Verslunartíðindi - 01.07.1924, Qupperneq 5
VERSLUHARTÍÐINDI
MÁNAÐARRIT GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRÁÐI ÍSLANDS
- PrentaS I IsafoldarprentsmlOJu.
7. ár. Júli 1924. Nr. 7.
^erslnnartíðindi koma út einn sinni í mánnði venjnl. 12 blaðsiðnr. — Árgangurinn kostar kr. 4.50
Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Yerslunarráðs íslands, Eimskipafjelagshúsið. Talsimi 694. Pósthólf 514
Sódavatnsútflutningurinn.
Ein vörutegund er dú komin í íslenskum
útflutningsskýrslum, sem ekki hefur sjest
þar áður, og það er sódavatnið. Að vísu
er bjer ekki um háar tölur að ræða, enda
er þetta aðeins byrjun, dálítill vísir, sem
ekki er ólíklegt að eigi fyrir höndum að
dafna vel.
Forstjóri gosdrykkjaverksmiðjunnar »Sir-
ius«, hr. Frans Andersen hefur skýrt Versl-
unartíðindum þannig frá tildrögunum:
Snemma í síðastliðnum aprílmánuði fengu
2 hóteleigendur í Aberdeen á Skotlandi
sódavatn frá »Siríus« á Lagarfossi. Þótti
þeim það svo bragðgott, að þeir pöntuðu
sódavatnssendingu þegar í stað. Voru
þá sendar 1500 flöskur 19. april og var
verðið (cif) 439 kr. 85 aur. 30. júlí voru
8yo sendar enn á ný 800 fl., f. kr. 233.56.
Hingað til hefur ekki verið sent meira
uh en pantanir eru komnar fyrir nálega
jafnmiklu og út hefur verið flutt.
Vegna margvislegs kostnaðar hefur þetta
sódavatn orðið dýrara en hægt var að
fá það annarstaðar frá. En þrátt fyrir
Það seldist það svo vel, vegna þess að
það þótti öðru sódavatni betra. Þetta er
* sjálfu sjer ekki undarlegt, þegar þess er
gætt hvað veldur, að það er hreina
Gvendarbrunnavatnið, sem gjörir drykk-
inn svo svalandi og Ijúffengan.
Þetta góða vatn þekkja allir Keykvík-
ingar og fleiri, en hitt er sennilega færri
kunnugt um, að fyrir mörgum árum sendi
Ásgeir heit. Torfason efnafræðingur vatn
út til rannsókna og fjekk það svar, að
óvíða mundi fást annarstaðar hreinna eða
betra.
Sje gert ráð fyrir að eftirspurn eftir
íslensku sódavatni fari vaxandi frá út-
löndnm, sem ekki er ósennilegt, eftir því
sem fleiri kynnast því og kunna að meta
gæði þess, þá mæta tilfinnanlegir erfið-
leikar sem er fjárskorturinn, því þá mundi
þurfa allmikið rekstursfje. En hjer eru
byrjendur, sem verða að fikra sig áfram
stuðningslítið, og eru jafnvel svo óhepnnir
að beina að sjer erlendri athygli á haft-
tímum, sem eru framleiðslu þeirra þránd-
ur i götu. Að vísu mun flösku-innflutn-
ingur frjáls, en án nokkurs innihalds
Gjörir þetta vöruna dýrari en hún annars
þyrfti að vera, ef framleiðslukostnaðurinn
ljettist með innflutningi öls eða annara
löglegra drykkja.
Er það leitt er þing og stjórnarvöld, í
stað þess að styðja, gjöra ógagn þarfleg-
um fyrirtækjum, sem ekki ólíklega hafa
allmikla framtíðarmöguleika í sjer fólgna.