Fréttablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 50
VIÐ SJÁUM UM BRÚÐKAUPIÐ ÞÚ ÞARFT BARA AÐ SEGJA JÁ! Við leigjum og seljum Tjöld, borð og stóla, uppblásna sófa, hljóðkerfi, ljósakerfi, skjávarpa og sýningartjöld, confetti sprengjur. Sláðu á þráðinn ef eitthvað af þessu er að vefjast fyrir þér. Það eina sem þú þarft að gera er að skemmta þér. www.exton.is EXTON AKUREYRI S: 575-4660 AKUREYRI@EXTON.IS EXTON REYKJAVÍK S: 575-4600 EXTON@EXTON.IS HÁGÆÐA IÐNAÐARHURÐIR Járnháls 2-4 | 414-8600 | velaborg@velaborg.is ára s. 511 1100 | www.rymi.is Rafmagnstjakkar Kynningarverð: 282.897 kr. m/vsk Öugur Milwaukee mótor skilar 14000 til 24000 strokum á mínútu. REDLINK™ yrálagsvörn REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðuker sem virkar með öllum Milwaukee ® M18™ rafhlöðum. Verð 29.900 kr. (án rafhlöðu) M18 FCOT Alvöru hjámiðja frá Milwaukee vfs.is Frumraun Ólafs de Fleur Jóhannessonar var heim­ildarmyndin Blindsker: Saga Bubba Morthens. Hann hélt sig framan af við þá kvik­ myndagrein og sendi frá sér Africa United, Act Normal og The Amazing Truth About Queen Raquela. Stóra planið, frá 2008, var fyrsta leikna myndin hans í fullri lengd. Pétur Jóhann Sigfússon og Eggert Þorleifsson fóru þar á kostum í sér­ kennilegri, óvenju mannlegri og harmrænni glæpamynd, sem skart­ aði ekki ómerkari leikara en Michael Imperioli, úr The Sopranos, í auka­ hlutverki. Í kjölfarið komu síðan Kurteist fólk, Borgríki og Borgríki 2 sem var frumsýnd 2014. Þótt lítið hafi farið fyrir Ólafi á þeim fjórum árum sem liðin eru hefur hann síður en svo setið auðum höndum. Hann er með mörg járn í eldinum og fyrsta hryll­ ingsmyndin hans, Malevolent, verð­ ur gerð heimsbyggðinni aðgengileg á Netflix á morgun, föstudag. Ólafur tók Malevolent upp í Skot­ landi fyrir tveimur árum og það var ekki fyrr en á síðari stigum sem Netflix tryggði sér sýningarréttinn. „Hún er búin að vera í borðtennis­ klippi, eins og gengur, frá því að tökum lauk,“ segir Ólafur í samtali við Fréttablaðið. Netflix sló til „Í raun og veru kom Netflix ekki að þessu fyrr en á síðari stigum. Skoska fyrirtækið Sigma Films, sem fram­ leiddi meðal annars Hell or High Water, gerir myndina í samstarfi við fyrirtæki í Los Angeles. Þeir voru búnir að vera að þróa þetta lengi áður en ég kom um borð. Síðan skjótum við þetta og þegar fyrsta klipp kemur þá sjá allir að þetta er bara til sóma,“ segir Ólafur. Þá fór leitin að dreifingarfarvegi fyrir myndina af stað og Ólafur segir mörg fyrirtæki hafa skoðað myndina. „Netflix var þar á meðal og ákvað að taka hana og þar með er hún orðin svokölluð Netflix­mynd.“ Ólafur er vanur því að sýna verk sín í kvikmyndahúsum en Netflix­ frumsýning er vitaskuld ávísun á mun meiri áhorf. „Þetta er bara nýi völlurinn og það er oftast ákveðin rúlletta, óháð því hversu dýr eða góð myndin er, hvort hún komist í gott og þá um leið rétt dreifingarferli og Netflix er fullkominn vettvangur fyrir svona mynd,“ segir Ólafur. Á Netflix verður myndin aðgengi­ leg áhorfendum út um allan heim samtímis og „þetta er líka vitnis­ burður um að myndin stenst ákveðnar kröfur þannig að þarna er vissum áfanga náð“. Enginn sérstakur hryllingsmaður Ólafur er vanur að kvikmynda sitt eigið efni en í þessu tilfelli er hann einfaldlega ráðinn til verksins og kom hvergi nærri handritinu. Þetta er sem fyrr segir einnig fyrsta hryll­ ingsmyndin hans og hann segist aðspurður ekki vera mikið fyrir slíkar myndir. „Enda hættir þetta að vera hryllilegt ef þú ert á kafi í þess­ ari grein,“ segir hann og bætir við að reynsla hans af heimildarmynd­ unum hafi gagnast honum ákaflega vel við gerð Malevolent. „Þegar ég byrjaði í tökum varð ég strax mjög þakklátur fyrir að hafa gert mikið af heimildarmyndum og ég áttaði mig á að með áherslu á mannlega þáttinn mætti lyfta þess­ ari kvikmyndagrein. Ég nálgaðist þetta því með því að tala mikið við leikarana og reyna þannig að búa til manneskjur í þessu. Það var mjög skemmtilegt.“ Sök bítur svindlara Í Malevolent leika Florence Pugh (Lady Macbeth, The Falling, Outlaw King) og Ben Lloyd­Hughes (Diverg­ ent, War&Peace, Breathe) systkinin Angelu og Jackson sem gera út á ein­ faldar sálir sem trúa að þau hafi sam­ band við handanheima og geti komið viðkomandi í samband við látið fólk. Þegar þau reyna að flækja gamla konu, sem býr ein í yfirgefnu mun­ aðarleysingjahæli, í svikavef sínum komast þau heldur betur í hann krappan. Konan vill að þau þaggi niður í ljótum röddum sem ásækja hana og svikahrapparnir telja ekk­ ert því til fyrirstöðu að hafa ruglaða, gamla konu að leiksoppi. Á þau renna hins vegar nokkrar grímur þegar óhugnanleg saga hússins og óhreinir andar sem þar eru á kreiki fara að láta hressilega að sér kveða. thorarinn@frettabladid.is Heimildarmyndirnar góður grunnur fyrir hryllinginn Leikstjórinn Ólafur de Fleur Jóhannesson hóf feril sinn með heimildarmyndum en á einnig að baki glæpamyndir og ljúfsárar gamanmyndir. Í Malevolent spreytir hann sig í fyrsta sinn á hryllingi með þeim góða árangri að myndin verður frumsýnd á Netflix á morgun. Ólafur de Fleur með leikurum úr Malevolent, Ben Lloyd-Hughes, Florence Pugh, Georginu Bevan og Scott Chambers. Ólafur íbygginn á tökustað í Skotlandi þar sem hann áttaði sig á því að með áherslu á mannlega þáttinn mætti lyfta hryllingnum á annað plan. 4 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F I M M t U D A G U r34 M e n n I n G ∙ F r É t t A b L A ð I ð Bíó 0 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 F C -E 7 7 C 2 0 F C -E 6 4 0 2 0 F C -E 5 0 4 2 0 F C -E 3 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.