Verslunartíðindi - 01.08.1936, Blaðsíða 12

Verslunartíðindi - 01.08.1936, Blaðsíða 12
80 VERSLUNARTÍÐINDI fyrir hvert um sig. I hinni sérstöku deild, sem ætluð er nýlendunum og sem verð- ur komið fyrir á ey úti í Signu, verður farið svipað að. Hin mjög ólíku lönd, sem lúta að einhverju leyti Frakklandi, verða þar hlið við hlið og reynt að sýna einkum það, sem einkennilegast er fyr- ir hvert þeirra. Lönd þessi eru mjög ólík, sum eru bygð af frumstæðum þjóðum, en önnur af kynflokkum með ævagamla menning, en öll eru þau merkileg og margt getur Evrópa lært af þeim. Þessi þáttur sýningarinnar verður án efa mjög þýðingarmikill. Ef til vill taka einhverj- ar af nýlendum annara þjóða þátt í sýn- ingunni, og væri það mikill fengur. Mergð þeirra landa, sem heima eiga á alþjóðasýningu, eru lítil takmörk sett. Margbreytni þeirra er auðsæ. Eins er um hitt að ekki er örðugt að hugsa sér þessa hluti sýnda á óteljandi mismun- andi háttu. Þegar talað verður um slíka sýningu, verður því ætíð um það talað, hvernig var sýnt, eins og hitt, hvað 'var sýnt. Umhverfi sýningárinnar „ramm- inn“ getur verið með ýmsu móti, og ekki er víst að hugkvæmni og smekkvísi einnar þjóðar komi annars staðar betur fram en einmitt í tilhögun sýninga af þessu tægi. Frakkar kosta kapps um að gera sýn- inguna sem viðhafnarmesta og skraut- legasta, þannig, að hinir mörgu gestir, sem sækja hana sér til gagns séu um leið komnir til hinnar mestu hátíðar og skemtunar. Byggingarnar ,sem sýnt verð- ur í, eiga að hafa listagildi frá sjónar- miði byggingarfræðinnar. I stað þess að sýna tilbúna hina ýmsu hluti, verður stundum sýnt beinlínis, hvernig þeir eru búnir til. T. d. verða innfæddir listiðju- menn frá hinum ýmsu nýlendum til sýn- is við vinnu sína. -— Komið verður upp kaffihúsum, teskálum, matsöluhúsum og öðru þess háttar, nákvæmlgea eins og þeim, sem raunverulega eru til í þessum löndum, svo að gestirnir geti um leið og þeir fá sér hressingu, fengið rétta hugmynd um slíka staði í þessum fjarlægu löndum. Svo sem títt er á sýn- ingum sem þessari, verður mikið um ljósadýrð. Allskonar gosbrunnar, upp- ljómaðir á ótal vegu, verða iðulega^ til sýnis. Hinn gamli Eiffelturn verður. oft alla vega litur ljósstólpi, en við og við á hann að taka á sig fánaliti hinna ýmsu þjóða, sem þátt taka í sýningunni. Á kvöldin verður Signu líka oft breytt í hina .furðulegustu ljóselfu. I sambandi við sýninguna verða margskonar skemt- anir svo sem leikritasýningar, hljóm- leikar og fleira. Einnig íþróttir eins og t. d. kappakstur bifreiða, flugkepni og fleira. Hátíðin á að ná út yfir sýningarsvæð- ið, út yfir París, yfir alt Frakkland. Alt landið á að taka á sig hátíðablæ eins og heimili, sem fagnar góðum gestum. Ekki á að láta neitt ógert til þess að þeir, sem vildu ferðast um landið, og skoða það um leið og sýninguna, geti haft sem mesta ánægju af því. Einnig verður reynt að gera mönnum sem auð- veldast að dvelja í Frakklandi um þess- ar mundir. Járnbrautferðir verða ódýr- ari en ella, og sjeð verður um, að mat- söluhús og gistihús okri ekki á gestum. Að sumri verður frábært tækifæri til þess að sækja alþjóðasýningu, sem hald- in er í fögru landi af merkri þjóð. M. G. J.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.