Fréttablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 8
Hágæða stigahúsateppi Stigahúsateppin okkar eru slitsterk, ofnæmisprófuð og auðveld í þrifum. Gerum verðtilboð að kostnaðarlausu. Komdu og sjáðu úrvalið. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands leggur til að verð á raforkumarkaði taki mið af markaðsaðstæðum. Ef hagstæðara er að selja stórnotendum rafmagn en á almennan markað sé eðlilegt að verð á almennum mark- aði hækki. Ráðgert sé að koma á fót kauphöll um heildsöluviðskipti á raf- magni. Hún myndi endurspegla fram- boð og eftirspurn á hverjum tíma. „Heildsöluverð á almennum mark- aði mundi endurspegla það verð sem stórnotendur vilja borga fyrir raf- magnið. Sem stendur er Landsvirkj- un eini seljandinn sem um munar í heildsöluviðskiptum, en bæta mætti úr því með því að skikka framleið- endur til þess að bjóða allt rafmagn til sölu í kauphöllinni – það sem ekki hefur þegar verið selt stórnotendum. Verðið mundi líklega sveiflast meira en nú, en minni hætta yrði á raf- magnsskorti,“ segir í skýrslu Hag- fræðistofnunar, Öryggi á almennum markaði með rafmagn. Íslenskir orkuframleiðendur keppa við erlenda rafmagnsframleiðendur um raforkusölu til stórnotenda en almennur markaður býr ekki við erlenda samkeppni. Stórnotendur selji rafmagn Í skýrslunni segir að jafnframt þurfi að íhuga hvort leyfa eigi stórnot- endum að selja rafmagn beint inn á almennan markað. Eins og sakir standa banna samningar við orku- sala það. „Ef almennur rafmagns- markaður líktist öðrum mörkuðum mundi rafmagn hækka í verði þegar útlit væri fyrir skort. Þá gæti borgað sig fyrir stórnotendur að draga heldur úr umsvifum og selja það rafmagn sem þannig sparaðist inn á almennan markað.“ Eins ætti Landsvirkjun að bjóða aftur samninga til lengri tíma en eins árs á heildsölumarkaði, til dæmis til fimm ára. „Þegar samningar á heild- sölumarkaði gilda í nokkur ár dregur úr óvissu hjá smásölum og þeir eiga auðveldara með að gera langa samn- inga við rafmagnsnotendur. Lands- virkjun gæti einnig boðið samninga til mislangs tíma á hverju ári. Slíkir samningar rynnu þá líka út á hverju ári. Þannig mundu fást meiri upp- lýsingar um verð á raforkumarkaði en nú er völ á,“ segir í skýrslunni. Efla þurfi flutningskerfið. Þannig mætti eyða staðbundnum rafmagns- skorti og offramboði á rafmagni. Þar til rafmagnsflutningar verða greiðari má bregðast við skorti og offram- boði á afmörkuðum svæðum með svæðisbundnu rafmagnsverði. Heild- söluverð yrði þá lágt þar sem ofgnótt er af rafmagni, sem erfitt er að flytja annað, en hærra þar sem er stað- bundinn skortur á rafmagni. helgivifill@frettabladid.is Vilja að framleiðendur bjóði allt rafmagn til sölu í kauphöll Um 27 prósent rafmagns hérlendis koma frá jarðvarma. Fréttablaðið/Vilhelm Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands leggur til að verð á raforkumarkaði taki mið af markaðsað- stæðum. Efla þurfi flutn- ingskerfið. Bregðast má við skorti og offramboði á afmörkuðum svæðum með svæðisbundnu verði á rafmagni. Heildsöluverð á almennum markaði mundi endurspegla það verð sem stórnotendur vilja borga fyrir rafmagnið. Skýrsla Hagfræðistofnunar Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður hagfræðistofn- unar háskóla Íslands. Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn  takist ekki  að semja við skuldabréfaeigendur um undan- þágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Greint var frá því í gær að full- trúar Icelandair Group hefðu hafið viðræður við fulltrúa skuldabréfa- eigenda en samkvæmt lánaskilmál- unum megi vaxtaberandi skuldir ekki vera meiri en sem nemur 3,5 sinnum EBITDA-hagnaði síðustu tólf mánaða. Áætlað er að hlutfallið verði 4,4 í árslok. „Það gæti komið til þess að Ice- landair þurfi að sækja fjármagn til þess að koma skuldahlutfallinu í lag en mér finnst allar líkur á því að í staðinn verði endursamið. Hags- munir beggja aðila ættu að liggja þar, “ segir Sveinn Þórarinsson, hag- fræðingur hjá hagfræðideild Lands- bankans. Skuldabréfaeigendur eigi ekki að hafa hagsmuni af því að gjaldfella bréfin þó það fari  að vísu eftir því hverjir aðilarnir eru. „Þessir skilmálar voru góðir fyrir skuldabréfaeigendur enda settir á tíma þegar allt lék í lyndi. Þeir gætu því þurft að gefa eftir.“ Spurður hvort viðræðurnar geti leitt til hærri skuldabréfakjara bendir Sveinn á að skuldbinding- arnar séu ekki stórar í heildar- samhenginu og staðan öllu betri hjá Icelandair en mörgum öðrum flugfélögum. Hins vegar megi búast við því að kjörin hækki, enda hafi afkoman versnað hratt síðasta árið hjá félaginu. – tfh Líkur á að Icelandair semji markaðurinn 4 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F I M M t U D A G U r8 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 0 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F D -2 2 B C 2 0 F D -2 1 8 0 2 0 F D -2 0 4 4 2 0 F D -1 F 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.