Fréttablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 12
Berglind Hólm Harðardóttir situr í stjórn samtakanna Olnbogabörn/Týndu börnin okkar. Hún segir að áhyggjufull móðir hafi leitað til samtakanna vegna sonar síns sem varð tvítugur á dögunum en hann afplánar í fang­ elsinu á Hólmsheiði. „Þessi ungi maður er ekki búinn að mennta sig og hefur verið að velkjast um í kerfinu í einhver ár og endar svo þarna. Hann sýnir nú áhuga á því að mennta sig og fyrsta skóladaginn nú í byrjun hausts fer hann á Facebook í tölvunni sem hann fær til afnota til að iðka sitt nám. Það er bannað að fara á Facebook í fangelsinu og því hlýtur hann refsingu. Refsingin sem hann fær er hins vegar sú að hann er settur í bann frá skólanum í mánuð og að auki fá aðrir fangar ekki að fara á netið í þrjá sólarhringa,“ segir Berglind. „Við erum að skoða þetta mál enda hafa samtökin áhuga á að skoða hvernig búið er að unga fólkinu okkar í fangelsum landsins.“ Bíða upplýsinga um verklag Facebook er ein af mörgum síðum sem bannað er að fara á í fangelsinu og ber að fara eftir því. Hægt er að loka fyrir síðurnar svo að ekki sé hægt að fara inn á þær þó svo að það sé reynt. „Það hefur verið mjög létt fyrir hann að komast þarna í gegn. Það er spurning hvort Fangelsismálastofn­ un þurfi ekki bara að endurskoða tölvumálin. Þetta væri allt annað ef drengurinn væri mjög klár í tölvum, en það er ekki raunin,“ segir Berg­ lind. „Auðvitað á hann að virða regl­ urnar en okkur finnst þetta brjóta á öllu því sem á að kallast betrun, því sem á að hjálpa honum að verða að Bann við menntun til betrunar? Þeir sem eru í þeirri stöðu að þurfa að afplána dóma í fangelsi hafa með mis­ munandi hætti brotið lög og með þessu úrræði er þeim gert að taka út refsingu og markvisst skal stefnt að betrun. Það er ekki óskynsamleg nálgun, en útfærslan hefur gengið misvel og oft koma upp vandamál sem getur reynst erfitt að leysa við þessar kringumstæður. Þekkt er að ýmsum ráðum er beitt komi til hegðunarvanda eða átaka innan veggja fangelsa bæði hérlendis sem erlendis og fyrir aga­ brot er hópnum oftsinnis refsað auk einstaklingsins sjálfs. Réttindi geta verið dregin til baka, líkt og heimsóknir fjölskyldu og aðgangur að afþreyingu, og í sumum tilvikum er einangrun beitt. Það er augljóst að fangar eiga það sameiginlegt að hafa ekki fulla stjórn á kringum­ stæðum sínum með sama hætti og þeir sem ganga frjálsir og er það hluti þeirrar frelsissviptingar sem þeir eru dæmdir til. Á sama hátt er augljóst að ekki eru allir fangar eins, né sitja þeir inni fyrir sömu afbrot. Mikill munur getur verið á félags­ legum tengslum þeirra, stöðu innan sem utan veggja fangelsis, fjöl­ s k yl du a ð s t æ ð u m , menntun og starfs­ reynslu sem og heil­ brigði þeirra hvort heldur er líkamlegu eða andlegu. Að vera aðskilinn frá fjölskyldu og vinum reynist vafalítið erfitt og fyrir þá sem glíma við fíkni og/eða geð­ sjúkdóma má segja að ástandið sé brothætt svo vægt sé til orða tekið. Umræða um geðheil­ brigðisþjónustu við fanga hefur verið fyrirferðar­ mikil og er ekki enn búið að leysa þann vanda þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um að ekki skuli mismuna Réttur til þjónustu einstaklingum og fangar eigi rétt til slíkrar aðstoðar. Tíðni sjálfsvíga er há innan veggja fangelsa um allan heim og versnun á líðan ein­ staklinga sem glíma við geðsjúk­ dóma er öllum ljós. Umboðsmaður Alþingis lýsti því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kynni að brjóta gegn ákvæðum stjórnar­ skrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og að fangar ættu rétt á að njóta þeirrar umönnunar sem þeir þurfa samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Fangelsismálastjóri og Rík­ isendurskoðun ásamt fleirum hafa kallað eftir því að stjórnmálamenn og þá aðallega ráðherrar standi í lappirnar með fjárveitingar og skil­ greiningu á þeirri þjónustu sem veita skuli í fangelsum hérlendis, en þeirri vinnu er ekki lokið. Þó hefur verið ýtt á eftir því reglulega síðan árið 2010 hið minnsta. Fíknivandi blandast sérstaklega saman við önnur undirliggjandi vandamál og getur verið erfitt að eiga við hann nema með stuðningi fagfólks. Fíknin flækir ferli geðsjúk­ dóma og vandans almennt svo það er ekki hægt að leggja nægjanlega áherslu á það að þverfagleg teymi starfi innan veggja fangelsanna. Refsingin getur ekki falist í því að sjúkdómsástand versni til muna og leiði jafnvel til dauða. Betr­ unarferli fanga er mikilvægt og að þeir hafi tækifæri til að snúa af þeirri braut sem leiddi til vistunar. Heilsa og heilbrigði eru lykilatriði þar, menntun og endurmenntun skipta miklu sem og