Verslunartíðindi - 01.12.1937, Qupperneq 5

Verslunartíðindi - 01.12.1937, Qupperneq 5
11? VERSLUNARTÍÐINDlI MÁNAÐARRIT. GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRÁÐI ÍSLANDS Verslunartíöindi koma út einu sinni i mánuði, venjul. 12 blaðsíður. = Argangurinn kostar kr. 4.50. — Ritstjórn og afgreiðsla: = Skrifstofa Verslunarráðs íslands, Eimskipafjelagshúsinu. = Talsimi369i. Pósthólf 514. — Prentstaður: ísafoldarprentsmiðja h.f. = =iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiEiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinn= 20. ár Desember 1937 12. tbl. f A. V. TULINIUS. Axel V. Tulinius ljest í Kaupmannahöfn 7. des. s. 1. eftir margra ára vanheilsu. — Æfiatriða þessa ágætis merkismanns hef- ir verið getið í dagblöðun- um; en þar sem hann hefir einnig unnið ágætt starf í þágu íslensks viðskiftalífs og verið brautryðjandi á sínu sviði, þykir sjálfsagt að minnast hans einnig hjer. A. V. Tulinius var fædd- ur á Eskifirði 6. júní 1865. Foreldrar hans voru Carl Tulinius kaupm. á Eski- firði og kona hans Guðrún Þórarinsdóttir prófasts á Hofi í Álftafirði. Axel V. Tulinius byrj- aði ungur mentaskólanám í Danmörku, en hvarf síð- an heim og útskrifaðist úr Latínuskólanum árið 1884. Sigldi hann síðan til Kaup- mannahafnar og las þar lög. Lauk hann embættis- prófi 1891. Á stúdentsár- unum í Kaupm.höfn iðkaði hann mjög íþróttir í tómstundum sínum, og er eng- inn efi á því, að sú þekking og reynsla, sem hann f jekk á íþróttamálunum þá, hefir orðið þjóðinni að ómetanlegu gagni, því eftir að hann kom heim, miðlaði hann öðr- um af áhuga sínum fyrir íþróttalífinu, stofnaði íþróttafjelög og ljet alla tíð íþróttamálin mjög til sín taka. Áður en hann hvarf heim frá Kaupm.höfn, að end- uðu námi, starfaði hann um tíma í lögregluliði Kaupm.hafnar til þess að kynna sjer lögreglustörf. Vakti hann þá á sjer að- dáun og athygli fyrir af- rek, sem hann vann sem lögregluþjónn, þar sem hann sýndi frábæra karl- mensku og snarræði. Eftir að hann kom heim, varð hann fulltrúi bæjar- fógetans í Reykjavík frá 1. jan. 1893, en var hálfu öðru ári síðar settur sýslu- maður í Norður-Múlasýslu. Gegndi hann því embætti til ársloka 1895, en var þá skipaður sýslumaður í Suður-Múlasýslu. Fluttist hann þá frá Seyðisfirði til Eskifjarðar. Var hann þá nýkvæntur Guðrúnu, dóttur Hallgríms Sveinssonar biskups, og bjuggu þau hjón- in á Eskifirði við hina mestu rausn í full 15 ár. Voru þau með aíbrigðum vinsæl og unnu sjer virðingu allra. Hafði Tulinius með höndum ýms trún-

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.