. FréttaBlaðið/ernir
1 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m á n u D a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
1
0
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
5
-0
A
0
4
2
0
C
5
-0
8
C
8
2
0
C
5
-0
7
8
C
2
0
C
5
-0
6
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
9
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K