félagslegt tengslanet þeirra sem um ræðir. Við þurfum því að vera vakandi fyrir öllum þessum þáttum og tryggja að við gefumst ekki upp við mjög svo erfitt og krefjandi verkefni sem þjónusta og umönnun við fanga er. Ráðherrar, það er kominn tími til að kippa þessu í liðinn. Að vera aðskil- inn frá fjöl- skyldu og vinum reynist vafalítið erfitt og fyrir þá sem glíma við fíkni- og/eða geðsjúkdóma má segja að ástandið sé brothætt svo vægt sé til orða tekið. Teitur Guðmundsson læknir. Við vitum það alveg að ef maður missir mánuð úr skóla þá er erfitt að ná því aftur upp, á flestum stöðum þýðir það fall. Berglind Hólm Harðardóttir, stjórnarmeðlimur Olnbogabarna/ Týndu börnin okkar. Stjórnarkona í Olnbogabörnum setur spurningarmerki við þá refsingu í fangelsinu á Hólmsheiði að gera fanga brottræk- an frá námi í mánuð vegna smávægilegs brots. Hún segir það mikilvægt að halda föngum í námi, sérstaklega ungu fólki, enda liður í því að beina þeim á rétta braut. betri manni með því að mennta sig. Við vitum það alveg að ef maður missir mánuð úr skóla þá er erfitt að ná því aftur upp, á flestum stöðum þýðir það fall. Það hefur lengi ríkt úrræðaleysi gagnvart þessum börn­ um sem lenda utan vegar og þetta gæti verið anginn af því, að þau endi í fangelsi.“ Nemendur í fangelsinu á Hólms­ heiði hafa aðgang að tölvum frá klukkan 9 til 16 og nota þeir þennan tíma til að skila inn verkefnum í fjar­ náminu. Nemandinn sem um ræðir getur ekki skilað inn verkefnum í gegnum tölvuna vegna bannsins og fær því núll í einkunn. Líkt og stend­ ur í lögum um fullnustu refsinga getur forstöðumaður fangelsis beitt fanga agaviðurlögum vegna brota á lögum, reglugerðum og reglum. Berglind segir að búið sé að óska eftir verklagsreglum hjá Fangelsis­ málastofnun vegna þessa tiltekna máls. „Við fengum þau svör að það væri forstöðumaður fangelsisins sem tæki ákvörðun með svona mál. Við vinnum nú í því að óska eftir upplýsingum um það.“ Skólinn í fangelsinu hófst 10. september og komst upp um brotið þann 12. september. Refsingin tók gildi þann 15. Ungi maðurinn er enn þá í banni. Fangelsismálastofnun virtist ekki kannast við málið þegar innt var eftir svörum. – gj TilVerAn Hóprefsingar óásættanlegar Afstaða, félag fanga, hefur ítrekað mótmælt því hvernig forstöðumenn fangelsa landsins beita agaviðurlögum, en félagið segir að oftar en ekki þjóni þau ekki tilgangi sínum. „Saga unga mannsins á Hólms- heiði er skýrt dæmi um það og nánast óskiljanlegt að telja það ásættanlega refsingu að hefta aðgang hans að náminu, enda er nám algjör grunnur að allri betrun í kerfinu. Með margvíslegum hætti má bæta stuðning, þar með talið eftirlit, í stað þess að beita íþyngjandi viðurlögum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, for- maður Afstöðu. „Agaviðurlög í íslenskum fangelsum eru að mestu arfleifð fornaldarhugsunar þar sem viður- lögin eru oft margþætt, sem oftar en ekki ýtir undir veikindi fangans sem er iðulega fíknisjúkdómur og kemur harðast niður á fjölskyldu fangans og samfélaginu. Við ættum ekki að eiga í erfiðleikum með að finna betri aðferðir enda hafa þær verið teknar upp í mjög mörgum Evrópulöndum og þá sérstaklega á Norðurlöndunum sem eru auðvitað þau lönd sem við viljum bera okkur saman við en erum áratugum á eftir þegar kemur að fang- elsismálum.“ Guð- mundur bætir því við að Afstaða telji hóp- refsingar með öllu óásættan- legar og vera aðeins til þess fallnar að valda ólgu meðal fanga sem beinist þá að þeim brotlega og getur auðveldlega sett við- komandi fanga í hættu. „Tilgangurinn virðist hreinlega vera sá að nota fangahópinn til að sjá um að framfylgja refsingu á hendur einum einstaklingi. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Með svipuðum hætti hefur fjöl- skyldum dómþola, oft og tíðum börnum þeirra, verið gert að taka út heimsóknarbann vegna agaviðurlaga. Að beita slíkum refsingum er að mati Afstöðu for- kastanlegt,“ segir Guðmundur. – gj Ítarlegt viðtal við Gylfa Þor- kelsson, kennslustjóra á Litla- Hrauni og frekari umfjöllun má finna á +Plús síðu Frétta- blaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +Plús Við ættum ekki að eiga í erfiðleikum með að finna betri aðferðir enda hafa þær verið teknar upp í mjög mörgum evrópulöndum og þá sérstaklega á norður- löndunum. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. 4 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F I M M t U D A G U r12 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 0 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F D -0 A 0 C 2 0 F D -0 8 D 0 2 0 F D -0 7 9 4 2 0 F D -0 6 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.