Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 25.11.1974, Blaðsíða 3
46 milljör&um króna, og yrði vöruskiptajöfnuöurinn vi& útlönd
því óhagstæöur um 11,7 milljaröa króna á þessu ári. Þá er spáð
um 700 m.kr. halla á þjónustujöfnuði, og yrði viðskiptajöfnuður-
inn því óhagstæður um 12,4 milljarða króna.
Viðskiptahallinn á þessu ári mun nema rúmlega 9% af þjóðar-
framleiðslu, samanborið við 2.615 m.kr. viðskiptahalla á sl. ári,
eða um 3% af þjóðarframleiðslu. Viðskiptahallinn, sem nú er spáð,
er talsvert meiri en búizt var við fyrr á árinu, og stafar það
einkum af meiri aukningu sérstaks innflutnings fjárfestingarvöru,
birgðasöfnun útflutningsvöru og halla á þjónustuviðskiptum, auk
þess sem gengislækkunin í ágústmánuði eykur viðskiptahallann í
krónutölu. Sé hækkun olíuverðs (3.200 m.kr.) frátalin nemur
viðskiptahallinn um 9.200 m.kr. eða um 7% af þjóðarframleiðslu.
Ef auk þess eru undanskildar breytingar útflutningsvörubirgða og
hinn sérstaki innflutningur fjárfestingarvöru, er viðskipta-
jöfnuðurinn þannig leiðréttur óhagstæður um 500 m.kr. samanborið
við um 2.000 m.kr. hagstæðan jöfnuð á sl. ári. Að hluta til
stafar þessi versnun af magnaukningu innflutnings samanborið
við nokkra magnminnkun útflutnings, en jafnframt hefur þjónustu-
jöfnuður snúizt okkur í óhag, auk þess sem hér gætir áhrifa
versnandi viðskiptakjara - jafnvel án hækkunar olíuverðs.
Gert er ráð fyrir, að erlendar lántökur til langs tíma að
frádregnum afborgunum nemi um 8.500 m.kr. á þessu ári, en
jöfnuður skammtíma fjármagnshreyfinga verði neikvæður um 800-
900 m.kr.. Greiðslujöfnuðurinn við útlönd yrði þannig óhag-
stæður um nálægt 5 milljarða króna á árinu 1974.
Atvinna, tekjur og verðlag.
Frá því á árinu 1972 má telja, að ríkt hafi umframeftir-
spurn eftir vinnuafli og talsverðs vinnuaflsskorts hefur gætt í
einstökum atvinnugreinum á síðustu misserum.
Á árinu 1973 var að meðaltali. 361 maður skráður atvinnulaus
á öllu landinu eða um 0,4% alls mannafla, en hér var eingöngu um
árstíða- og staðbundið atvinnuleysi að ræða. Mánuðina janúar til