Verslunartíðindi - 01.12.1937, Qupperneq 6

Verslunartíðindi - 01.12.1937, Qupperneq 6
VERSLUNARTÍÐINDÍ 84 aSarstörf fyrir Sunnmýlinga og var hann þingmaður þeirra á þingi 1901, enda þótt þingsetur og stjórnmáladeilur væru lítt að hans skapi. Árið 1911 veiktist hann, og reyndist það að vera illkynjuð ígerð í höfði. Sagði hann þá lausu sýslumannsembættinu og fluttist til Reykjavíkur. Fjekk hann bata á veiki þessari, en bar hennar þó nokkrar minjar alla æfi. Eftir að þau hjónin fluttust til Reykja- víkur, fekst Tulinius við málfærslustörf, en gaf sig þó, þegar tímar liðu, meir og meir að vátryggingarstarfsemi. Hafði hann um- boð fyrir erlend vátryggingarfjelög, því engri innlendri starfsemi í þessari grein var á þeim árum til að dreifa, nema Sam- ábyrgð íslands og nokkrum smærri á- byrgðarf jelögum, sem voru einskorðuð við tryggingar á fiskiskipum. Á stríðsárunum fóru sjóvátryggingar- iðgjöld fyrir skip og flutninga landa á milli upp úr öllu valdi, og mjög erfitt, vegna einangrunar landsins, að fá tryggingu á skipurn og förmum. Mun Tulinius þá hafa fundið sárt til þess hversu tilfinnanlega vantaði innlendar vátryggingarstofnanir. Hann Ijet þó ekki hendur fallast, heldur gekst íyrir stofnun íslensks sjóvátrygg- ingarfjelags ásamt ýmsum framsýnum á- hugamönnum. Leiddi þetta til þess, að Sjóvátryggingarfjelag íslands h.f. var stofnað 20. október 1918. Hluta- f'jeð var 1% milj. kr. og 25 % greitt strax, en trygging sett fyrir afgang- inum. Var Tulinius ráðinn framkvæmda- stjóri þess þegar frá byrjun. Þó að fjelag þetta væri komið á laggirnar, voru þó miklir örðugleikar framundan. Fyrst og fremst varð að fá hagfelda endurtrygg- ingarsamninga erlendis, og var það hægar sagt en gert. Vantrúin á, að íslenskt trygg- ingarfjelag ætti tilverurjett eða tilveru- möguleika var svo rótgróin hjá erlendum vátryggingamönnum. — Þessa örðugleika tókst honum þó að yfirstíga, og ekki nóg með það, hann aflaði brátt fjelaginu svo ipjkils trausts erlendis, að því buðust epd- urtryggingar frá erlendum fjelögum. Með því var fjelagið komið sem algerlega sjálf- stæður aðili inn í hið gagnkvæma verndar- samband, sem vátryggingarfjelög nútím- ans mynda milli landanna. Fjelagið dafnaði á næstu árum undir stjórn hans og naut þar hinna frábæru stjórnarhæfileika hans. Árið 1925 færði fjelagið út kvíarnar og tók upp bruna- tryggingar á húsum og lausafje. Hafði hann urn nokkurt skeið unnið að því að afla fjelaginu hagfeldra endurtrygginga í þessari grein og var brunatryggingar- deildin stofnuð jafnskjótt og gengið var frá endurtryggingarsamningum. Eftir 1930 fór hann að kenna þess meins, sem að lokum leiddi hann til bana, og 1933 sá hann sjer ekki fært vegna heilsu sinn- ar, að gegna lengur framkvæmdastjóra- störfum. Ljet hann af því starfi 20. okt. 1933, á 15 ára afmæli þess fjelags, sem hann hafði átt svo mikinn þátt í að yrði stofnað og hann hafði komið yfir alla byrj- unarörðugleika og rekið með svo mikilli prýði í öll þessi ár. Það starf er afrek, sem eitt mundi nægja til að halda minn- ingu hans á lofti. Eftir að hann ljet af störfum ágerðust veikindi hans stöðugt og leiddu hann loks til bana. Kona hans, frú Guðrún Tulinius, lifir mann sinn og þrír synir þeirra, Hallgrím- ur stórkaupmaður, Carl forstjóri, báðir í Reykjavík, og Erling, læknir, sem nú dvel- ur í Kaupmannahöfn við framhaldsnám. Eina dóttur mistu þau hjónin unga. Axel Tulinius var hið mesta glæsimenni, fríður sýnum, mikill á velli og karlmenni hið mesta. Fáa hefi jeg sjeð, sem mjer hafa fundist vera jafn vel til foringja íallnir og hann. Bar þar til bæði útlit hans, framkoma og skapferli. Hann gat engum þolað órjett og var altaf tilbúinn að taka upp baráttu fyrir rjettum málstað, og þetta ásamt drenglyndi hans og höfðings- lund aflaði honum fylgis hvar sem hann fór. Mætti þjóð vor eignast marga slíka syni! Brynj. Stefánsson.

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.