Verslunartíðindi - 01.05.1938, Blaðsíða 10

Verslunartíðindi - 01.05.1938, Blaðsíða 10
38 VERSLUNARTlÐINDI ar hafa samið um að leggja fyrir dóminn, enda sjeu að minnsta kosti 3 af dómend- unum því samþykkir. Mál fyrir Fjelags- dómi skal flytja munnlega. Þó má flytja skriflega, ef stefndur hvorki mætir nje lætur mæta, ef málsaðiljar eða umboðs- menn þeirra óska og dómurinn álítur, að mál upplýsist betur með þeim hætti. í munnlega fluttum málum skal kveða upp dóm innan sólarhrings eftir dómtöku, en í skriflegum málum innan viku. Ef þessi tími nægir ekki, skal gera nákvæma grein fyrir hvað veldur. Úrskurðum og dómum Fjelagsdóms verður ekki áfrýjað. Þó má innan viku frá dómsuppsögn áfrýja til hæstarjettar. 1) frávísunardómi eða úrskurði um frá- vísun, 2) dómi til ónýtingar, sökum þess að málið heyri ekki undir Fjelagsdóm, 3) úrskurð um skyldu til að bera vitni, um eiðvinning og sektir. 'Síðasti kaflinn eru niðurlagsákvæði um brot gegn lögunum, og varða þau auk skaðabóta sektum frá 50—10,000 krónum. Lög um bókhald voru afgreidd frá þessu þingi. Er þar fyrst talin upp þau fyrir- tæki, sem eru bókhaldsskyld, og því næst getið þeirra, sem eru undanskilin bókhalds- skyldu. Því næst eru ýmsar reglur, sem gæta verður við bókhaldið, svo sem hvaða bækur skuli halda, hvernig bókfærslunni skuli hagað o. fl Rúmsins vegna er ekki hægt að fara nákvæmlega út í einstök atr- iði þessara laga, heldur verður hitt að nægja að benda á þau og hvetja menn til þess að kynna þau sér rækilega. Eins og getið var um hjer í upnhafi fengu 17 þingsályktanir nokkra afgreiðslu, en aðeins ein þeirra, sem hjer er ástæða til þess að minnast sjerstaklega á og það er þingsályktun um skipun millibinga- nefndar, til þess að endurskoða tolla- og skattalöggjöf landsins. Sameinað Alþingi ályktar þar að fela H.f. Eimskipafjelag Islands. Aðalfundur Eimskipafjelags íslands var haldinn í Kaupþingssalnum, laugar- daginn 18. júní. Úr stjórninni áttu að ganga Eggert Claessen. Guðmundur Ásbjörnsson og Richard Thors og voru þeir allir endur- kosnir. Af hálfu Vestur-íslendinga var ennfremur endurkosinn Ásm. P. Jó- hannsson. Reikningar fjelagsins fyrir árið 1937 voru lagðir fram og samþyktir. Fer hjer á eftir samanburður á tekjum og gjöld- um fjelagsins fyrir tvö síðastliðin ár. Sjá töflu á næstu síöu. Tekjuafgangur hefir orðið, sem nem- ur kr. 405,430,57, eftir að búið er að færa til útgjalda kr. 591.729.20, til frá- dráttar á bókuðu eignarverði á fasteign- um og skipum og er það rúmum 435 þús. meira en árið áður. Tekjur fjelagsins hafa hækkað um rúml. 760 þús. kr. og stafar sú hækkun aðallega af auknum tekjum skipanna. Vörumagn jókst töluvert eða um 11.309 smálestir frá því sem það var árið áður, en farmgjaldataxtar hjeldust að mestu leyti óbreyttir. Farþegaflutn- ríkisstjórninni, að skipa fimm manna milli- þinganefnd til að endurskoða tolla- og skattalöggjöf landsins, þar á meðal öll lagaákvæði og fyrirmæli um skatt- og tollaheimtu og tollgæslu. Þrír nefndarmanna skulu skipaðir eftir tilnefningu frá þremur stærstu flokkum þingsins. Auk þess skulu skattstjórinn í Reykjavík og tollstjórinn í Reykjavík eiga sæti í nefndinni.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.